Lífið

Sheeran tók lagið í íslensku treyjunni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ed Sheeran á sviði í Windsor í gærkvöldi, íklæddur íslensku landsliðstreyjunni. Nema hvað!
Ed Sheeran á sviði í Windsor í gærkvöldi, íklæddur íslensku landsliðstreyjunni. Nema hvað! Vísir/Getty
Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran er greinilega stuðningsmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu en hann skartaði treyju liðsins á viðburði sem starfsbróðir hans, Elton John, hélt í gærkvöldi.

Fréttir höfðu áður verið fluttar af því að Sheeran hefði klæðst treyjunni á Instagram en hann virðist hafa vippað sér í hana tvö kvöld í röð.

Í fyrra skiptið var hann í fótbolta með félögum sínum, en þar sást þó aðeins glitta í treyju íslenska liðsins. Í gærkvöldi var Sheeran svo fenginn til að koma fram á góðgerðarviðburði til styrktar AIDS-samtökum Eltons Johns í Windsor á Englandi og notaði þar aftur tækifærið til að klæðast treyjunni.

Af myndum frá gærkvöldinu að dæma má ætla að Sheeran hafi liðið vel í einkennisbúningi íslenska liðsins er hann spilaði fyrir viðburðargesti.

Ed Sheeran í fanginu á Elton John.Vísir/Getty
Sheeran virðist ekki hafa reddað Eltoni John og eiginmanni hans, Dadid Furnish, íslenskum landsliðstreyjum.Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Ed Sheeran trúlofaður

Sheeran og unnusta hans, Cherry Seaborn, eru að eigin sögn mjög hamingjusöm og ástfangin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.