Fótbolti

Fékk að vita það rétt fyrir Argentínuleikinn að það væri búið að ræna föður hans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikel John Obi.
Mikel John Obi. Vísir/Getty
Mikel John Obi, fyrirliði Nígeríu, spilaði leikinn mikilvæga á móti Argentínu, undir mjög erfiðum kringumstæðum. Hann fékk hræðilegar fréttir en mátti ekki segja neinum frá því.

Mikel frétti það skömmu fyrir leikinn að það væri búið að ræna föður hans og hann yrði myrtur ef hann léti einhven vita.

Nokkrum tímum seinna leiddi Obi Mikel nígeríska landsliðið inn á völlinn en hann hafði fengið þetta hyllilega símtal í rútunni á leiðinni á leikvanginn.

Fjölskyldumeðlimur hringdi þá í Mikel og sagði að hann þyrfti að hringja í ákveðið númer. Þegar Mikel gerði það þá kröfðust mannræingjarnir  lausnargjalds.





Pa Michael Obi, föður Mikel John Obi, var rænt í suðausturhluta Nígeríu þegar hann var á leiðinni í jarðaför. Lögreglunni tókst að frelsa hann en ekki fyrr en faðirinn hafði verið pyntaður í viku. Hann liggur nú á spítala og er að jafna sig.

Þetta er í annað skiptið sem föður Mikel John Obi er rænt en það gerðist einnig í ágúst 2011.

Mikel John Obi spilaði allar 90 mínúturnar í SArgentínuleiknum þrátt fyrir þessar skelfilegu fréttir en nígeríska liðið tapaði 2-1 og féll þar með úr leik.

„Ég var ringlaður og vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég vissi samt að ég gat ekki valdið 180 milljónum Nígeríumanna vonbrigðum. Ég reyndi að útiloka þetta og fór út og spilaði fyrir landið mitt. Ég mátti ekki láta neinn vita í þjálfaraliðinu eða í nígeríska sambandinu. Aðeins mínir bestu vinir vissu af þessu,“ sagði Mikel John Obi við Guardian.

Mikel John Obi þakkaði lögreglunni fyrir sín störf og það að þeim tókst að frelsa föðurs hans úr prísundinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×