Húseigendur á móti íbúðum í Skeifunni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Megingönguás um Skeifuna á að liggja milli húsa númer 5 og 7 og ná út að Suðurlandsbraut þar sem biðstöð Borgarlínu verður. Kanon Arkitektar „Veigamikil grundvallaratriði í tillögunni eru algerlega órökstudd og forsendur ekki ljósar,“ segja eigendur yfir helmings húsnæðis í Skeifunni í sameiginlegu bréfi vegna tillagna um breytingar á skipulagi hverfisins. Samkvæmt tillögu að rammaskipulagi sem Kanon Arkitektar hafa unnið fyrir Reykjavíkurborg á að rísa á grunni núverandi byggðar í Skeifunni „virkur miðkjarni í borginni, blönduð borgarbyggð með sjálfbærni að leiðarljósi“, eins og segir um meginmarkmiðin. Í stað dreifðrar byggðar verði „til fjölbreytt, hagkvæm og sveigjanleg byggð, þróuð og unnin í samráði við hagsmunaaðila á svæðinu“. Þá segir að hugmyndin sé „að Skeifan þróist hægum, öruggum skrefum í átt að heildstæðu borgarhverfi, samblandi íbúða, atvinnu og þjónustu“ sem verði í góðum tengslum við nærliggjandi hverfi. „Ásýnd Skeifunnar og starfsemi mun smám saman verða fjölbreyttari og höfða betur til borgarbúa.“ Fyrrnefndir fasteignaeigendur segja að í gagnrýni þeirra vegi þyngst að ekki sé með neinum hætti farið yfir skipulagsforsendurnar með hliðsjón af efnahagslegum forsendum þess umbreytingarferlis sem Reykjavíkurborg sjái fyrir sér að þarna verði.Umræða hófst um framtíðarskipulag Skeifunnar eftir stórbruna sem þar varð að kvöldi dags 6. júlí árið 2014.Vísir/vilhelm„Það er mikið hagsmunamál fyrir eigendur og rekstraraðila að slík þróun verði ekki tilviljanakennd enda getur ómarkvisst skipulag og uppbygging eyðilagt svæðið í nútíð og framtíð og þau verðmæti og rekstur sem þar er í dag,“ segja húseigendurnir. „Af þessum sökum er mjög erfitt að leggja mat á hvort tillagan sé raunhæf og hvaða áhrif hún hefur til lengri og skemmri tíma.“ Húseigendurnir varpa fram nokkrum spurningum sem þeir segja dæmi um mikilvæg atriði sem svara þurfi. Benda þeir meðal annars á sérstöðu Skeifunnar sem 20 hektara svæðis sem afmarkað sé af mjög fjölförnum umferðargötum og steinsnar frá skurðpunkti meginarma höfuðborgarsvæðisins. „Hvers vegna ætti ekki að nýta þessa sérstöðu og leggja áherslu á aðgengilega verslun og þjónustu sem skírskotar til höfuðborgarsvæðisins alls, auk mögulega skrifstofurýmis?“ spyrja eigendur í Skeifunni sem undirstrika þó að þeir séu ekki andsnúnir nýju skipulagi. Það þurfi hins vegar að „byggja á ítarlegri skoðun á eðli núverandi starfsemi og rekstrar á svæðinu og þeim hagrænu þáttum sem munu, óháð skipulagslegri sýn, hafa áhrif á uppbyggingu og rekstur“. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
„Veigamikil grundvallaratriði í tillögunni eru algerlega órökstudd og forsendur ekki ljósar,“ segja eigendur yfir helmings húsnæðis í Skeifunni í sameiginlegu bréfi vegna tillagna um breytingar á skipulagi hverfisins. Samkvæmt tillögu að rammaskipulagi sem Kanon Arkitektar hafa unnið fyrir Reykjavíkurborg á að rísa á grunni núverandi byggðar í Skeifunni „virkur miðkjarni í borginni, blönduð borgarbyggð með sjálfbærni að leiðarljósi“, eins og segir um meginmarkmiðin. Í stað dreifðrar byggðar verði „til fjölbreytt, hagkvæm og sveigjanleg byggð, þróuð og unnin í samráði við hagsmunaaðila á svæðinu“. Þá segir að hugmyndin sé „að Skeifan þróist hægum, öruggum skrefum í átt að heildstæðu borgarhverfi, samblandi íbúða, atvinnu og þjónustu“ sem verði í góðum tengslum við nærliggjandi hverfi. „Ásýnd Skeifunnar og starfsemi mun smám saman verða fjölbreyttari og höfða betur til borgarbúa.“ Fyrrnefndir fasteignaeigendur segja að í gagnrýni þeirra vegi þyngst að ekki sé með neinum hætti farið yfir skipulagsforsendurnar með hliðsjón af efnahagslegum forsendum þess umbreytingarferlis sem Reykjavíkurborg sjái fyrir sér að þarna verði.Umræða hófst um framtíðarskipulag Skeifunnar eftir stórbruna sem þar varð að kvöldi dags 6. júlí árið 2014.Vísir/vilhelm„Það er mikið hagsmunamál fyrir eigendur og rekstraraðila að slík þróun verði ekki tilviljanakennd enda getur ómarkvisst skipulag og uppbygging eyðilagt svæðið í nútíð og framtíð og þau verðmæti og rekstur sem þar er í dag,“ segja húseigendurnir. „Af þessum sökum er mjög erfitt að leggja mat á hvort tillagan sé raunhæf og hvaða áhrif hún hefur til lengri og skemmri tíma.“ Húseigendurnir varpa fram nokkrum spurningum sem þeir segja dæmi um mikilvæg atriði sem svara þurfi. Benda þeir meðal annars á sérstöðu Skeifunnar sem 20 hektara svæðis sem afmarkað sé af mjög fjölförnum umferðargötum og steinsnar frá skurðpunkti meginarma höfuðborgarsvæðisins. „Hvers vegna ætti ekki að nýta þessa sérstöðu og leggja áherslu á aðgengilega verslun og þjónustu sem skírskotar til höfuðborgarsvæðisins alls, auk mögulega skrifstofurýmis?“ spyrja eigendur í Skeifunni sem undirstrika þó að þeir séu ekki andsnúnir nýju skipulagi. Það þurfi hins vegar að „byggja á ítarlegri skoðun á eðli núverandi starfsemi og rekstrar á svæðinu og þeim hagrænu þáttum sem munu, óháð skipulagslegri sýn, hafa áhrif á uppbyggingu og rekstur“.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira