Tímamót Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 07:00 Það er stundum talað um tímamót. Ég hef bara lifað í næstum 25 ár, sem er ekkert til að stæra sig af – margir hafa gert töluvert betur – og tímamótin örfá og stopul eftir því. En nú vill svo til að ég stend mitt á einum slíkum, tímamótum. Í dag segi ég skilið við frístundaheimilið, sem ég hef skrifað svolítið um hér á baksíðunni, og þar með lýkur fimm ára persónulegri vegferð minni um gjöfula akra barnagæslu. Frá og með deginum í dag verður þetta allt saman að fortíð. Nístandi gul endurskinsvesti, útivera í öllum veðrum, flatkökur með kæfu og brandarar sem snúast ekki um neitt. Búið. Og lexían er, held ég, þessi: Tímamót eru snúin. Óttablandinn léttir og kæruleysislegur kvíði. Þetta gerjast allt innra með manni á vendipunktum í lífinu. Það er erfitt að kveðja það sem er gamalt, gott og kunnuglegt og það er kannski enn erfiðara að ganga hnarreistur inn í óvissuna og sprengja utan af sér þægindafjötrana. Þegar eftirsjáin byrjar svo að naga mann, til dæmis þegar börnin á frístundaheimilinu verða allt í einu að englum síðustu vikuna í vinnunni og efinn hreiðrar um sig, er gott að leita skjóls í klisjum. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur,“ eru ágæt sannindi upp á framhaldið og annað sem er gott að muna er „lifðu í núinu“ og svo þarf maður líka að hafa „gríptu tækifærið“ til hliðsjónar. Það er stundum talað um tímamót. Þetta blessast allt saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það er stundum talað um tímamót. Ég hef bara lifað í næstum 25 ár, sem er ekkert til að stæra sig af – margir hafa gert töluvert betur – og tímamótin örfá og stopul eftir því. En nú vill svo til að ég stend mitt á einum slíkum, tímamótum. Í dag segi ég skilið við frístundaheimilið, sem ég hef skrifað svolítið um hér á baksíðunni, og þar með lýkur fimm ára persónulegri vegferð minni um gjöfula akra barnagæslu. Frá og með deginum í dag verður þetta allt saman að fortíð. Nístandi gul endurskinsvesti, útivera í öllum veðrum, flatkökur með kæfu og brandarar sem snúast ekki um neitt. Búið. Og lexían er, held ég, þessi: Tímamót eru snúin. Óttablandinn léttir og kæruleysislegur kvíði. Þetta gerjast allt innra með manni á vendipunktum í lífinu. Það er erfitt að kveðja það sem er gamalt, gott og kunnuglegt og það er kannski enn erfiðara að ganga hnarreistur inn í óvissuna og sprengja utan af sér þægindafjötrana. Þegar eftirsjáin byrjar svo að naga mann, til dæmis þegar börnin á frístundaheimilinu verða allt í einu að englum síðustu vikuna í vinnunni og efinn hreiðrar um sig, er gott að leita skjóls í klisjum. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur,“ eru ágæt sannindi upp á framhaldið og annað sem er gott að muna er „lifðu í núinu“ og svo þarf maður líka að hafa „gríptu tækifærið“ til hliðsjónar. Það er stundum talað um tímamót. Þetta blessast allt saman.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar