Safna fé til að flytja lík nepalskrar konu til fjölskyldu sinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2018 12:37 Nichole Leigh Mosty Vísir/Eyþór Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, leitar að fjárhagslegri aðstoð við að koma líki konu frá Nepal til heimalandsins. Konan svipti sig lífi á dögunum og vekur Nichole athygli á því hve einangraðar konur af erlendum uppruna upplifi sig oft á tíðum hér á landi. Konur af erlendum uppruna stigu fram í krafti fjöldans í #metoo byltingunni í janúar. Tæplega hundrað konur undirrituðu yfirlýsingu þar sem fram kom að frásagnir þeirra væru ofnar úr fordómum, mismunun, markvissu niðurbroti, vanrækslu, útilokun og misnotkun. „Margar okkar hafa upplifað það að hafa verið yfirgefnar og einangraðar af hálfu þeirra sem þær treystu. Með því að sameinast um frásagnir hafa augu okkar hins vegar opnast fyrir því að samfélagið hefur um langa hríð snúið blinda auganu að ýmsu misjöfnu sem átt hefur sér stað gagnvart konum af erlendum uppruna. Framkomu sem hefur leitt til þess að margar okkar upplifa sig ekki öruggar og að mörgum okkar finnst við ekki eiga sama rétt til verndar, aðstöðu og réttinda í íslensku samfélagi.“ Nichole vill ekki fara of djúpt í hagi konunnar sem svipti sig lífi. Hún hafi þó verið í sambandi, verið í vinnu og hluti af samfélagi. „Samt dó hún ein,“ segir Nichole. Henni finnist mjög erfitt að hugsa til þess að konan hafi svipt sig lífi frekar en að leita til fólks í hennar nærsamfélagi og þeim kerfum sem séu til staðar til að vernda og styðja við konuna. Nichole aðstoðar Félag Nepala á Íslandi við að fjármagna flutning á líki konunnar til fjölskyldu hennar í Nepal. Nepali Association of Iceland Reik.0133-15-380330 kt - 511012-0820 Í skýringu sé best að skrifa Funeral MeToo Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Sjá meira
Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, leitar að fjárhagslegri aðstoð við að koma líki konu frá Nepal til heimalandsins. Konan svipti sig lífi á dögunum og vekur Nichole athygli á því hve einangraðar konur af erlendum uppruna upplifi sig oft á tíðum hér á landi. Konur af erlendum uppruna stigu fram í krafti fjöldans í #metoo byltingunni í janúar. Tæplega hundrað konur undirrituðu yfirlýsingu þar sem fram kom að frásagnir þeirra væru ofnar úr fordómum, mismunun, markvissu niðurbroti, vanrækslu, útilokun og misnotkun. „Margar okkar hafa upplifað það að hafa verið yfirgefnar og einangraðar af hálfu þeirra sem þær treystu. Með því að sameinast um frásagnir hafa augu okkar hins vegar opnast fyrir því að samfélagið hefur um langa hríð snúið blinda auganu að ýmsu misjöfnu sem átt hefur sér stað gagnvart konum af erlendum uppruna. Framkomu sem hefur leitt til þess að margar okkar upplifa sig ekki öruggar og að mörgum okkar finnst við ekki eiga sama rétt til verndar, aðstöðu og réttinda í íslensku samfélagi.“ Nichole vill ekki fara of djúpt í hagi konunnar sem svipti sig lífi. Hún hafi þó verið í sambandi, verið í vinnu og hluti af samfélagi. „Samt dó hún ein,“ segir Nichole. Henni finnist mjög erfitt að hugsa til þess að konan hafi svipt sig lífi frekar en að leita til fólks í hennar nærsamfélagi og þeim kerfum sem séu til staðar til að vernda og styðja við konuna. Nichole aðstoðar Félag Nepala á Íslandi við að fjármagna flutning á líki konunnar til fjölskyldu hennar í Nepal. Nepali Association of Iceland Reik.0133-15-380330 kt - 511012-0820 Í skýringu sé best að skrifa Funeral
MeToo Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Sjá meira