Starfsmaður framboðs Trump tilbúinn að bera vitni gegn kosningastjóranum Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2018 20:20 Fjárhagsstaða Gates er sögð slík að hann geti ekki staðið í kostnaðarsamri málsvörn fyrir dómstólum í lengri tíma. Vísir/AFP Rick Gates, fyrrverandi starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump, er sagður tilbúinn að játa á sig fjársvikabrot og bera vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra framboðsins. Gates og Manafort voru þeir fyrstu sem voru ákærðir í rannsókn sérstaks rannsakanda á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016.Los Angeles Times segir að samkomulag Gates við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, verði lagt fyrir alríkisdómstól í Washington-borg á næstu dögum. Þegar Gates var upphaflega ákærður í október lýsti hann sig saklausan af ákæru Mueller. Samkomulagið myndi tryggja Gates verulega refsilækkun ef hann vinnur að fullu með rannsakendunum. Hann gæti þá átt yfir höfði sér eins og hálfs árs fangelsi samkvæmt heimildum blaðsins. Gates og Manafort unnu saman hjá ráðgjafarfyrirtæki í um áratug. Þeir voru báðir ákærðir fyrir fjölda brota sem tengdust erindrekstri þeirra fyrir erlend ríki í Bandaríkjunum, þar á meðal að þeir hefðu falið milljóna dollar greiðslur sem þeir fengu frá aðilum í Úkraínu fyrir bandarískum yfirvöldum.Eykur þrýstinginn á ManafortReynist frétt Los Angeles Times á rökum reist verður Gates þriðji einstaklingurinn sem játar sekt í rannsókn Mueller. Áður hafa Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, og George Papadopoulos, fyrrverandi ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum, játað að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við Rússa.CNN-fréttastöðin segir að ef Gates nær samkomulagi við saksóknarana auki það þrýstinginn á Manafort um að vinna með þeim. Manafort lýsti sig saklausan af ákæru Mueller í haust. Manafort var kosningastjóri Trump þangað til í ágúst 2016. Hann steig til hliðar eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir frá stjórnmálasamtökum í Úkraínu með tengsl við rússnesk stjórnvöld. Gates vann fyrir framboðið allt til enda og aðstoðaði einnig við undirbúning embættistöku Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Rick Gates, fyrrverandi starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump, er sagður tilbúinn að játa á sig fjársvikabrot og bera vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra framboðsins. Gates og Manafort voru þeir fyrstu sem voru ákærðir í rannsókn sérstaks rannsakanda á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016.Los Angeles Times segir að samkomulag Gates við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, verði lagt fyrir alríkisdómstól í Washington-borg á næstu dögum. Þegar Gates var upphaflega ákærður í október lýsti hann sig saklausan af ákæru Mueller. Samkomulagið myndi tryggja Gates verulega refsilækkun ef hann vinnur að fullu með rannsakendunum. Hann gæti þá átt yfir höfði sér eins og hálfs árs fangelsi samkvæmt heimildum blaðsins. Gates og Manafort unnu saman hjá ráðgjafarfyrirtæki í um áratug. Þeir voru báðir ákærðir fyrir fjölda brota sem tengdust erindrekstri þeirra fyrir erlend ríki í Bandaríkjunum, þar á meðal að þeir hefðu falið milljóna dollar greiðslur sem þeir fengu frá aðilum í Úkraínu fyrir bandarískum yfirvöldum.Eykur þrýstinginn á ManafortReynist frétt Los Angeles Times á rökum reist verður Gates þriðji einstaklingurinn sem játar sekt í rannsókn Mueller. Áður hafa Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, og George Papadopoulos, fyrrverandi ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum, játað að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við Rússa.CNN-fréttastöðin segir að ef Gates nær samkomulagi við saksóknarana auki það þrýstinginn á Manafort um að vinna með þeim. Manafort lýsti sig saklausan af ákæru Mueller í haust. Manafort var kosningastjóri Trump þangað til í ágúst 2016. Hann steig til hliðar eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir frá stjórnmálasamtökum í Úkraínu með tengsl við rússnesk stjórnvöld. Gates vann fyrir framboðið allt til enda og aðstoðaði einnig við undirbúning embættistöku Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38
Flynn játar ákæru um að hafa logið að alríkislögreglunni Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ákærður fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI við yfirheyrslur. 1. desember 2017 14:41
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00
Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26