Ný gjöld fyrir rútufyrirtæki í Keflavík eru fimm sinnum hærri en á Heathrow Clive Stacey skrifar 28. febrúar 2018 12:53 Discover the World hefur skipulagt sumarleyfisferðir til Íslands í 35 ár og flytur árlega í kringum 14.000 farþega frá Bretlandi til Íslands. Mér skilst að þar með séum við stærsti erlendi ferðaskipuleggjandinn hvað varðar fjölda farþega til landsins. Síðustu árin höfum við átt í talsverðum erfiðleikum með að starfrækja sumarleyfisferðir okkar á Íslandi, þar með talið að kljást við ofmat á íslensku krónunni og mikla aukningu í fjölda ferðamanna, sem hefur aukið álag á innviði í íslenskri ferðaþjónustu. Þrátt fyrir þetta höfum við brotist í gegnum aragrúa af áskorunum og okkur hefur enn tekist að tryggja viðskiptavinum okkar sumarleyfi sem er þeim að skapi. Allan þennan tíma hef ég haldið mig til hlés og ekki tjáð mig um þær áskoranir sem íslensk ferðaþjónusta mætir en nýjasta einhliða aðgerðin sem Isavia stendur fyrir, að rukka gjald fyrir rútur sem sækja farþega á flugvöllinn, finnst mér ákaflega óskynsamleg og óréttlætanleg með öllu. Þar að auki gerir hinn skammi fyrirvari það að verkum að við getum ekki innheimt viðbótarkostnaðinn hjá farþegum okkar. Gjaldið er 19.900 kr. fyrir allar rútur nema þær minnstu og það er u.þ.b. fimm sinnum meira en gjaldið sem er innheimt hjá einum stærsta flugvelli í heimi, Heathrow. Þar er gjaldið 28.98 pund, rúmlega 4.000 kr. Þrátt fyrir fjölmargar fyrirspurnir hefur Isavia ekki útskýrt hvernig þessi tala varð ofan á eða af hverju gjaldið er sett á með svona stuttum fyrirvara. Isavia segir bara að gjaldið verði að greiða. Eitt aðalhlutverk flugvallar er vissulega að hafa flutninga farþega eins snurðulausa og unnt er, og það að útvega viðeigandi búnað til að auðvelda farþegum að koma og fara eftir vegunum er eðlilega brýnt, ekki síst þar sem Keflavík hefur engar járnbrautartengingar. Fjöldi farþega sem hefur átt leið um Keflavík síðustu árin hefur verið langt umfram væntingar og tekjur þar hafa orðið langtum meiri en stjórnendur flugvallarins hafa gert ráð fyrir. Þess vegna er mér fyrirmunað að skilja réttlætinguna fyrir því að rukka út í bláinn fyrir að leggja við flugvöllinn í því skyni einu að sækja farþega. Fyrir vikið stend ég við það að Isavia hafi gefið okkur leyfi til að væna fyrirtækið um að misnota aðstöðu sína og ég hvet það til að endurskoða gjaldheimtuna.Höfundur er forstjóri og stofnandi Discover the World Ltd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Sjá meira
Discover the World hefur skipulagt sumarleyfisferðir til Íslands í 35 ár og flytur árlega í kringum 14.000 farþega frá Bretlandi til Íslands. Mér skilst að þar með séum við stærsti erlendi ferðaskipuleggjandinn hvað varðar fjölda farþega til landsins. Síðustu árin höfum við átt í talsverðum erfiðleikum með að starfrækja sumarleyfisferðir okkar á Íslandi, þar með talið að kljást við ofmat á íslensku krónunni og mikla aukningu í fjölda ferðamanna, sem hefur aukið álag á innviði í íslenskri ferðaþjónustu. Þrátt fyrir þetta höfum við brotist í gegnum aragrúa af áskorunum og okkur hefur enn tekist að tryggja viðskiptavinum okkar sumarleyfi sem er þeim að skapi. Allan þennan tíma hef ég haldið mig til hlés og ekki tjáð mig um þær áskoranir sem íslensk ferðaþjónusta mætir en nýjasta einhliða aðgerðin sem Isavia stendur fyrir, að rukka gjald fyrir rútur sem sækja farþega á flugvöllinn, finnst mér ákaflega óskynsamleg og óréttlætanleg með öllu. Þar að auki gerir hinn skammi fyrirvari það að verkum að við getum ekki innheimt viðbótarkostnaðinn hjá farþegum okkar. Gjaldið er 19.900 kr. fyrir allar rútur nema þær minnstu og það er u.þ.b. fimm sinnum meira en gjaldið sem er innheimt hjá einum stærsta flugvelli í heimi, Heathrow. Þar er gjaldið 28.98 pund, rúmlega 4.000 kr. Þrátt fyrir fjölmargar fyrirspurnir hefur Isavia ekki útskýrt hvernig þessi tala varð ofan á eða af hverju gjaldið er sett á með svona stuttum fyrirvara. Isavia segir bara að gjaldið verði að greiða. Eitt aðalhlutverk flugvallar er vissulega að hafa flutninga farþega eins snurðulausa og unnt er, og það að útvega viðeigandi búnað til að auðvelda farþegum að koma og fara eftir vegunum er eðlilega brýnt, ekki síst þar sem Keflavík hefur engar járnbrautartengingar. Fjöldi farþega sem hefur átt leið um Keflavík síðustu árin hefur verið langt umfram væntingar og tekjur þar hafa orðið langtum meiri en stjórnendur flugvallarins hafa gert ráð fyrir. Þess vegna er mér fyrirmunað að skilja réttlætinguna fyrir því að rukka út í bláinn fyrir að leggja við flugvöllinn í því skyni einu að sækja farþega. Fyrir vikið stend ég við það að Isavia hafi gefið okkur leyfi til að væna fyrirtækið um að misnota aðstöðu sína og ég hvet það til að endurskoða gjaldheimtuna.Höfundur er forstjóri og stofnandi Discover the World Ltd.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar