Segja Gilsfjarðarbrú bara hafa haft jákvæð áhrif Kristján Már Unnarsson skrifar 30. október 2018 20:00 Brúin yfir Gilsfjörð stytti Vestfjarðaveg um 17 kílómetra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Tuttugu ár eru í dag frá því Gilsfjarðarbrú var formlega tekin í notkun. Framkvæmdin var umdeild á sínum tíma en íbúar næst brúnni segja að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. Rætt var við hjónin úr Garpsdal í Gilsfirði, þau Hafliða Ólafsson og Ingibjörgu Kristjánsdóttur, í fréttum Stöðvar 2. Það var þann 30. október árið 1998 sem Halldór Blöndal samgönguráðherra klippti á borða til marks um að brúin væri opnuð umferð, með þá Gunnar I. Birgisson, forstjóra Klæðningar, sem var verktaki, og Helga Hallgrímsson vegamálastjóra sér til aðstoðar. Brúin stytti Vestfjarðaveg um sautján kílómetra við það að vegfarendur losnuðu við að aka fyrir fjörðinn. En hver hefur reynslan að öðru leyti orðið?Hafliði Ólafssson frá Garpsdal hefur búið við Gilsfjörð nær alla sína tíð.Stöð 2/Egill AðalsteinssonFáir skynja sennilega betur þær breytingar sem fylgdu brúnni en þau Hafliði og Ingibjörg, sem áður voru bændur í Garpsdal, en þau búa núna í Króksfjarðarnesi rétt ofan við brúarsporðinn. Hafliði hefur stærstan hluta ævinnar búið í Gilsfirði. „Ég held að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. Ég hef ekki neitt annað um hana að segja,“ segir Hafliði. „Ég hef búið í Gilsfirði í yfir 40 ár og er bara mjög ánægð með þessa brú, á allan hátt, og vil meina að það hafi heldur aukist allt líf í firðinum, og þetta hafi bara verið af hinu góða að gera þetta,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Kristjánsdóttir frá Garpsdal hefur búið við Gilsfjörð í yfir 40 ár.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Brúin var sögð skaða fuglalíf. „Ég held að það hafi ekki skaðast. Það hefur ekki fækkað æðarkollum hjá okkur. Það hefur kannski orðið einhver breyting,“ segir Hafliði. „Þessi blessaði rauðbrystingur, sem þeir höfðu nú hæst um, hann fékk nú bara helmingi meira pláss hérna á leirunum eftir brú. Þannig að það var ekkert sem fór,“ segir Ingibjörg. Sumir óttuðust að það myndi kólna í Gilsfirði við það að fjörðinn færi að leggja. En kólnaði vegna Gilsfjarðarbrúar? „Ég held ekki. Það frýs að vísu fjörðurinn á veturna en hann er orðinn þíður um sumarmál aftur,“ svarar Hafliði. -En var þá ekkert neikvætt við hana? „Ég sé ekkert neikvætt við hana, ekki neitt. Að losna við fjörðinn eins og hann var, í snjó og óþverra, snjóflóð og annað slíkt, - það er ekkert nema jákvætt við þetta,“ svarar Ingibjörg.Gilsfjarðarbrú séð úr Saurbæ. Brúarhafið er of lítið til að hleypa sjávarföllum að fullu í gegn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Til að hleypa sjávarföllum betur í gegn er sá möguleiki fyrir hendi að opna stærra gat. „Eflaust er það hægt ef menn vilja. En ég sé ekki ástæðu fyrir því,“ segir Hafliði. Frúin vill fremur virkja strauminn undir brúnni. „Búa til meira rafmagn ef við viljum, með sjávarfallavirkjun,“ segir Ingibjörg. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Tuttugu ár eru í dag frá því Gilsfjarðarbrú var formlega tekin í notkun. Framkvæmdin var umdeild á sínum tíma en íbúar næst brúnni segja að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. Rætt var við hjónin úr Garpsdal í Gilsfirði, þau Hafliða Ólafsson og Ingibjörgu Kristjánsdóttur, í fréttum Stöðvar 2. Það var þann 30. október árið 1998 sem Halldór Blöndal samgönguráðherra klippti á borða til marks um að brúin væri opnuð umferð, með þá Gunnar I. Birgisson, forstjóra Klæðningar, sem var verktaki, og Helga Hallgrímsson vegamálastjóra sér til aðstoðar. Brúin stytti Vestfjarðaveg um sautján kílómetra við það að vegfarendur losnuðu við að aka fyrir fjörðinn. En hver hefur reynslan að öðru leyti orðið?Hafliði Ólafssson frá Garpsdal hefur búið við Gilsfjörð nær alla sína tíð.Stöð 2/Egill AðalsteinssonFáir skynja sennilega betur þær breytingar sem fylgdu brúnni en þau Hafliði og Ingibjörg, sem áður voru bændur í Garpsdal, en þau búa núna í Króksfjarðarnesi rétt ofan við brúarsporðinn. Hafliði hefur stærstan hluta ævinnar búið í Gilsfirði. „Ég held að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. Ég hef ekki neitt annað um hana að segja,“ segir Hafliði. „Ég hef búið í Gilsfirði í yfir 40 ár og er bara mjög ánægð með þessa brú, á allan hátt, og vil meina að það hafi heldur aukist allt líf í firðinum, og þetta hafi bara verið af hinu góða að gera þetta,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Kristjánsdóttir frá Garpsdal hefur búið við Gilsfjörð í yfir 40 ár.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Brúin var sögð skaða fuglalíf. „Ég held að það hafi ekki skaðast. Það hefur ekki fækkað æðarkollum hjá okkur. Það hefur kannski orðið einhver breyting,“ segir Hafliði. „Þessi blessaði rauðbrystingur, sem þeir höfðu nú hæst um, hann fékk nú bara helmingi meira pláss hérna á leirunum eftir brú. Þannig að það var ekkert sem fór,“ segir Ingibjörg. Sumir óttuðust að það myndi kólna í Gilsfirði við það að fjörðinn færi að leggja. En kólnaði vegna Gilsfjarðarbrúar? „Ég held ekki. Það frýs að vísu fjörðurinn á veturna en hann er orðinn þíður um sumarmál aftur,“ svarar Hafliði. -En var þá ekkert neikvætt við hana? „Ég sé ekkert neikvætt við hana, ekki neitt. Að losna við fjörðinn eins og hann var, í snjó og óþverra, snjóflóð og annað slíkt, - það er ekkert nema jákvætt við þetta,“ svarar Ingibjörg.Gilsfjarðarbrú séð úr Saurbæ. Brúarhafið er of lítið til að hleypa sjávarföllum að fullu í gegn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Til að hleypa sjávarföllum betur í gegn er sá möguleiki fyrir hendi að opna stærra gat. „Eflaust er það hægt ef menn vilja. En ég sé ekki ástæðu fyrir því,“ segir Hafliði. Frúin vill fremur virkja strauminn undir brúnni. „Búa til meira rafmagn ef við viljum, með sjávarfallavirkjun,“ segir Ingibjörg. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira