Englendingar urðu síðasta liðið til þess að tryggja sig áfram í 8-liða úrslit HM í Rússlandi með sigri á Kólumbíu í vítaspyrnukeppni í kvöld. Nú er því ljóst hvernig 8-liða úrslitin verða.
Það var ljóst fyrir fram hvernig niðurröðunin yrði því ekki er dregið í viðureignir heldur eru þær allar fyrirfram skipulagðar.
Á föstudaginn fara fram tveir stórleikir en á laugardag eru leikir sem eru á pappírnum kannski ekki eins spennandi.
Föstudagur 6. júlí:
14:00 Úrúgvæ - Frakkland
18:00 Brasilía - Belgía
Laugardagur 7. júlí:
14:00 Svíþjóð - England
18:00 Rússland - Króatía

