Opnum þennan markað Hanna Katrín Friðriksson skrifar 19. febrúar 2018 08:00 Samgöngumál eru mörgum hugleikin þessa dagana og af mörgu að taka. Einn angi þessa umfangsmikla málaflokks sem lítið hefur farið fyrir snýr að leigubílaakstri. Samkvæmt núgildandi reglugerð um leigubifreiðar teljast þær til almenningssamgangna og eins og með margt annað í því kerfi er tímabært að gera bragarbót á. Undirrituð er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um frelsi á leigubílamarkaði þar sem lagt er til að samgönguráðherra verði falið að afnema hámarksfjölda atvinnuleyfa til leigubílaaksturs, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna markaðinn fyrir aukinni samkeppni. Til að leigubílar geti sinnt hlutverki sínu í almenningssamgöngukerfinu þarf þjónustan að vera aðgengileg og á viðráðanlegu verði. Heilbrigð samkeppni er lykillinn í því að ná þessum markmiðum. Að þeim uppfylltum gætu fleiri lagt einkabílnum varanlega, kjósi þeir að gera svo, og nýtt strætisvagna og leigubíla í bland til að sinna erindagjörðum sínum með minni kostnaði, minna álagi á vegakerfið, minna svifryki og aukinni umhverfisvernd. Meðal kvaða sem núgildandi kerfi felur í sér má nefna að leyfishafar hafi leigubílaakstur að meginatvinnu. Kerfið hindrar þar með námsfólk og einstaklinga með skerta starfsgetu í að starfa sem leigubílstjórar. Einnig má nefna kröfur um að leyfishafar séu skráðir eigendur leigubílsins sem þeir aka og að öryrkjar þurfi að framvísa meðmælum frá Öryrkjabandalaginu og tryggingayfirlækni. Er ekki námskeið og próf til að hljóta atvinnuleyfi nægilegur mælikvarði á hæfni einstaklinga til að keyra leigubíla? Loks er þarft að endurskoða núgildandi kröfu um að löggiltir gjaldmælar undir eftirliti Samgöngustofu séu í öllum leigubílum. Þetta ákvæði hamlar m.a. tæknilegri framþróun á borð við greiðslu í gegnum snjallsímaforrit en slíkt greiðsluform er lykilþáttur í því að opna íslenskan markað fyrir þjónustu fyrirtækja á borð við Uber og Lyft sem margir þekkja að utan. Sú þjónusta byggir á grundvelli samningsfrelsis og kostum deilihagkerfisins. Það væri vægast sagt sérkennilegt að ætla í fullri alvöru að ræða uppbyggingu almenningssamgöngukerfisins án þess að horfa til þessara þátta.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Leigubílar Samgöngur Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Samgöngumál eru mörgum hugleikin þessa dagana og af mörgu að taka. Einn angi þessa umfangsmikla málaflokks sem lítið hefur farið fyrir snýr að leigubílaakstri. Samkvæmt núgildandi reglugerð um leigubifreiðar teljast þær til almenningssamgangna og eins og með margt annað í því kerfi er tímabært að gera bragarbót á. Undirrituð er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um frelsi á leigubílamarkaði þar sem lagt er til að samgönguráðherra verði falið að afnema hámarksfjölda atvinnuleyfa til leigubílaaksturs, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna markaðinn fyrir aukinni samkeppni. Til að leigubílar geti sinnt hlutverki sínu í almenningssamgöngukerfinu þarf þjónustan að vera aðgengileg og á viðráðanlegu verði. Heilbrigð samkeppni er lykillinn í því að ná þessum markmiðum. Að þeim uppfylltum gætu fleiri lagt einkabílnum varanlega, kjósi þeir að gera svo, og nýtt strætisvagna og leigubíla í bland til að sinna erindagjörðum sínum með minni kostnaði, minna álagi á vegakerfið, minna svifryki og aukinni umhverfisvernd. Meðal kvaða sem núgildandi kerfi felur í sér má nefna að leyfishafar hafi leigubílaakstur að meginatvinnu. Kerfið hindrar þar með námsfólk og einstaklinga með skerta starfsgetu í að starfa sem leigubílstjórar. Einnig má nefna kröfur um að leyfishafar séu skráðir eigendur leigubílsins sem þeir aka og að öryrkjar þurfi að framvísa meðmælum frá Öryrkjabandalaginu og tryggingayfirlækni. Er ekki námskeið og próf til að hljóta atvinnuleyfi nægilegur mælikvarði á hæfni einstaklinga til að keyra leigubíla? Loks er þarft að endurskoða núgildandi kröfu um að löggiltir gjaldmælar undir eftirliti Samgöngustofu séu í öllum leigubílum. Þetta ákvæði hamlar m.a. tæknilegri framþróun á borð við greiðslu í gegnum snjallsímaforrit en slíkt greiðsluform er lykilþáttur í því að opna íslenskan markað fyrir þjónustu fyrirtækja á borð við Uber og Lyft sem margir þekkja að utan. Sú þjónusta byggir á grundvelli samningsfrelsis og kostum deilihagkerfisins. Það væri vægast sagt sérkennilegt að ætla í fullri alvöru að ræða uppbyggingu almenningssamgöngukerfisins án þess að horfa til þessara þátta.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun