Húseigendur á móti íbúðum í Skeifunni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Megingönguás um Skeifuna á að liggja milli húsa númer 5 og 7 og ná út að Suðurlandsbraut þar sem biðstöð Borgarlínu verður. Kanon Arkitektar „Veigamikil grundvallaratriði í tillögunni eru algerlega órökstudd og forsendur ekki ljósar,“ segja eigendur yfir helmings húsnæðis í Skeifunni í sameiginlegu bréfi vegna tillagna um breytingar á skipulagi hverfisins. Samkvæmt tillögu að rammaskipulagi sem Kanon Arkitektar hafa unnið fyrir Reykjavíkurborg á að rísa á grunni núverandi byggðar í Skeifunni „virkur miðkjarni í borginni, blönduð borgarbyggð með sjálfbærni að leiðarljósi“, eins og segir um meginmarkmiðin. Í stað dreifðrar byggðar verði „til fjölbreytt, hagkvæm og sveigjanleg byggð, þróuð og unnin í samráði við hagsmunaaðila á svæðinu“. Þá segir að hugmyndin sé „að Skeifan þróist hægum, öruggum skrefum í átt að heildstæðu borgarhverfi, samblandi íbúða, atvinnu og þjónustu“ sem verði í góðum tengslum við nærliggjandi hverfi. „Ásýnd Skeifunnar og starfsemi mun smám saman verða fjölbreyttari og höfða betur til borgarbúa.“ Fyrrnefndir fasteignaeigendur segja að í gagnrýni þeirra vegi þyngst að ekki sé með neinum hætti farið yfir skipulagsforsendurnar með hliðsjón af efnahagslegum forsendum þess umbreytingarferlis sem Reykjavíkurborg sjái fyrir sér að þarna verði.Umræða hófst um framtíðarskipulag Skeifunnar eftir stórbruna sem þar varð að kvöldi dags 6. júlí árið 2014.Vísir/vilhelm„Það er mikið hagsmunamál fyrir eigendur og rekstraraðila að slík þróun verði ekki tilviljanakennd enda getur ómarkvisst skipulag og uppbygging eyðilagt svæðið í nútíð og framtíð og þau verðmæti og rekstur sem þar er í dag,“ segja húseigendurnir. „Af þessum sökum er mjög erfitt að leggja mat á hvort tillagan sé raunhæf og hvaða áhrif hún hefur til lengri og skemmri tíma.“ Húseigendurnir varpa fram nokkrum spurningum sem þeir segja dæmi um mikilvæg atriði sem svara þurfi. Benda þeir meðal annars á sérstöðu Skeifunnar sem 20 hektara svæðis sem afmarkað sé af mjög fjölförnum umferðargötum og steinsnar frá skurðpunkti meginarma höfuðborgarsvæðisins. „Hvers vegna ætti ekki að nýta þessa sérstöðu og leggja áherslu á aðgengilega verslun og þjónustu sem skírskotar til höfuðborgarsvæðisins alls, auk mögulega skrifstofurýmis?“ spyrja eigendur í Skeifunni sem undirstrika þó að þeir séu ekki andsnúnir nýju skipulagi. Það þurfi hins vegar að „byggja á ítarlegri skoðun á eðli núverandi starfsemi og rekstrar á svæðinu og þeim hagrænu þáttum sem munu, óháð skipulagslegri sýn, hafa áhrif á uppbyggingu og rekstur“. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira
„Veigamikil grundvallaratriði í tillögunni eru algerlega órökstudd og forsendur ekki ljósar,“ segja eigendur yfir helmings húsnæðis í Skeifunni í sameiginlegu bréfi vegna tillagna um breytingar á skipulagi hverfisins. Samkvæmt tillögu að rammaskipulagi sem Kanon Arkitektar hafa unnið fyrir Reykjavíkurborg á að rísa á grunni núverandi byggðar í Skeifunni „virkur miðkjarni í borginni, blönduð borgarbyggð með sjálfbærni að leiðarljósi“, eins og segir um meginmarkmiðin. Í stað dreifðrar byggðar verði „til fjölbreytt, hagkvæm og sveigjanleg byggð, þróuð og unnin í samráði við hagsmunaaðila á svæðinu“. Þá segir að hugmyndin sé „að Skeifan þróist hægum, öruggum skrefum í átt að heildstæðu borgarhverfi, samblandi íbúða, atvinnu og þjónustu“ sem verði í góðum tengslum við nærliggjandi hverfi. „Ásýnd Skeifunnar og starfsemi mun smám saman verða fjölbreyttari og höfða betur til borgarbúa.“ Fyrrnefndir fasteignaeigendur segja að í gagnrýni þeirra vegi þyngst að ekki sé með neinum hætti farið yfir skipulagsforsendurnar með hliðsjón af efnahagslegum forsendum þess umbreytingarferlis sem Reykjavíkurborg sjái fyrir sér að þarna verði.Umræða hófst um framtíðarskipulag Skeifunnar eftir stórbruna sem þar varð að kvöldi dags 6. júlí árið 2014.Vísir/vilhelm„Það er mikið hagsmunamál fyrir eigendur og rekstraraðila að slík þróun verði ekki tilviljanakennd enda getur ómarkvisst skipulag og uppbygging eyðilagt svæðið í nútíð og framtíð og þau verðmæti og rekstur sem þar er í dag,“ segja húseigendurnir. „Af þessum sökum er mjög erfitt að leggja mat á hvort tillagan sé raunhæf og hvaða áhrif hún hefur til lengri og skemmri tíma.“ Húseigendurnir varpa fram nokkrum spurningum sem þeir segja dæmi um mikilvæg atriði sem svara þurfi. Benda þeir meðal annars á sérstöðu Skeifunnar sem 20 hektara svæðis sem afmarkað sé af mjög fjölförnum umferðargötum og steinsnar frá skurðpunkti meginarma höfuðborgarsvæðisins. „Hvers vegna ætti ekki að nýta þessa sérstöðu og leggja áherslu á aðgengilega verslun og þjónustu sem skírskotar til höfuðborgarsvæðisins alls, auk mögulega skrifstofurýmis?“ spyrja eigendur í Skeifunni sem undirstrika þó að þeir séu ekki andsnúnir nýju skipulagi. Það þurfi hins vegar að „byggja á ítarlegri skoðun á eðli núverandi starfsemi og rekstrar á svæðinu og þeim hagrænu þáttum sem munu, óháð skipulagslegri sýn, hafa áhrif á uppbyggingu og rekstur“.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira