Formaður VR: Blekkingarleikur að tala um góðæri og fordæmalausan kaupmátt Sylvía Hall skrifar 1. maí 2018 14:45 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. „Styrkur samfélagsins er mældur í stöðu okkar veikustu bræðra og systra. Velmegun og góðæri er mælt í stöðu þeirra sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi. Og það er skemmst frá því að segja að við höfum brugðist.“ Hann sagði það vera blekkingaleik að tala um góðæri þegar hér byggi fjöldi fólks ekki við húsnæðisöryggi, hefði ekki efni á að veikjast og næði vart endum saman. Þá sagði Ragnar að mælingar kaupmáttar í prósentum segðu aðeins hálfa söguna: „Hvernig geta tveir einstaklingar, annar með 300 þúsund en hinn með þrjár milljónir í laun á mánuði verið með sömu kaupmáttaraukningu ef þeir hækka báðir um 5% í launum? Annar fær fimmtán þúsund en hinn 150 þúsund, en þeir hafa fengið sömu kaupmáttaraukningu. Hverskonar vitleysu er verið að bera á borð fyrir launafólk á Íslandi?“Lýsir yfir stríði á hendur leigufélögum Í ræðunni sagði Ragnar Þór leigufélögin stunda kerfisbundna fjárkúgun í ljósi skelfilegrar aðstöðu á húsnæðismarkaði. Þar veigri leigufélögin sér ekki við að hækka leigu um tugi þúsunda á einu bretti, vitandi að fólk hefði ekki um annað að velja en að samþykkja slíkt – annars myndi það enda á götunni. Hann segir að þó að sumir búi við öryggi og í eigin húsnæði sé mikilvægt að allir taki þátt í baráttunni gegn leigufélögum því aðstæður gætu breyst á örskotsstundu. „Svarið er að þó við teljum okkur hafa það gott í dag getur það breyst á einu augnabliki. Við erum þremur launaseðlum, þremur afborgunum og alvarlegum veikindum frá sárri fátækt.“Boðar baráttu sem hefur ekki sést í áratugi „Við höfum hingað til verið alin á uppgjöf og aumingjaskap af þeim sem segjast hafa hagsmuni okkar að leiðarljósi. Sömu aðilar og hrósa þeim mikla árangri sem náðst hefur undanfarin ár.“ sagði Ragnar, og sagði það vera ekki bara kjaramál heldur lýðheilsu- og mannréttindamál að fólk gæti lifað mannsæmandi lífi og haft öruggt húsaskjól fyrir dagvinnulaun. Hann segir verkalýðsforystuna hafa breitt sængina upp fyrir haus þegar harðast var sótt að fólki í kjölfar hrunsins og nú sé breytinga að vænta í kjölfar mikillar endurnýjunar og nýliðunar undanfarið. Það sé mikil áskorun að standa undir væntingum félagsmanna en baráttan muni standa og falla með fólkinu. Baráttumálin sem Ragnar Þór boðaði voru meðal annars gegn verðtryggingu og fyrir lækkun vaxta. Hann vill breytingar á skattkerfinu með áherslu á hækkun persónuafsláttar og innleiða regluverk sem verndar leigjendur. „Það verður ekkert skilið eftir í okkar baráttu sem skiptir ykkur máli. Ykkar kröfur eru okkar baráttumál.“Boðar skæruverkföll ef breytingar verða ekki Ragnar Þór segir það standa til að teikna upp samfélagssáttmála til þriggja eða fjögurra ára og bjóða stjórnvöldum og atvinnulífinu með í það verkefni. Hann segir bæði stjórnvöld og atvinnulíf hafa stigið trylltasta dansinn í sjálftöku og ofurlaunum og að sáttin fáist ekki gefins. „Sú sátt kostar ekki endilega mikið en mun skila langþráðu trausti á kerfin okkar.“ Hann segir þó ekki standa til að fara í allsherjarverkföll, þau séu úrelt og verkfallssjóðir myndu ekki standa undir því. Þess í stað segist hann ætla stunda skæruverkföll. Minni hópar verði sendir í verkföll á fullum launum og það verði gert þar sem það „bítur mest“. Þetta sé gert til þess að stjórnvöld og viðsemjendur fari að taka þeim alvarlega. Ef ekki verði farið að sjást til kerfisbreytinga um næstu áramót munu aðgerðir hefjast. „Okkur er alvara og það er komin tími á að stjórnvöld og viðsemjendur okkar fari að taka okkur alvarlega ef ekki á illa að fara. Ef við verðum ekki farin að sjá til sólar um næstu áramót um mikilvægar kerfisbreytingar munum við hefja aðgerðir. Við ætlum ekki að bíða fram á næsta vor.“ Kjaramál Tengdar fréttir Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur um land allt Í dag er baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, haldinn hátíðlegur um land allt með sérstakri hátíðardagskrá. 1. maí 2018 08:56 Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. „Styrkur samfélagsins er mældur í stöðu okkar veikustu bræðra og systra. Velmegun og góðæri er mælt í stöðu þeirra sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi. Og það er skemmst frá því að segja að við höfum brugðist.“ Hann sagði það vera blekkingaleik að tala um góðæri þegar hér byggi fjöldi fólks ekki við húsnæðisöryggi, hefði ekki efni á að veikjast og næði vart endum saman. Þá sagði Ragnar að mælingar kaupmáttar í prósentum segðu aðeins hálfa söguna: „Hvernig geta tveir einstaklingar, annar með 300 þúsund en hinn með þrjár milljónir í laun á mánuði verið með sömu kaupmáttaraukningu ef þeir hækka báðir um 5% í launum? Annar fær fimmtán þúsund en hinn 150 þúsund, en þeir hafa fengið sömu kaupmáttaraukningu. Hverskonar vitleysu er verið að bera á borð fyrir launafólk á Íslandi?“Lýsir yfir stríði á hendur leigufélögum Í ræðunni sagði Ragnar Þór leigufélögin stunda kerfisbundna fjárkúgun í ljósi skelfilegrar aðstöðu á húsnæðismarkaði. Þar veigri leigufélögin sér ekki við að hækka leigu um tugi þúsunda á einu bretti, vitandi að fólk hefði ekki um annað að velja en að samþykkja slíkt – annars myndi það enda á götunni. Hann segir að þó að sumir búi við öryggi og í eigin húsnæði sé mikilvægt að allir taki þátt í baráttunni gegn leigufélögum því aðstæður gætu breyst á örskotsstundu. „Svarið er að þó við teljum okkur hafa það gott í dag getur það breyst á einu augnabliki. Við erum þremur launaseðlum, þremur afborgunum og alvarlegum veikindum frá sárri fátækt.“Boðar baráttu sem hefur ekki sést í áratugi „Við höfum hingað til verið alin á uppgjöf og aumingjaskap af þeim sem segjast hafa hagsmuni okkar að leiðarljósi. Sömu aðilar og hrósa þeim mikla árangri sem náðst hefur undanfarin ár.“ sagði Ragnar, og sagði það vera ekki bara kjaramál heldur lýðheilsu- og mannréttindamál að fólk gæti lifað mannsæmandi lífi og haft öruggt húsaskjól fyrir dagvinnulaun. Hann segir verkalýðsforystuna hafa breitt sængina upp fyrir haus þegar harðast var sótt að fólki í kjölfar hrunsins og nú sé breytinga að vænta í kjölfar mikillar endurnýjunar og nýliðunar undanfarið. Það sé mikil áskorun að standa undir væntingum félagsmanna en baráttan muni standa og falla með fólkinu. Baráttumálin sem Ragnar Þór boðaði voru meðal annars gegn verðtryggingu og fyrir lækkun vaxta. Hann vill breytingar á skattkerfinu með áherslu á hækkun persónuafsláttar og innleiða regluverk sem verndar leigjendur. „Það verður ekkert skilið eftir í okkar baráttu sem skiptir ykkur máli. Ykkar kröfur eru okkar baráttumál.“Boðar skæruverkföll ef breytingar verða ekki Ragnar Þór segir það standa til að teikna upp samfélagssáttmála til þriggja eða fjögurra ára og bjóða stjórnvöldum og atvinnulífinu með í það verkefni. Hann segir bæði stjórnvöld og atvinnulíf hafa stigið trylltasta dansinn í sjálftöku og ofurlaunum og að sáttin fáist ekki gefins. „Sú sátt kostar ekki endilega mikið en mun skila langþráðu trausti á kerfin okkar.“ Hann segir þó ekki standa til að fara í allsherjarverkföll, þau séu úrelt og verkfallssjóðir myndu ekki standa undir því. Þess í stað segist hann ætla stunda skæruverkföll. Minni hópar verði sendir í verkföll á fullum launum og það verði gert þar sem það „bítur mest“. Þetta sé gert til þess að stjórnvöld og viðsemjendur fari að taka þeim alvarlega. Ef ekki verði farið að sjást til kerfisbreytinga um næstu áramót munu aðgerðir hefjast. „Okkur er alvara og það er komin tími á að stjórnvöld og viðsemjendur okkar fari að taka okkur alvarlega ef ekki á illa að fara. Ef við verðum ekki farin að sjá til sólar um næstu áramót um mikilvægar kerfisbreytingar munum við hefja aðgerðir. Við ætlum ekki að bíða fram á næsta vor.“
Kjaramál Tengdar fréttir Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur um land allt Í dag er baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, haldinn hátíðlegur um land allt með sérstakri hátíðardagskrá. 1. maí 2018 08:56 Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur um land allt Í dag er baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, haldinn hátíðlegur um land allt með sérstakri hátíðardagskrá. 1. maí 2018 08:56
Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46