Lögmaður Trump segist setja fjölskylduna framar forsetanum Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2018 11:13 Þrátt fyrir að Cohen hafi unnið trúnaðarstörf fyrir Trump og fyrirtæki hans um árabil hefur forsetinn og bandamenn hans fjarlægt sig lögmannninum eftir að rannsóknin á honum hófst. Vísir/EPA Michael Cohen, persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ýjaði að því að hann væri tilbúinn að vinna með saksóknurum jafnvel þó að slík samvinna gæti komið niður á forsetanum í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð í gær. Cohen hefur verið til rannsóknar vegna fjármála sinna. Í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina spurði George Stephanopoulos lögmanninn út í fyrri yfirlýsingar sínar um að hann væri reiðubúinn að „taka byssukúlu“ fyrir Trump. „Til að það sé á kristalstæru er hollusta mín fyrst og fremst við konuna mína, dóttur mína og son og þetta land,“ sagði Cohen.Washington Post segir að Cohen telji að Trump hafi yfirgefið sig. Hann sitji nú eftir í súpunni og þurfi að greiða himinháan lögfræðikostnað.Vildi ekki svara hvort Trump hefði skipað fyrir um greiðsluna Það var Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa, sem vísaði máli tengdu Cohen til saksóknara í New York. Það tengist meðal annars greiðslu hans til klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Cohen hefur ekki verið ákærður en hann er grunaður um fjársvik og brot á kosningalögum. Húsleitir voru gerðar á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen fyrr á þessu ári. Trump brást ókvæða við húsleitunum og tísti ítrekað um þær í marga daga á eftir. Sérstakur fulltrúi dómstóls í New York hefur undanfarið lagst yfir gögn sem lagt var hald á til að úrskurða um hver þeirra séu vernduð trúnaði á milli lögmanns og skjólstæðings. Hann hefur nú afhent saksóknurum um 1,3 milljón blaðsíður af gögnum. Í viðtalinu baðst Cohen undan því að svara beint hvort að Trump hefði skipað honum að greiða Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonunni sem er betur þekkt undir nafninu Stormy Daniels, rétt fyrir kosningarnar árið 2016. „Ég vil svara. Einn daginn mun ég svara,“ sagði Cohen sem hefur fram að þessu fullyrt að hann sjálfur ákveðið að greiða Clifford úr eigin vasa. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, sagði síðar að Trump hefði endurgreitt Cohen. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögmaður Trump fékk greitt fyrir að koma á fundi í Hvíta húsinu Úkraínsk stjórnvöld greiddu persónulegum lögmanni Donalds Trump fyrir að koma í kring fundi með forseta Úkraínu. 24. maí 2018 10:11 Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 Trump birtir gögn um þagnargreiðslu til klámstjörnu Lögfræðingurinn Michael Cohen mun hafa greitt Daniels sem svarar um þrettán og hálfri milljón króna rétt fyrir kosningarnar haustið 2016. Hún segir að greiðslan hafi verið þagnargjald þar sem Trump hafi óttast að hún myndi greina opinberlega frá bólförum þeirra tíu árum áður. 17. maí 2018 08:33 Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Michael Cohen, persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ýjaði að því að hann væri tilbúinn að vinna með saksóknurum jafnvel þó að slík samvinna gæti komið niður á forsetanum í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð í gær. Cohen hefur verið til rannsóknar vegna fjármála sinna. Í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina spurði George Stephanopoulos lögmanninn út í fyrri yfirlýsingar sínar um að hann væri reiðubúinn að „taka byssukúlu“ fyrir Trump. „Til að það sé á kristalstæru er hollusta mín fyrst og fremst við konuna mína, dóttur mína og son og þetta land,“ sagði Cohen.Washington Post segir að Cohen telji að Trump hafi yfirgefið sig. Hann sitji nú eftir í súpunni og þurfi að greiða himinháan lögfræðikostnað.Vildi ekki svara hvort Trump hefði skipað fyrir um greiðsluna Það var Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn sem rannsakar meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa, sem vísaði máli tengdu Cohen til saksóknara í New York. Það tengist meðal annars greiðslu hans til klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Cohen hefur ekki verið ákærður en hann er grunaður um fjársvik og brot á kosningalögum. Húsleitir voru gerðar á skrifstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen fyrr á þessu ári. Trump brást ókvæða við húsleitunum og tísti ítrekað um þær í marga daga á eftir. Sérstakur fulltrúi dómstóls í New York hefur undanfarið lagst yfir gögn sem lagt var hald á til að úrskurða um hver þeirra séu vernduð trúnaði á milli lögmanns og skjólstæðings. Hann hefur nú afhent saksóknurum um 1,3 milljón blaðsíður af gögnum. Í viðtalinu baðst Cohen undan því að svara beint hvort að Trump hefði skipað honum að greiða Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonunni sem er betur þekkt undir nafninu Stormy Daniels, rétt fyrir kosningarnar árið 2016. „Ég vil svara. Einn daginn mun ég svara,“ sagði Cohen sem hefur fram að þessu fullyrt að hann sjálfur ákveðið að greiða Clifford úr eigin vasa. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, sagði síðar að Trump hefði endurgreitt Cohen.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögmaður Trump fékk greitt fyrir að koma á fundi í Hvíta húsinu Úkraínsk stjórnvöld greiddu persónulegum lögmanni Donalds Trump fyrir að koma í kring fundi með forseta Úkraínu. 24. maí 2018 10:11 Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 Trump birtir gögn um þagnargreiðslu til klámstjörnu Lögfræðingurinn Michael Cohen mun hafa greitt Daniels sem svarar um þrettán og hálfri milljón króna rétt fyrir kosningarnar haustið 2016. Hún segir að greiðslan hafi verið þagnargjald þar sem Trump hafi óttast að hún myndi greina opinberlega frá bólförum þeirra tíu árum áður. 17. maí 2018 08:33 Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Lögmaður Trump fékk greitt fyrir að koma á fundi í Hvíta húsinu Úkraínsk stjórnvöld greiddu persónulegum lögmanni Donalds Trump fyrir að koma í kring fundi með forseta Úkraínu. 24. maí 2018 10:11
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26
Trump birtir gögn um þagnargreiðslu til klámstjörnu Lögfræðingurinn Michael Cohen mun hafa greitt Daniels sem svarar um þrettán og hálfri milljón króna rétt fyrir kosningarnar haustið 2016. Hún segir að greiðslan hafi verið þagnargjald þar sem Trump hafi óttast að hún myndi greina opinberlega frá bólförum þeirra tíu árum áður. 17. maí 2018 08:33
Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29
Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48