Andstaða við nýbyggingu í Skógarhlíð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. júní 2018 07:00 Nýja byggingin í efri enda Skógarhlíðar á að liggja í L umhverfis Þóroddsstaði sem Borgarsögusafn segir að mjög verði þrengt að. Minjastofnun segir hins vegar bæinn ekki hluta af "stærri varðveisluheild“. Hornsteinar arkitektar Áform um að reisa nýtt tólf íbúða fjölbýlishús í Skógarhlíð 22 vekja litla hrifningu nágranna og Borgarsögusafn leggst gegn því að borgin heimili bygginguna. Um er að ræða þriggja hæða burstahús sem standa á lóð gamla bæjarins Þóroddsstaða sem byggður var 1927 og hýsir nú blandaða starfsemi. Samkvæmt tillögu Hornsteina Arkitekta er ætlun félagsins Verts ehf. að tengibygging verði yfir í Þóroddsstaði og að þar verði innréttaðar sex íbúðir. Samtals verði því átján íbúðir á lóðinni. „Í deiliskipulagstillögunni er lögð áhersla á að nýta kosti – og staðsetningu – lóðarinnar Skógarhlíð 22 sem best og að flétta nýjum húsum á áreynslulausan hátt saman við þá byggð sem fyrir er. Leitast er við að Þóroddsstaðir haldi stöðu sinni sem sögulegt kennileiti í hverfinu,“ segir í greinargerð.Engin ný bílastæði „Ekki er gert ráð fyrir fjölgun bílastæða á lóð, en töluverður fjöldi bílastæða í nágrenninu og í götu samnýtast áfram,“ segir í greinargerðinni. Þetta fellur alls ekki í kramið hjá nágrönnunum. Tólf íbúar í Eskihlíð 26 senda borginni sameiginlegt athugasemdabréf. „Teljum við undirrituð fyrirhugað byggingarmagn á lóðinni óhóflegt, hvort sem litið er til umhverfisgildis Þóroddsstaða, yfirbragðs svæðisins í heild eða áhrifa vegna skuggavarps,“ segir í bréfi tólfmenninganna. Benda þeir á að bílastæði suðvestan lóðarinnar séu einnig nýtt af gestum Stofnunar múslima. Stæðin fullnýtt um helgar „Algengt er að þessi stæði séu fullnýtt um helgar vegna safnaðarstarfs sem þar fer fram. Þannig er varla hægt að ætlast til þess að íbúar Skógarhlíðar 22 noti þessi stæði líka og má telja líklegt að tillagan leiði til öngþveitis verði hún samþykkt,“ segja íbúarnir tólf sem vilja að tillögunni verði hafnað. Og Stofnun múslima á Íslandi hefur einnig áhyggjur af bílastæðamálunum. „Handan götunnar er moska okkar sem er samkomuhús og höfum við í samkomulagi við borgaryfirvöld tryggt bílastæðaþörf hússins með samþykktu deiliskipulagi,“ segir í bréfi Karims Askari, forstjóra Stofnunar múslima. Karim óskar eftir nánari skýringum á fjölda og staðsetningu bílastæðanna fyrir Skógarhlíð 22.Þannig lítur húsið út Skógarhlíðarmegin. Mynd/Hornsteinar arkitektarSýn að Þóroddsstöðum byrgð Borgarsögusafn segir í umsögn að vegna hins mikla gildis sem Þóroddsstaðir hafi fyrir umhverfi sitt „sem kennileiti og sýnilegur vitnisburður um sögu og þróun svæðisins“ mæli það ekki með því að leyfð verði slík uppbygging á lóðinni. „Ekki verður annað séð en að nýbyggingarnar sem tillagan sýnir muni þrengja mjög að hinu eldra húsi og byrgja að miklum hluta sýn að því frá Bústaðavegi og Litluhlíð,“ segir Borgarsögusafnið. Tillagan samræmist hvorki markmiðum hverfisverndar vegna umhverfisgildis hússins né því að Þóroddsstaðir haldi stöðu sinni sem sögulegt kennileiti í hverfinu.Áhersla á „sögulega ásýnd“ Minjastofnun segir hins vegar Þóroddsstaði ekki vera hluta af götumynd eða stærri varðveisluheild. Áhersla sé lögð á að varðveita stöðu burstahússins sem kennileitis og „sögulega ásýnd þess“ að Skógarhlíð. „Fyrirhugaðar nýbyggingar takmarka vissulega sýn á gamla húsið frá Litluhlíð. Sú gata í núverandi mynd hefur þó engin söguleg tengsl við Þóroddsstaði og frágangur hennar rýrir nærumhverfi sitt,“ segir Minjastofnun. