Vilja leita allra leiða til að fá tæplega fimmtug hjón borin út úr blokk ætlaðri fimmtíu ára og eldri Birgir Olgeirsson skrifar 19. febrúar 2018 16:59 Fundarboðið hefur farið víða á Facebook. Vísir/Facebook/Ja.is Næstkomandi miðvikudag fer fram nokkuð umdeildur húsfundur í Grindavík þar sem rætt verður hvort þremur íbúum verður vísað úr fjölbýlishúsinu að Suðurhópi 1 fyrir það að vera ekki orðin fimmtíu ára gömul. Fundarboðið hefur gengið um Facebook og málið hlotið mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum, sér í lagi sökum þess að öðrum af eigendum íbúðarinnar barst fundarboðið degi fyrir útför bróður hans. Um er að ræða hjón og son þeirra. Maðurinn, Ingvar Guðjónsson, verður fimmtíu ára á næsta ára og eiginkona hans Steinunn Óskarsdóttir verður fimmtíu ára í september næstkomandi. Nítján ára piltur þeirra býr hjá þeim og verður honum einnig vísað úr blokkinni fari svo að málið verði tekið alla leið af húsfélaginu.Vilja að lögmanni verði falið að leita allra leiða Á húsfundinum verður borin upp sú tillaga að fela hæstaréttarlögmanninum Auði Björgu Jónsdóttur að gæta hagsmuna húsfélagsins vegna kaupa Ingvar og Steinunnar á íbúð í húsinu vegna þess að hjónin eru ekki orðin 50 ára gömul. Er það sagt brjóta gegn kvöð samkvæmt þinglýstri eignaskiptayfirlýsingu og húsreglum. Það sama eigi við um dvöl sonar þeirra í íbúðinni. Verði tillagan samþykkt skal lögmanninum falið að leita allra leiða til að skylda viðkomandi aðila til að rýma eignina og selja hana, eða fá þau borin út með atbeina dómstóla og sýslumanns ef þörf krefur. Þá verður einnig borin upp sú tillaga að leggja bann við búsetu og dvöl Ingvars og Steinunnar og sonar þeirra í húsinu á grundvelli 55. greinar fjöleignarhúsalaga því afnot þeirra sé brot gegn húsreglum og eignaskiptayfirlýsingu hússins.Fordæmi fyrir málinu Auður Björg segir í samtali við Vísi að málið eigi sér fordæmi í öðrum sambærilegum málum, sem til að mynda hafa farið fyrir kærunefnd húsamála. Þar er til að mynda að finna eitt mál þar sem eiganda íbúðar í fjölbýlishúsi, sem er ætlað fimmtíu ára og eldri, væri bannað að leiga út eða lána íbúð sína einstaklingum yngri en fimmtíu ára. Í öðru máli var eiganda einnig óheimil að lána eða leigja út íbúð sína einstaklingum yngri en fimmtíu ára. Auður bendir á að málið sé á algjöru byrjunarstigi og geti allt eins farið svo að tillagan verði felld á húsfundinum á miðvikudag. Ef málið hins vegar fer alla leið geti farið svo að það fari til úrskurðar hjá héraðsdómi. Ef héraðsdómur fellst á útburð þá sé hægt að leita til sýslumanns til að fá þeim úrskurði framfylgt.Vissulega óheppileg tímasetning Auður segir jafnframt við Vísi að í sölulýsingu á eigninni hafi komið skýrt fram að hún var aðeins ætluð fimmtíu ára og eldri. Gagnrýnt hefur verið á samfélagsmiðlum að Ingvari hafi borist fundarboðið degi fyrir útför bróður síns, en Auður segir tímasetninguna vissulega óheppilega og stjórnarmönnum þótti það mjög miður þegar þeir komust að þeim harmi sem Ingvar hafði orðið fyrir. Auður segir hins vegar að málið sé ekki að koma upp fyrst núna, það hafi verið rætt áður á húsfundi og tilkynning hafi verið send á seljanda með ábyrgðarpósti fyrir sölu og bæði fasteignasala og kaupanda hafi verið bent á það. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Næstkomandi miðvikudag fer fram nokkuð umdeildur húsfundur í Grindavík þar sem rætt verður hvort þremur íbúum verður vísað úr fjölbýlishúsinu að Suðurhópi 1 fyrir það að vera ekki orðin fimmtíu ára gömul. Fundarboðið hefur gengið um Facebook og málið hlotið mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum, sér í lagi sökum þess að öðrum af eigendum íbúðarinnar barst fundarboðið degi fyrir útför bróður hans. Um er að ræða hjón og son þeirra. Maðurinn, Ingvar Guðjónsson, verður fimmtíu ára á næsta ára og eiginkona hans Steinunn Óskarsdóttir verður fimmtíu ára í september næstkomandi. Nítján ára piltur þeirra býr hjá þeim og verður honum einnig vísað úr blokkinni fari svo að málið verði tekið alla leið af húsfélaginu.Vilja að lögmanni verði falið að leita allra leiða Á húsfundinum verður borin upp sú tillaga að fela hæstaréttarlögmanninum Auði Björgu Jónsdóttur að gæta hagsmuna húsfélagsins vegna kaupa Ingvar og Steinunnar á íbúð í húsinu vegna þess að hjónin eru ekki orðin 50 ára gömul. Er það sagt brjóta gegn kvöð samkvæmt þinglýstri eignaskiptayfirlýsingu og húsreglum. Það sama eigi við um dvöl sonar þeirra í íbúðinni. Verði tillagan samþykkt skal lögmanninum falið að leita allra leiða til að skylda viðkomandi aðila til að rýma eignina og selja hana, eða fá þau borin út með atbeina dómstóla og sýslumanns ef þörf krefur. Þá verður einnig borin upp sú tillaga að leggja bann við búsetu og dvöl Ingvars og Steinunnar og sonar þeirra í húsinu á grundvelli 55. greinar fjöleignarhúsalaga því afnot þeirra sé brot gegn húsreglum og eignaskiptayfirlýsingu hússins.Fordæmi fyrir málinu Auður Björg segir í samtali við Vísi að málið eigi sér fordæmi í öðrum sambærilegum málum, sem til að mynda hafa farið fyrir kærunefnd húsamála. Þar er til að mynda að finna eitt mál þar sem eiganda íbúðar í fjölbýlishúsi, sem er ætlað fimmtíu ára og eldri, væri bannað að leiga út eða lána íbúð sína einstaklingum yngri en fimmtíu ára. Í öðru máli var eiganda einnig óheimil að lána eða leigja út íbúð sína einstaklingum yngri en fimmtíu ára. Auður bendir á að málið sé á algjöru byrjunarstigi og geti allt eins farið svo að tillagan verði felld á húsfundinum á miðvikudag. Ef málið hins vegar fer alla leið geti farið svo að það fari til úrskurðar hjá héraðsdómi. Ef héraðsdómur fellst á útburð þá sé hægt að leita til sýslumanns til að fá þeim úrskurði framfylgt.Vissulega óheppileg tímasetning Auður segir jafnframt við Vísi að í sölulýsingu á eigninni hafi komið skýrt fram að hún var aðeins ætluð fimmtíu ára og eldri. Gagnrýnt hefur verið á samfélagsmiðlum að Ingvari hafi borist fundarboðið degi fyrir útför bróður síns, en Auður segir tímasetninguna vissulega óheppilega og stjórnarmönnum þótti það mjög miður þegar þeir komust að þeim harmi sem Ingvar hafði orðið fyrir. Auður segir hins vegar að málið sé ekki að koma upp fyrst núna, það hafi verið rætt áður á húsfundi og tilkynning hafi verið send á seljanda með ábyrgðarpósti fyrir sölu og bæði fasteignasala og kaupanda hafi verið bent á það.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira