Dr. Dre gert að greiða milljónir vegna Beats-heyrnartóla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2018 10:55 Dr. Dre er ríkasti rappari heims. vísir/getty Tónlistarmaðurinn Dr. Dre og viðskiptafélagi hans Jimmy Iovine þurfa að greiða Steven Lamar, fyrrverandi samstarfsfélaga þeirra, 25 milljónir dollara vegna deilna um hver átti hugmyndina að Beats-heyrnartólunum vinsælu. BBC greinir frá. Samsvarar það um 2,6 milljörðum króna en Lavar hélt því fram að hann hefði átt hugmyndina að því að skapa heyrnartólin sem síðar urðu að Beats-heyrnarólunum. Sagðist hann hafa farið með hugmyndina til Iovine og Dr. Dre árið 2006 og þeir hafið samstarf. Fyrstu Beats-heyrnartólin komu á markað árið 2006 en upp úr samstarfi mannanna þriggja slitnaði og árið 2016 stefndi Lamar fyrrverandi samstarfsfélögum sínum til greiðslu höfundarlauna. Deilan snerist að mestu um samning sem samstarfsfélagarnir gerðu árið 2007 um að Lamar myndi fá í sinn hlut fjögur prósent af grunnverði allra Beats Studio heyrnartóla sem seld væru. Vildi Lamar meina að samningurinn væri víðtækari og næði einnig til um tólf annarra tegunda heyrnartóla frá Beats. Krafðist hann þess að fá 130 milljón dollara frá Levine og Dr.Dre, um 14 milljarða króna, en kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að samningurinn frá 2007 næði til þriggja tegunda af Beats-heyrnartólum og því þyrftu þeir félagar að greiða Lamar 25 milljónir dollara. Ein af þessum tegundum er enn í sölu og því mun Lamar einnig fá greiðslur vegna þeirra í framtíðinni. Tengdar fréttir Dr. Dre vill neðanjarðarbyrgi og öryggisvegg í kringum milljarða villu sína í L.A. Keypti eignina af Tom Brady og Gisele. 29. maí 2018 13:30 Dr. Dre nýtur lífsins á Íslandi Andre Romelle Young, betur þekktur sem Dr. Dre, er staddur á Íslandi og sást til hans við Höfðatorg fyrr í dag. Samkvæmt heimildum Vísis gistir hann á lúxushótelinu á efstu hæð í byggingunni. 24. nóvember 2017 16:00 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Dr. Dre og viðskiptafélagi hans Jimmy Iovine þurfa að greiða Steven Lamar, fyrrverandi samstarfsfélaga þeirra, 25 milljónir dollara vegna deilna um hver átti hugmyndina að Beats-heyrnartólunum vinsælu. BBC greinir frá. Samsvarar það um 2,6 milljörðum króna en Lavar hélt því fram að hann hefði átt hugmyndina að því að skapa heyrnartólin sem síðar urðu að Beats-heyrnarólunum. Sagðist hann hafa farið með hugmyndina til Iovine og Dr. Dre árið 2006 og þeir hafið samstarf. Fyrstu Beats-heyrnartólin komu á markað árið 2006 en upp úr samstarfi mannanna þriggja slitnaði og árið 2016 stefndi Lamar fyrrverandi samstarfsfélögum sínum til greiðslu höfundarlauna. Deilan snerist að mestu um samning sem samstarfsfélagarnir gerðu árið 2007 um að Lamar myndi fá í sinn hlut fjögur prósent af grunnverði allra Beats Studio heyrnartóla sem seld væru. Vildi Lamar meina að samningurinn væri víðtækari og næði einnig til um tólf annarra tegunda heyrnartóla frá Beats. Krafðist hann þess að fá 130 milljón dollara frá Levine og Dr.Dre, um 14 milljarða króna, en kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að samningurinn frá 2007 næði til þriggja tegunda af Beats-heyrnartólum og því þyrftu þeir félagar að greiða Lamar 25 milljónir dollara. Ein af þessum tegundum er enn í sölu og því mun Lamar einnig fá greiðslur vegna þeirra í framtíðinni.
Tengdar fréttir Dr. Dre vill neðanjarðarbyrgi og öryggisvegg í kringum milljarða villu sína í L.A. Keypti eignina af Tom Brady og Gisele. 29. maí 2018 13:30 Dr. Dre nýtur lífsins á Íslandi Andre Romelle Young, betur þekktur sem Dr. Dre, er staddur á Íslandi og sást til hans við Höfðatorg fyrr í dag. Samkvæmt heimildum Vísis gistir hann á lúxushótelinu á efstu hæð í byggingunni. 24. nóvember 2017 16:00 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Dr. Dre vill neðanjarðarbyrgi og öryggisvegg í kringum milljarða villu sína í L.A. Keypti eignina af Tom Brady og Gisele. 29. maí 2018 13:30
Dr. Dre nýtur lífsins á Íslandi Andre Romelle Young, betur þekktur sem Dr. Dre, er staddur á Íslandi og sást til hans við Höfðatorg fyrr í dag. Samkvæmt heimildum Vísis gistir hann á lúxushótelinu á efstu hæð í byggingunni. 24. nóvember 2017 16:00