Óttast var um heilsu hans eftir leik Argentínu og Nígeríu þegar hann virtist hafa gengið full geyst um gleðinnar dyr og gat ekki gengið óstuddur.
Sjálfur vísar hann sögunum á bug og segist við hestaheilsu.
Eins og flestir vita hefur Maradona glímt við fíkniefnadjöfulinn áratugum saman.
Annað sem hefur vakið athygli er að Maradona fer nú hvergi án þess að bera tvö armbandsúr af dýrari gerðinni, eitt á hvorum úlnlið. Logi Einarsson Alþingismaður, sem segir Maradona æskuhetju sína, vill meina að það sé ekki mjög smart.
Skýringin á þessu mun vera tvíþætt. Í fyrsta lagi er Maradona á samningi hjá Hublot, líkt og körfuboltastjarnan Lebron James, og þarf að láta sjá sig opinberlega með úrin.
Í öðru lagi mun Maradona vera með annað úrið stillt á argentínskan tíma en hitt fylgir rússnesku klukkunni. Þannig veit hann alltaf hvað klukkan er heima, jafnvel þó að hann viti hvorki í þennan heim né annan.
Fashion/cocaine icon Diego maradona has 2 watches on today pic.twitter.com/S9v8z6nHXu
— Choppy (@roadkill_sundae) June 21, 2018
Can't wait to see Diego Maradona's face when Argentina get knocked out. Will he still be dancing wearing two watches? pic.twitter.com/sm9aLvebfp
— Adam Alcock (@adam_alcock) June 26, 2018
Yes Diego, @dele_official says 'hi' pic.twitter.com/s3zLwcGDMV
— Kyle Walker (@kylewalker2) June 26, 2018