15 þúsund krónur urðu að 650 þúsund Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. júní 2018 06:00 Deila um öryggishliðið og gjaldið sem tengist því hefur staðið í fjögur ár. Vísir Félagið Einn á móti X ehf. þarf að greiða frístundabyggðinni Ásum 15 þúsund krónur vegna uppsetningar á öryggishliði að frístundabyggðinni. Deila um gjaldið hefur staðið í tæp fjögur ár. Frístundabyggðin er í landi Fells í Bláskógabyggð en eigandi jarðarinnar lagði veg um jörðina. Í ágúst var sent út fundarboð til félagsmanna í Ásum en tilefni fundarins var að taka ákvörðun um uppsetningu hliðs við þjóðveginn og að húsunum. Var það samþykkt. Eigandi Eins á móti, sem og eigendur jarðarinnar Fells, vildu ekki una uppsetningu hliðsins. Meðal annars ætluðu eigendur jarðarinnar sér að fjarlægja hliðið yrði það sett upp. Hliðið var engu að síður sett upp en Einn á móti vildi ekki taka þátt í kostnaði við uppsetningu þess. Málið var höfðað til innheimtu kostnaðarhluta hans. Byggði Einn á móti meðal annars á því að hliðið takmarkaði notkun hans á lóð sinni og að félagið hefði ekki haft heimild til að setja hliðið upp. Þá bryti það á stjórnarskrárvörðum rétti hans til að standa utan félaga að skikka hann til aðildar í Ásum en svo er gert í lögum um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús. Hliðið er þannig hannað að hægt er að opna það með því að hringja í símanúmer. Einn á móti hafði ekki kosið að nota það númer og það því talið standa honum næst að falast eftir númerinu. Þá hafði hann tekið þátt í öllum aðgerðum félagsins og greitt gjöld þess og því ekki skyndilega hægt að byggja á réttinum til að standa utan þess. Ákvörðunin um uppsetninguna var talin lögmæt. Auk krónanna 15 þúsund fyrir uppsetninguna þarf Einn á móti að greiða 650 þúsund í málskostnað. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Félagið Einn á móti X ehf. þarf að greiða frístundabyggðinni Ásum 15 þúsund krónur vegna uppsetningar á öryggishliði að frístundabyggðinni. Deila um gjaldið hefur staðið í tæp fjögur ár. Frístundabyggðin er í landi Fells í Bláskógabyggð en eigandi jarðarinnar lagði veg um jörðina. Í ágúst var sent út fundarboð til félagsmanna í Ásum en tilefni fundarins var að taka ákvörðun um uppsetningu hliðs við þjóðveginn og að húsunum. Var það samþykkt. Eigandi Eins á móti, sem og eigendur jarðarinnar Fells, vildu ekki una uppsetningu hliðsins. Meðal annars ætluðu eigendur jarðarinnar sér að fjarlægja hliðið yrði það sett upp. Hliðið var engu að síður sett upp en Einn á móti vildi ekki taka þátt í kostnaði við uppsetningu þess. Málið var höfðað til innheimtu kostnaðarhluta hans. Byggði Einn á móti meðal annars á því að hliðið takmarkaði notkun hans á lóð sinni og að félagið hefði ekki haft heimild til að setja hliðið upp. Þá bryti það á stjórnarskrárvörðum rétti hans til að standa utan félaga að skikka hann til aðildar í Ásum en svo er gert í lögum um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús. Hliðið er þannig hannað að hægt er að opna það með því að hringja í símanúmer. Einn á móti hafði ekki kosið að nota það númer og það því talið standa honum næst að falast eftir númerinu. Þá hafði hann tekið þátt í öllum aðgerðum félagsins og greitt gjöld þess og því ekki skyndilega hægt að byggja á réttinum til að standa utan þess. Ákvörðunin um uppsetninguna var talin lögmæt. Auk krónanna 15 þúsund fyrir uppsetninguna þarf Einn á móti að greiða 650 þúsund í málskostnað.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira