Intersex og umskurður Hanna Katrín Friðriksson skrifar 28. febrúar 2018 07:00 Umræðan tekur stundum á sig áhugaverðar myndir. Ég sat á dögunum málþing um réttindi og líkamlega friðhelgi intersex fólks, þar með talið barna. Í gegnum tíðina hefur intersex fólk, fólk sem fæðist með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, verið látið sæta róttækum og oft óafturkræfum inngripum s.s. skurðaðgerðum og hormónameðferðum til að laga kyneinkenni þeirra að væntingum um dæmigert útlit og form. Oft eru inngripin framkvæmd á ungbörnum sem geta ekki tekið þátt í ákvörðuninni, þrátt fyrir að bið myndi ekki stefna líkamlegri heilsu þeirra í hættu, en inngripið gæti sannarlega falið í sér alvarlegar líkamlegar og andlegar afleiðingar. Á síðustu árum hefur þó orðið mikill viðsnúningur hér á landi samhliða vitundarvakningu á erlendri grund. Malta varð árið 2015 fyrst ríkja til að lögfesta líkamlega friðhelgi intersex fólks, þ.m.t. barna, og sambærileg vinna er hafin víðar í Evrópu, m.a. á Íslandi. Það eru góðu fréttirnar. Markmiðið er að það verði – loksins – skýrt kveðið á í lögum að læknisfræðileg inngrip á intersex börnum verði bönnuð nema um nauðsynlegar aðgerðir sé að ræða sem ekki er hægt að forðast eða fresta þar til einstaklingur getur tekið upplýsta ákvörðun um slíkt. En aftur að samfélagsumræðunni og skrítnum birtingarmyndum. Það er ekki ofsögum sagt að fjölmiðlar og samfélagsmiðlar hafi verið uppfullir síðustu daga af umfjöllun um læknisfræðilega ónauðsynleg, óafturkræf inngrip í líkama barna með oft verulega neikvæðum afleiðingum. En réttindi og velferð intersex barna voru þar ekki í forgrunni, heldur nýlegt frumvarp sem er til umræðu á Alþingi og varðar bann við umskurði drengja að viðlögðum fangelsisdómi til allt að sex ára. Frumvarpið er mjög umdeilt eins og flestir hafa líklega orðið varir við. En yfirlýstir stuðningsmenn eru líka fjölmargir, m.a. úr röðum lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Er til of mikils ætlast að fara fram á sama áhuga og umhyggju fyrir velferð intersex barna? Við þurfum að festa vernd þessa hóps í lög sem fyrst.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Umræðan tekur stundum á sig áhugaverðar myndir. Ég sat á dögunum málþing um réttindi og líkamlega friðhelgi intersex fólks, þar með talið barna. Í gegnum tíðina hefur intersex fólk, fólk sem fæðist með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, verið látið sæta róttækum og oft óafturkræfum inngripum s.s. skurðaðgerðum og hormónameðferðum til að laga kyneinkenni þeirra að væntingum um dæmigert útlit og form. Oft eru inngripin framkvæmd á ungbörnum sem geta ekki tekið þátt í ákvörðuninni, þrátt fyrir að bið myndi ekki stefna líkamlegri heilsu þeirra í hættu, en inngripið gæti sannarlega falið í sér alvarlegar líkamlegar og andlegar afleiðingar. Á síðustu árum hefur þó orðið mikill viðsnúningur hér á landi samhliða vitundarvakningu á erlendri grund. Malta varð árið 2015 fyrst ríkja til að lögfesta líkamlega friðhelgi intersex fólks, þ.m.t. barna, og sambærileg vinna er hafin víðar í Evrópu, m.a. á Íslandi. Það eru góðu fréttirnar. Markmiðið er að það verði – loksins – skýrt kveðið á í lögum að læknisfræðileg inngrip á intersex börnum verði bönnuð nema um nauðsynlegar aðgerðir sé að ræða sem ekki er hægt að forðast eða fresta þar til einstaklingur getur tekið upplýsta ákvörðun um slíkt. En aftur að samfélagsumræðunni og skrítnum birtingarmyndum. Það er ekki ofsögum sagt að fjölmiðlar og samfélagsmiðlar hafi verið uppfullir síðustu daga af umfjöllun um læknisfræðilega ónauðsynleg, óafturkræf inngrip í líkama barna með oft verulega neikvæðum afleiðingum. En réttindi og velferð intersex barna voru þar ekki í forgrunni, heldur nýlegt frumvarp sem er til umræðu á Alþingi og varðar bann við umskurði drengja að viðlögðum fangelsisdómi til allt að sex ára. Frumvarpið er mjög umdeilt eins og flestir hafa líklega orðið varir við. En yfirlýstir stuðningsmenn eru líka fjölmargir, m.a. úr röðum lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Er til of mikils ætlast að fara fram á sama áhuga og umhyggju fyrir velferð intersex barna? Við þurfum að festa vernd þessa hóps í lög sem fyrst.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun