Ráðherra vill leyfa böll og bingó á helgidögum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. október 2018 06:15 Vantrú hefur staðið fyrir bingói á föstudaginn langa. FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL Bann við skemmtanahaldi, sýningum, happdrætti og bingói verður fellt úr lögum um helgidagafrið nái frumvarp dómsmálaráðherra fram að ganga. Drög að frumvarpinu eru sem stendur í umsagnarferli í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. Drögin fela í sér að öll bönn sem nú eru í gildi í lögum um helgidagafrið verða felld niður, þó með þeirri undantekningu að áfram verður óheimilt að trufla guðsþjónustu eða annað helgihald með hávaða eða annarri háttsemi andstæðri helgi viðkomandi athafnar. Helgidagar þjóðkirkjunnar verða áfram þeir sömu en upptalning á þeim verður felld úr lögum um helgidagafrið og þess í stað komið fyrir í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. „Þetta er mál sem ég ætlaði að leggja fram á síðasta þingi en það dróst og því er það gert nú. Þetta frumvarp er í raun í samræmi við þá þróun sem hefur verið í samfélaginu,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNRáðherrann segir að með lögunum sé ekki verið að fella helgidaga niður heldur aðeins verið að fella úr gildi bann við tiltekinni starfsemi á slíkum dögum. Í núgildandi lögum sé ákveðnum aðilum heimilt að hafa opið á helgidögum svo sem lyfjabúðum, bensínstöðvum og blómaverslunum. Hið sama gildir um matvöruverslanir með verslunarrými undir 600 fermetrum þar sem að minnsta kosti tveir þriðju veltu þeirra er rakinn til sölu matvæla, drykkjarvöru og tóbaks. „Það er erfitt að hafa eftirlit með slíku. Þá hafa lögin eins og þau eru í dag alltaf haft í för með sér nokkuð aukið utanumhald hjá sýslumönnum dagana kringum hátíðir. Að mínu mati hefur frelsi manna verið svolítið þröngur stakkur sniðinn um hátíðir. Ég tel þessar breytingar vera í samræmi við kröfur þjóðfélagsins og atvinnulífsins og þannig að menn geti um frjálst höfuð strokið yfir hátíðisdaga,“ segir Sigríður. Áþekk frumvörp, sem þó gengu skrefinu lengra, voru áður lögð fram af Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata, árið 2016 og í janúar 2018 en náðu ekki fram að ganga. Meðal umsagna sem bárust um þau frumvörp má nefna umsagnir ASÍ og BSRB en bæði félög töldu ólíklegt að brottfall laganna myndi hafa áhrif á kjarasamninga. Prestafélag Íslands, kirkjuráð og biskup Íslands lögðust gegn því að lögin yrðu felld niður. Frestur til að veita umsögn um frumvarpsdrögin rennur út 6. nóvember. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Bann við skemmtanahaldi, sýningum, happdrætti og bingói verður fellt úr lögum um helgidagafrið nái frumvarp dómsmálaráðherra fram að ganga. Drög að frumvarpinu eru sem stendur í umsagnarferli í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. Drögin fela í sér að öll bönn sem nú eru í gildi í lögum um helgidagafrið verða felld niður, þó með þeirri undantekningu að áfram verður óheimilt að trufla guðsþjónustu eða annað helgihald með hávaða eða annarri háttsemi andstæðri helgi viðkomandi athafnar. Helgidagar þjóðkirkjunnar verða áfram þeir sömu en upptalning á þeim verður felld úr lögum um helgidagafrið og þess í stað komið fyrir í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. „Þetta er mál sem ég ætlaði að leggja fram á síðasta þingi en það dróst og því er það gert nú. Þetta frumvarp er í raun í samræmi við þá þróun sem hefur verið í samfélaginu,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNRáðherrann segir að með lögunum sé ekki verið að fella helgidaga niður heldur aðeins verið að fella úr gildi bann við tiltekinni starfsemi á slíkum dögum. Í núgildandi lögum sé ákveðnum aðilum heimilt að hafa opið á helgidögum svo sem lyfjabúðum, bensínstöðvum og blómaverslunum. Hið sama gildir um matvöruverslanir með verslunarrými undir 600 fermetrum þar sem að minnsta kosti tveir þriðju veltu þeirra er rakinn til sölu matvæla, drykkjarvöru og tóbaks. „Það er erfitt að hafa eftirlit með slíku. Þá hafa lögin eins og þau eru í dag alltaf haft í för með sér nokkuð aukið utanumhald hjá sýslumönnum dagana kringum hátíðir. Að mínu mati hefur frelsi manna verið svolítið þröngur stakkur sniðinn um hátíðir. Ég tel þessar breytingar vera í samræmi við kröfur þjóðfélagsins og atvinnulífsins og þannig að menn geti um frjálst höfuð strokið yfir hátíðisdaga,“ segir Sigríður. Áþekk frumvörp, sem þó gengu skrefinu lengra, voru áður lögð fram af Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata, árið 2016 og í janúar 2018 en náðu ekki fram að ganga. Meðal umsagna sem bárust um þau frumvörp má nefna umsagnir ASÍ og BSRB en bæði félög töldu ólíklegt að brottfall laganna myndi hafa áhrif á kjarasamninga. Prestafélag Íslands, kirkjuráð og biskup Íslands lögðust gegn því að lögin yrðu felld niður. Frestur til að veita umsögn um frumvarpsdrögin rennur út 6. nóvember.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira