Innlent

Áfram veðurblíða á Norður- og Austurlandi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Það ætlar að verða bið á því að íbúar höfuðborgarsvæðisins geti gert sér glaðan dag í sólinni.
Það ætlar að verða bið á því að íbúar höfuðborgarsvæðisins geti gert sér glaðan dag í sólinni. Fréttablaðið/Ernir
Gert er ráð fyrir suðaustan 5-13 m/s og rigningu eða súld sunnan- og vestanlands þegar líður á morguninn en hvassara verður á Snæfellsnesi. Síðdegis í dag og fram til miðnættis má því búast við hvössum vindhviðum við fjöll vestantil á landinu.

Þá eru vegfarendur, sérstaklega þeir sem eru ökutækjum sem taka á sig mikinn vind, beðnir að hafa í huga að hvassast verður á norðanverðu Snæfellsnesi í dag.

Á Norður- og Austurlandi verður léttskýjað að mestu í dag og allt að 20 stiga hiti og dregur úr vindi í nótt. Á morgun má búast við úrkomubandi sem liggur þvert yfir landið frá suðri til norðurs með rigningu eða súld.

Vestanlands verður úrkomulítið, en norðaustan- og austanlands er áframhaldandi veðurblíða með sól og hlýju. Um helgina má svo búast við suðvestlægum áttum og dálítilli vætu í flestum landshlutum, einkum sunnan- og vestanlands á sunnudag.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:

Fremur hæg suðlæg átt og rigning með köflum, en þurrt að mestu austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á A-landi.

Á laugardag:

Suðvestan 5-10 og víða dálítil rigning eða skúrir. Heldur kólnandi veður.

Á sunnudag:

Sunnan og suðvestan 8-13 m/s og rigning, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast NA-lands.

Á mánudag:

Suðvestlæg átt og rigning eða skúrir sunnan- og vestanlands, en birtir til um landið norðaustanvert og hlýnar í veðri.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Útlit fyrir suðlæga átt með dálitlum skúrum á víð og dreif og heldur kólnar í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×