Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum heyrum við í Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra sem segir ljósmæður ekki hafa dregist aftur úr öðrum hópum í launum. Íslenska samningakerfið sé hins vegar meingallað en það sé ekki vænlegt til árangurs að úthúða honum.

Þá förum við yfir launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja sem hækkuðu að meðaltali um 24 prósent á síðasta ári, langt umfram almennar launahækkanir. Fjármálaráðherra segir þetta kalla á skýringar.

Verkfræðingafélag Íslands athugasemdir við ráðningu nýs forstjóra Vegagerðarinnar. Og við fylgjum norska flækingskettinum Pus sem kom til Íslands eftir átján daga í gámi, aftur til síns heima í Álasundi í Noregi.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×