Yfirmenn heilbrigðiskerfisins fyrir velferðarnefnd vegna ljósmæðra Heimir Már Pétursson skrifar 3. júlí 2018 12:12 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem komin er upp í kjaradeilu ljósmæðra. Fulltrúi í nefndinni segir þetta ástand ekki geta varað lengur þótt vissulega þurfi að horfa til samninga annarra hópa þegar samið verði við ljósmæður. Síðasti sáttafundur í kjaradeilu ljósmæðra var hjá ríkissáttasemjara síðast liðinn fimmtudag og hefur ekki verið boðað til annars fundar fyrr en á næsta fimmtudag. Deiluaðilar segja samninga á byrjunarreit eftir að undirritaður samningur var felldur í síðasta mánuði. Tólf ljósmæður hafa þegar hætt störfum á Landspítalanum en átján uppsagnir til viðbótar taka gildi á næstu þremur mánuðum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir varamaður Ólafs Þórs Gunnarssonar þingmanns Vinstri grænna í velferðarnefnd Alþingis segist hafa áhyggjur af stöðunni neins og þorri allra landsmanna. „Enda svosem ástæða til. Þetta er mikilvæg stétt eins og svo margar aðrar bæði í heilbrigðisgeiranum og annars staðar. Þetta er búið að vara of lengi og það þarf að finna út úr því hvernig hægt er að leysa þetta. Þetta er viðkvæm og flókin staða en það er auðvitað verkefni að finna einhverja lausn á þessu,“ segir Bjarkey. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og að öllum líkindum landlæknir mæta fyrir velferðarnefnd síðar í dag til að fara yfir stöðuna með nefndarfólki. Bjarkey segir vonbrigði að samningur sem undirritaður var í síðasta mánuði var felldur í atkvæðagreiðslu ljósmæðra. En heilbrigðisráðherra hafði sett inn aukið fé til starfsemi ljósmæðra til að liðka fyrir samningum. „Auðvitað eru alltaf vonbrigði þegar búið er að leggja töluvert á sig til að reyna að ná saman. Þá eru alltaf vonbrigði þegar það ekki gengur upp. En staðan er auðvitað bara svona núna og á hana verður að horfa með þeim gleraugum að hana þurfi að leysa. Ég trúi því að það nái saman fyrir rest. Ég vona það að minnsta kosti,“ segir Bjarkey. Hún voni að stjórnvöld þurfi ekki að grípa inn í deiluna. Það yrði aðeins gert í lengstu lög og enginn vildi standa í slíkri aðgerð. Ljósmæður hafa lýst óánægju með afstöðu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í málinu. Hann hefur sagt að kröfur þeirra myndu hleypa öðrum samningum í uppnám yrði gengið að þeim óbreyttum. Bjarkey segir að skoða þurfi málið frá mörgum hliðum. Hún hafi teklið eftir því þegar VR og fleiri lýstu stuðningi við ljósmæður hafi ekki verið tekið fram að þau félög myndu ekki fara fram á sömu hækkanir. „Ég vildi svo sannarlega að hægt væri að lyfta þessum kvennastéttum upp eins og við höfum talað um til fjölda ára og þarf auðvitað að gera. En auðvitað hef ég áhyggjur af því að þetta geti haft keðjuverkandi áhrif. Okkur hefur einhver veginn ekki gengið nægjanlega vel í gegnum tíðina að taka einhverjar tilteknar stéttir og hækkað þær verulega. Frekar en þegar við höfum verið með krónutöluhækkanir sem hafa einhver veginn alltaf farið upp allan skalann í prósentu hækkunum. Það er það sem við þekkjum,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Kjaramál Tengdar fréttir Velferðarnefnd fundar vegna ljósmæðradeilunnar Nefndin mun funda með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans. 3. júlí 2018 10:03 Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00 Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem komin er upp í kjaradeilu ljósmæðra. Fulltrúi í nefndinni segir þetta ástand ekki geta varað lengur þótt vissulega þurfi að horfa til samninga annarra hópa þegar samið verði við ljósmæður. Síðasti sáttafundur í kjaradeilu ljósmæðra var hjá ríkissáttasemjara síðast liðinn fimmtudag og hefur ekki verið boðað til annars fundar fyrr en á næsta fimmtudag. Deiluaðilar segja samninga á byrjunarreit eftir að undirritaður samningur var felldur í síðasta mánuði. Tólf ljósmæður hafa þegar hætt störfum á Landspítalanum en átján uppsagnir til viðbótar taka gildi á næstu þremur mánuðum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir varamaður Ólafs Þórs Gunnarssonar þingmanns Vinstri grænna í velferðarnefnd Alþingis segist hafa áhyggjur af stöðunni neins og þorri allra landsmanna. „Enda svosem ástæða til. Þetta er mikilvæg stétt eins og svo margar aðrar bæði í heilbrigðisgeiranum og annars staðar. Þetta er búið að vara of lengi og það þarf að finna út úr því hvernig hægt er að leysa þetta. Þetta er viðkvæm og flókin staða en það er auðvitað verkefni að finna einhverja lausn á þessu,“ segir Bjarkey. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og að öllum líkindum landlæknir mæta fyrir velferðarnefnd síðar í dag til að fara yfir stöðuna með nefndarfólki. Bjarkey segir vonbrigði að samningur sem undirritaður var í síðasta mánuði var felldur í atkvæðagreiðslu ljósmæðra. En heilbrigðisráðherra hafði sett inn aukið fé til starfsemi ljósmæðra til að liðka fyrir samningum. „Auðvitað eru alltaf vonbrigði þegar búið er að leggja töluvert á sig til að reyna að ná saman. Þá eru alltaf vonbrigði þegar það ekki gengur upp. En staðan er auðvitað bara svona núna og á hana verður að horfa með þeim gleraugum að hana þurfi að leysa. Ég trúi því að það nái saman fyrir rest. Ég vona það að minnsta kosti,“ segir Bjarkey. Hún voni að stjórnvöld þurfi ekki að grípa inn í deiluna. Það yrði aðeins gert í lengstu lög og enginn vildi standa í slíkri aðgerð. Ljósmæður hafa lýst óánægju með afstöðu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í málinu. Hann hefur sagt að kröfur þeirra myndu hleypa öðrum samningum í uppnám yrði gengið að þeim óbreyttum. Bjarkey segir að skoða þurfi málið frá mörgum hliðum. Hún hafi teklið eftir því þegar VR og fleiri lýstu stuðningi við ljósmæður hafi ekki verið tekið fram að þau félög myndu ekki fara fram á sömu hækkanir. „Ég vildi svo sannarlega að hægt væri að lyfta þessum kvennastéttum upp eins og við höfum talað um til fjölda ára og þarf auðvitað að gera. En auðvitað hef ég áhyggjur af því að þetta geti haft keðjuverkandi áhrif. Okkur hefur einhver veginn ekki gengið nægjanlega vel í gegnum tíðina að taka einhverjar tilteknar stéttir og hækkað þær verulega. Frekar en þegar við höfum verið með krónutöluhækkanir sem hafa einhver veginn alltaf farið upp allan skalann í prósentu hækkunum. Það er það sem við þekkjum,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Kjaramál Tengdar fréttir Velferðarnefnd fundar vegna ljósmæðradeilunnar Nefndin mun funda með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans. 3. júlí 2018 10:03 Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00 Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Velferðarnefnd fundar vegna ljósmæðradeilunnar Nefndin mun funda með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans. 3. júlí 2018 10:03
Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00
Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41