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Áform um að reisa nýtt tólf íbúða fjölbýlishús í Skógarhlíð 22 vekja litla hrifningu nágranna og Borgarsögusafn leggst gegn því að borgin heimili bygginguna. Um er að ræða þriggja hæða burstahús sem standa á lóð gamla bæjarins Þóroddsstaða sem byggður var 1927 og hýsir nú blandaða starfsemi. Samkvæmt tillögu Hornsteina Arkitekta er ætlun félagsins Verts ehf. að tengibygging verði yfir í Þóroddsstaði og að þar verði innréttaðar sex íbúðir. Samtals verði því átján íbúðir á lóðinni. „Í deiliskipulagstillögunni er lögð áhersla á að nýta kosti – og staðsetningu – lóðarinnar Skógarhlíð 22 sem best og að flétta nýjum húsum á áreynslulausan hátt saman við þá byggð sem fyrir er. Leitast er við að Þóroddsstaðir haldi stöðu sinni sem sögulegt kennileiti í hverfinu,“ segir í greinargerð.Engin ný bílastæði „Ekki er gert ráð fyrir fjölgun bílastæða á lóð, en töluverður fjöldi bílastæða í nágrenninu og í götu samnýtast áfram,“ segir í greinargerðinni. Þetta fellur alls ekki í kramið hjá nágrönnunum. Tólf íbúar í Eskihlíð 26 senda borginni sameiginlegt athugasemdabréf. „Teljum við undirrituð fyrirhugað byggingarmagn á lóðinni óhóflegt, hvort sem litið er til umhverfisgildis Þóroddsstaða, yfirbragðs svæðisins í heild eða áhrifa vegna skuggavarps,“ segir í bréfi tólfmenninganna. Benda þeir á að bílastæði suðvestan lóðarinnar séu einnig nýtt af gestum Stofnunar múslima. Stæðin fullnýtt um helgar „Algengt er að þessi stæði séu fullnýtt um helgar vegna safnaðarstarfs sem þar fer fram. Þannig er varla hægt að ætlast til þess að íbúar Skógarhlíðar 22 noti þessi stæði líka og má telja líklegt að tillagan leiði til öngþveitis verði hún samþykkt,“ segja íbúarnir tólf sem vilja að tillögunni verði hafnað. Og Stofnun múslima á Íslandi hefur einnig áhyggjur af bílastæðamálunum. „Handan götunnar er moska okkar sem er samkomuhús og höfum við í samkomulagi við borgaryfirvöld tryggt bílastæðaþörf hússins með samþykktu deiliskipulagi,“ segir í bréfi Karims Askari, forstjóra Stofnunar múslima. Karim óskar eftir nánari skýringum á fjölda og staðsetningu bílastæðanna fyrir Skógarhlíð 22.Þannig lítur húsið út Skógarhlíðarmegin. Mynd/Hornsteinar arkitektarSýn að Þóroddsstöðum byrgð Borgarsögusafn segir í umsögn að vegna hins mikla gildis sem Þóroddsstaðir hafi fyrir umhverfi sitt „sem kennileiti og sýnilegur vitnisburður um sögu og þróun svæðisins“ mæli það ekki með því að leyfð verði slík uppbygging á lóðinni. „Ekki verður annað séð en að nýbyggingarnar sem tillagan sýnir muni þrengja mjög að hinu eldra húsi og byrgja að miklum hluta sýn að því frá Bústaðavegi og Litluhlíð,“ segir Borgarsögusafnið. Tillagan samræmist hvorki markmiðum hverfisverndar vegna umhverfisgildis hússins né því að Þóroddsstaðir haldi stöðu sinni sem sögulegt kennileiti í hverfinu.Áhersla á „sögulega ásýnd“ Minjastofnun segir hins vegar Þóroddsstaði ekki vera hluta af götumynd eða stærri varðveisluheild. Áhersla sé lögð á að varðveita stöðu burstahússins sem kennileitis og „sögulega ásýnd þess“ að Skógarhlíð. „Fyrirhugaðar nýbyggingar takmarka vissulega sýn á gamla húsið frá Litluhlíð. Sú gata í núverandi mynd hefur þó engin söguleg tengsl við Þóroddsstaði og frágangur hennar rýrir nærumhverfi sitt,“ segir Minjastofnun.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira