Er fýsilegt að banna dieselbíla í Reykjavík til að draga úr loftmengun? Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. febrúar 2018 19:15 Borgarstjórar í Þýskalandi íhuga nú viðbrögð við dómi stjórnsýsludómstólsins í Leipzig um að borgum þar í landi sé heimilt að banna díselbíla til að draga úr loftmengun. Svifryk í Reykjavík hefur reglulega verið yfir heilsuverndarmörkum. Verkfræðistofa sem rannsakaði svifryksmengunina lagði til takmarkanir á umferð díselbíla í borginni. Stjórnsýsludómstóllinn í Leipzig, einn af fimm æðstu alríkisdómstólum Þýskalands, kvað upp þann dóm í gær að þýskum borgum væri heimilt banna umferð mengandi bifreiða, eins og díselbíla, til að auka loftgæði. „Ég er þess fullviss að við getum því aðeins forðast akstursbann að bílaframleiðendur hefjist loks handa við að skipta út eldri dieselvélum og það á þeirra eigin kostnað en ekki skattgreiðenda. Eftir að hafa lesið dóminn tel ég að þetta sé eina lausnin til þess að forðast akstursbann í framtíðinni,“ segir Dieter Reiter borgarstjóri München í samtali við Reuters. „Mikilvægast er fyrir Stuttgart-borg að draga úr mengunarvöldum. Við þurfum að bæta almenningssamgöngur á styttri vegalengdum og hvetja fólk til að breyta samgöngumáta sínum,“ segir Fritz Kuhn borgarstjóri Stuttgart. Málið vekur upp spurningar um hvort hægt væri að innleiða svipað bann í Reykjavík með það fyrir augum að draga úr loftmengun í borginni. Svifryk í Reykjavík hefur á síðustu árum reglulega verið yfir heilsuverndarmörkum og hafa skert loftgæði í borginni verið ítrekað umfjöllunarefni fjölmiðla. Í skýrslu verkfræðistofunnar Eflu um uppruna svifryks í Reykjavík er lagt til að skoðaðar séu leiðir til að draga úr sótmengun. Þar segir: „Vegna þess hversu hlutfall sóts er að mælast hátt og vegna neikvæðra heilsufarsáhrifa þess er ástæða til að rannsaka þennan mengunarþátt nánar og skoða leiðir til að draga úr sótmengun t.d. með takmörkun á umferð dieselbíla sem uppfylla ekki ákveðin útblástursskilyrði.“ Þess má geta Osló hefur nú þegar sett reglur um takmörkun umferðar dieselbíla þegar loftmengun í borginni fer yfir ákveðin viðmið. Þá ætla París, Madríd, Róm, Aþena og Mexíkóborg að banna dieselbíla miðsvæðis fyrir árið 2025. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Borgarstjórar í Þýskalandi íhuga nú viðbrögð við dómi stjórnsýsludómstólsins í Leipzig um að borgum þar í landi sé heimilt að banna díselbíla til að draga úr loftmengun. Svifryk í Reykjavík hefur reglulega verið yfir heilsuverndarmörkum. Verkfræðistofa sem rannsakaði svifryksmengunina lagði til takmarkanir á umferð díselbíla í borginni. Stjórnsýsludómstóllinn í Leipzig, einn af fimm æðstu alríkisdómstólum Þýskalands, kvað upp þann dóm í gær að þýskum borgum væri heimilt banna umferð mengandi bifreiða, eins og díselbíla, til að auka loftgæði. „Ég er þess fullviss að við getum því aðeins forðast akstursbann að bílaframleiðendur hefjist loks handa við að skipta út eldri dieselvélum og það á þeirra eigin kostnað en ekki skattgreiðenda. Eftir að hafa lesið dóminn tel ég að þetta sé eina lausnin til þess að forðast akstursbann í framtíðinni,“ segir Dieter Reiter borgarstjóri München í samtali við Reuters. „Mikilvægast er fyrir Stuttgart-borg að draga úr mengunarvöldum. Við þurfum að bæta almenningssamgöngur á styttri vegalengdum og hvetja fólk til að breyta samgöngumáta sínum,“ segir Fritz Kuhn borgarstjóri Stuttgart. Málið vekur upp spurningar um hvort hægt væri að innleiða svipað bann í Reykjavík með það fyrir augum að draga úr loftmengun í borginni. Svifryk í Reykjavík hefur á síðustu árum reglulega verið yfir heilsuverndarmörkum og hafa skert loftgæði í borginni verið ítrekað umfjöllunarefni fjölmiðla. Í skýrslu verkfræðistofunnar Eflu um uppruna svifryks í Reykjavík er lagt til að skoðaðar séu leiðir til að draga úr sótmengun. Þar segir: „Vegna þess hversu hlutfall sóts er að mælast hátt og vegna neikvæðra heilsufarsáhrifa þess er ástæða til að rannsaka þennan mengunarþátt nánar og skoða leiðir til að draga úr sótmengun t.d. með takmörkun á umferð dieselbíla sem uppfylla ekki ákveðin útblástursskilyrði.“ Þess má geta Osló hefur nú þegar sett reglur um takmörkun umferðar dieselbíla þegar loftmengun í borginni fer yfir ákveðin viðmið. Þá ætla París, Madríd, Róm, Aþena og Mexíkóborg að banna dieselbíla miðsvæðis fyrir árið 2025.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira