Birna er fyrsti kvenflugmaðurinn í tæplega 50 ára sögu Flugfélagsins Ernis Birgir Olgeirsson skrifar 28. febrúar 2018 10:48 Birna Borg Gunnarsdóttir, flugmaður Flugfélagsins Ernis. Flugfélagið Ernir. Þau tímamót urðu í 50 ára sögu Flugfélagsins Ernis í gær að fyrsti kvenflugmaðurinn tók til starfa þar. Flugmaðurinn er hin tæplega 22 ára gamla Birna Borg Gunnarsdóttir en hún á ekki langt að sækja hæfileikana. Afi hennar, Hörður Guðmundsson, er forstjóri Flugfélagsins Ernis og hann segir í samtali við Vísi flugmannastéttina hafa verið karllæga lengi og kominn tími til að leyfa ungu og efnilegu fólki að spreyta sig. „Þetta er stúlka sem hefur staðið sig ákaflega vel í öllu sem hún hefur gert í sínu stutta lífi,“ segir Hörður. Hann lýsir barnabarni sínu sem algjörum ás í skóla. „Hún hefur velt upp öllum prófum. Hún fór á námskeið hjá Flugskóla Íslands í sambandi við þjálfun á þessa vél sem við notum þar sem hún tók hæsta prófið. Svo var hún send til Hollands í flughermi og hún hefur velt þessu alveg upp og staðið sig með mikilli prýði.“„Má ekki líða fyrir að vera dóttir mömmu sinnar“ Birna Borg er dóttir Lilju Dóru Harðardóttur, sem er dóttir Harðar. Faðir Birnu er Gunnar Örn Hauksson, flugstjóri hjá Icelandair, og er bróðir hennar Haukur Gunnarsson flugmaður hjá Icelandair. „Hún er barnabarn mitt þessi stúlka, og það verður að gefa þeim séns. Hún má ekki líða fyrir að vera dóttir mömmu sinnar.“ Hörður segir Birnu Borg hafa velt því fyrir sér hvort hún ætti að leggja fyrir sig flugið eða fara að nám í verkfræði. „Hún er svo mikill námsmaður þessi stelpa að hún sagðist ætla að taka flugið fyrst því hún gæti alltaf tekið verkfræðina seinna.“Með ólíkindum hvað unga fólkið er frábært Hann segir framtíðina bjarta þegar kemur að æsku landsins. „Það er svo mikið af flottu ungu fólki til maður. Það er alveg með ólíkindum. Þó það séu alltaf einhverjir til vandræða einhvers staðar, þá er unga fólkið okkar bara svo frábært yfir höfuð.“Hörður Guðmundsson, forstjóri og eigandi Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Birna hóf störf hjá Flugfélaginu Erni í gær og var hennar fyrsta verk að fljúga með sautján manns á vegum samgönguráðuneytisins frá Reykavík til Sauðárkróks. „Það er bara gaman að þessu. Þessi stétt hefur verið svo karllæg lengi að það er allt í lagi að fá unga fólkið inn og leyfa því að spreyta sig á þessu,“ segir Hörður.Fjórir flugmenn ráðnir Flugfélagið Ernir var stofnað árið 1970, eða fyrir 48 árum. Hörður byrjaði á sex sæta Cessnu 185 en festi nýlega kaup á 32 sæta hraðfleygri skrúfuþotu. Hörður lýsti miklum vexti í innanlandsflugi í samtali við fréttir Stöðvar 2 fyrir skömmu en hann segir við Vísi að fjórir flugmenn hafi verið ráðnir til viðbótar. Tveir þeirra eru í þjálfun og tveir aðrir á leið í þjálfun á næstu mánuðum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Þau tímamót urðu í 50 ára sögu Flugfélagsins Ernis í gær að fyrsti kvenflugmaðurinn tók til starfa þar. Flugmaðurinn er hin tæplega 22 ára gamla Birna Borg Gunnarsdóttir en hún á ekki langt að sækja hæfileikana. Afi hennar, Hörður Guðmundsson, er forstjóri Flugfélagsins Ernis og hann segir í samtali við Vísi flugmannastéttina hafa verið karllæga lengi og kominn tími til að leyfa ungu og efnilegu fólki að spreyta sig. „Þetta er stúlka sem hefur staðið sig ákaflega vel í öllu sem hún hefur gert í sínu stutta lífi,“ segir Hörður. Hann lýsir barnabarni sínu sem algjörum ás í skóla. „Hún hefur velt upp öllum prófum. Hún fór á námskeið hjá Flugskóla Íslands í sambandi við þjálfun á þessa vél sem við notum þar sem hún tók hæsta prófið. Svo var hún send til Hollands í flughermi og hún hefur velt þessu alveg upp og staðið sig með mikilli prýði.“„Má ekki líða fyrir að vera dóttir mömmu sinnar“ Birna Borg er dóttir Lilju Dóru Harðardóttur, sem er dóttir Harðar. Faðir Birnu er Gunnar Örn Hauksson, flugstjóri hjá Icelandair, og er bróðir hennar Haukur Gunnarsson flugmaður hjá Icelandair. „Hún er barnabarn mitt þessi stúlka, og það verður að gefa þeim séns. Hún má ekki líða fyrir að vera dóttir mömmu sinnar.“ Hörður segir Birnu Borg hafa velt því fyrir sér hvort hún ætti að leggja fyrir sig flugið eða fara að nám í verkfræði. „Hún er svo mikill námsmaður þessi stelpa að hún sagðist ætla að taka flugið fyrst því hún gæti alltaf tekið verkfræðina seinna.“Með ólíkindum hvað unga fólkið er frábært Hann segir framtíðina bjarta þegar kemur að æsku landsins. „Það er svo mikið af flottu ungu fólki til maður. Það er alveg með ólíkindum. Þó það séu alltaf einhverjir til vandræða einhvers staðar, þá er unga fólkið okkar bara svo frábært yfir höfuð.“Hörður Guðmundsson, forstjóri og eigandi Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Birna hóf störf hjá Flugfélaginu Erni í gær og var hennar fyrsta verk að fljúga með sautján manns á vegum samgönguráðuneytisins frá Reykavík til Sauðárkróks. „Það er bara gaman að þessu. Þessi stétt hefur verið svo karllæg lengi að það er allt í lagi að fá unga fólkið inn og leyfa því að spreyta sig á þessu,“ segir Hörður.Fjórir flugmenn ráðnir Flugfélagið Ernir var stofnað árið 1970, eða fyrir 48 árum. Hörður byrjaði á sex sæta Cessnu 185 en festi nýlega kaup á 32 sæta hraðfleygri skrúfuþotu. Hörður lýsti miklum vexti í innanlandsflugi í samtali við fréttir Stöðvar 2 fyrir skömmu en hann segir við Vísi að fjórir flugmenn hafi verið ráðnir til viðbótar. Tveir þeirra eru í þjálfun og tveir aðrir á leið í þjálfun á næstu mánuðum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15