„Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. febrúar 2018 09:05 Jarðskjálftahrina hefur staðið nær óslitið yfir við Grímsey síðan 14. febrúar. Vísir/Pjetur Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. Stærsti skjálftinn varð klukkan tuttugu og tvær mínútur í sex í morgun, hann mældist fyrst 4,6 en hann var endurreiknaður og er núna skráður 5,2 samkvæmt Salóme Jórunni Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Salóme segir að fjórum mínútum áður hafi mælst skjálfti sem var 4,5 að stærð en tugir skjálfta hafa mælst stærri en 3 í eyjunni frá því á miðnætti. „Þetta heldur svona áfram, þetta er stöðug virkni hérna en við erum að vakta þetta. Við erum ekki að sjá gosóróa í þessu eins og er,“ segir Salóme í samtali við Vísi. Er þetta farið að líkjast hefðbundinni skjálftavirkni meira en þetta gerði áður en atburðarásin er þó langt frá því að vera venjuleg. Langt er síðan slík skjálftavirkni hefur verið á svæðinu.Látlausir skjálftar í alla nótt Jóhannes G. Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyjar segir að íbúum í Grímsey finnist þetta virkilega óþægilegt ástand. „Þetta er bara sama sagan, þetta heldur bara áfram. Það leit út fyrir að þetta væri í rénun um miðjan dag í gær en svo jókst þetta bara aftur í gærkvöldi og var versnandi í alla nótt. Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti.“ Jóhannes segir að klukkan hálf níu hafi hann fundið þónokkurn skjálfta en sjálfur man hann ekki eftir öðru eins á svæðinu, svona langvarandi ástandi. Hann hefur búið í Grímsey í kringum þrjátíu ár. „Þetta er búið að vera látlaust í alla nótt og fundist mjög mikið fyrir þessu. Þetta er versta nóttin það sem af er.“Skjálftavirknin í Grímsey síðustu 48 klukkustundir. Skjálftar yfir 3 að stærð eru merktir með grænni stjörnu.Skjáskot/Veðurstofa ÍslandsMjög óþægilegt Skjálftinn sem mældist 5,2 fannst mjög vel og segir Jóhannes að fólk hafi fundið skjálftana í Aðaldal, á Akureyri og víðar. „Við fundum þetta mjög vel, það nötraði hér allt og skalf. Það hristist allt á veggjum þegar það skelfur, fólk er orðið mjög þreytt á þessu.“ Jóhannes segir að enginn geti sagt til um það hvenær það dragi úr skjálftavirkninni. „Fólk er bara rólegt fram að þessu en stendur ekkert á sama, maður vonar bara það besta. Fólki er aldrei vel við þetta þegar það er svona mikið, maður veit ekkert hvað er. Þetta er bara mjög óþægilegt.“ Einn íbúi í Grímsey gisti í bátnum sínum í nótt frekar en að vera heima hjá sér. „Honum er meinilla við þetta og sefur bara um borð.“ Veður Tengdar fréttir Dregur úr skjálftavirkni en hrinan ekki endilega á enda komin Skjálftahrina heldur áfram norðaustan við Grímsey, sem hefur staðið yfir síðan 14. febrúar, en talsvert hefur dregið úr henni í nótt og í morgun. 18. febrúar 2018 11:58 Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. Stærsti skjálftinn varð klukkan tuttugu og tvær mínútur í sex í morgun, hann mældist fyrst 4,6 en hann var endurreiknaður og er núna skráður 5,2 samkvæmt Salóme Jórunni Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Salóme segir að fjórum mínútum áður hafi mælst skjálfti sem var 4,5 að stærð en tugir skjálfta hafa mælst stærri en 3 í eyjunni frá því á miðnætti. „Þetta heldur svona áfram, þetta er stöðug virkni hérna en við erum að vakta þetta. Við erum ekki að sjá gosóróa í þessu eins og er,“ segir Salóme í samtali við Vísi. Er þetta farið að líkjast hefðbundinni skjálftavirkni meira en þetta gerði áður en atburðarásin er þó langt frá því að vera venjuleg. Langt er síðan slík skjálftavirkni hefur verið á svæðinu.Látlausir skjálftar í alla nótt Jóhannes G. Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyjar segir að íbúum í Grímsey finnist þetta virkilega óþægilegt ástand. „Þetta er bara sama sagan, þetta heldur bara áfram. Það leit út fyrir að þetta væri í rénun um miðjan dag í gær en svo jókst þetta bara aftur í gærkvöldi og var versnandi í alla nótt. Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti.“ Jóhannes segir að klukkan hálf níu hafi hann fundið þónokkurn skjálfta en sjálfur man hann ekki eftir öðru eins á svæðinu, svona langvarandi ástandi. Hann hefur búið í Grímsey í kringum þrjátíu ár. „Þetta er búið að vera látlaust í alla nótt og fundist mjög mikið fyrir þessu. Þetta er versta nóttin það sem af er.“Skjálftavirknin í Grímsey síðustu 48 klukkustundir. Skjálftar yfir 3 að stærð eru merktir með grænni stjörnu.Skjáskot/Veðurstofa ÍslandsMjög óþægilegt Skjálftinn sem mældist 5,2 fannst mjög vel og segir Jóhannes að fólk hafi fundið skjálftana í Aðaldal, á Akureyri og víðar. „Við fundum þetta mjög vel, það nötraði hér allt og skalf. Það hristist allt á veggjum þegar það skelfur, fólk er orðið mjög þreytt á þessu.“ Jóhannes segir að enginn geti sagt til um það hvenær það dragi úr skjálftavirkninni. „Fólk er bara rólegt fram að þessu en stendur ekkert á sama, maður vonar bara það besta. Fólki er aldrei vel við þetta þegar það er svona mikið, maður veit ekkert hvað er. Þetta er bara mjög óþægilegt.“ Einn íbúi í Grímsey gisti í bátnum sínum í nótt frekar en að vera heima hjá sér. „Honum er meinilla við þetta og sefur bara um borð.“
Veður Tengdar fréttir Dregur úr skjálftavirkni en hrinan ekki endilega á enda komin Skjálftahrina heldur áfram norðaustan við Grímsey, sem hefur staðið yfir síðan 14. febrúar, en talsvert hefur dregið úr henni í nótt og í morgun. 18. febrúar 2018 11:58 Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Dregur úr skjálftavirkni en hrinan ekki endilega á enda komin Skjálftahrina heldur áfram norðaustan við Grímsey, sem hefur staðið yfir síðan 14. febrúar, en talsvert hefur dregið úr henni í nótt og í morgun. 18. febrúar 2018 11:58
Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59