Friðrik Ómar segir ummæli Gunnars Braga fyndin og steikti smokk upp úr smjöri Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 13:25 Söngvarnn góðkunni segir ummælin dapur fyrir ungt hinsegin fólk en ætlar ekki að taka þau persónulega. Friðrik Ómar Hjörleifsson segist ekki taka ummæli Gunnars Braga Sveinssonar í sinn garð persónulega. Honum finnst orðræðan leiðinleg fyrir hönd ungs fólks sem sé að íhuga að koma út úr skápnum, en hann hefur sjálfur ákveðið að hafa gaman af málinu. „Mér finnst þetta fyndið. Það var það fyrsta sem mér datt í hug. Þetta fær ekki á mig sko og ég tek þessu ekki persónulega, alls ekki,“ sagði Friðrik Ómar í samtali við Sigga Gunnars á K100 í morgun. Í upptöku af samræðum hóps þingmanna á Klaustur bar sagði Gunnar Bragi að Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefði sloppið í gegn „eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari,“ í umfjöllun fjölmiðla þegar Geir var skipaður sendiherra Íslands í Washington.Sjá einnig:Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins „Mér finnst þetta kannski bara leiðinlegt af því að ég held að hann hafi bara gripið nafn mitt á lofti fyrir hönd okkar hinsegin fólks,“ segir Friðrik Ómar.Leiðinlegt fyrir ungt fólk sem ætlar að koma út úr skápnum Hann segist telja að kynhneigð hans hafi verið þar sem skipti máli í ummælum þingmannsins. „Ég held að Gunnari Braga sé ekki illa við mig persónulega, ég held þetta snúist ekkert um það. En allt svona finnst mér leiðinlegt fyrir ungt fólk sem ætlar að stíga skrefið og koma út úr skápnum.“ Söngvarinn góðkunni segist vera orðinn ýmsu vanur sem opinber persóna. „En svona er þetta greinilega og ég hugsaði líka með mér að maður hefur nú sagt ýmislegt og talað um fólk og sagt eitthvað við fólk beint og þurft að biðjast afsökunar. Þetta náttúrulega er frekar dapurt líka að það sé verið að taka upp samskipti, sérstakt,“ segir hann. „Eins og ég segi, ég ber engan kala til Gunnars Braga Sveinssonar. Þetta er bara dapurt.“Ætlar að hafa gaman af þessu Hann segir þó að hann dáist að hugmyndaflugi þingmannsins. „Hann gerir bara ráð fyrir því að ég noti smokka væntanlega. Það er styttra síðan ég notaði smjör, ég gerði steiktan fisk í raspi í fyrrakvöld og setti á Instagram. Kannski er hann að fylgjast með mér á Instagram,“ sagði Friðrik Ómar og hló.Sjá einnig:Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Hann segist jafnframt hafa tekið upp á því í gærkvöldi að bræða smjör í potti og stekja smokk upp úr smjöri. „Hann var svolítið fljótur að verða skrítinn. Þetta var það síðasta sem ég gerði áður en ég fór að sofa í gær. Ég einhvern veginn bara eyddi þessu máli.“ „Ég ætla bara að hafa gaman af þessu. Mér finnst þetta fyndið, svona persónulega gagnvart mér. En leiðinlegt fyrir orðræðuna.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sigga Dögg segir smjör afleitt sleipiefni Kynfræðingurinn Sigga Dögg er með áríðandi tilkynningu á Facebook-síðu sinni en þar segir hún að smjör sé ekki gott sleipiefni. 29. nóvember 2018 13:30 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram. 29. nóvember 2018 09:44 Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Í gærkvöldi birtu dagblöðin DV og Stundin fréttir upp úr samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar. 29. nóvember 2018 09:30 Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Fleiri fréttir Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Sjá meira
Friðrik Ómar Hjörleifsson segist ekki taka ummæli Gunnars Braga Sveinssonar í sinn garð persónulega. Honum finnst orðræðan leiðinleg fyrir hönd ungs fólks sem sé að íhuga að koma út úr skápnum, en hann hefur sjálfur ákveðið að hafa gaman af málinu. „Mér finnst þetta fyndið. Það var það fyrsta sem mér datt í hug. Þetta fær ekki á mig sko og ég tek þessu ekki persónulega, alls ekki,“ sagði Friðrik Ómar í samtali við Sigga Gunnars á K100 í morgun. Í upptöku af samræðum hóps þingmanna á Klaustur bar sagði Gunnar Bragi að Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefði sloppið í gegn „eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari,“ í umfjöllun fjölmiðla þegar Geir var skipaður sendiherra Íslands í Washington.Sjá einnig:Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins „Mér finnst þetta kannski bara leiðinlegt af því að ég held að hann hafi bara gripið nafn mitt á lofti fyrir hönd okkar hinsegin fólks,“ segir Friðrik Ómar.Leiðinlegt fyrir ungt fólk sem ætlar að koma út úr skápnum Hann segist telja að kynhneigð hans hafi verið þar sem skipti máli í ummælum þingmannsins. „Ég held að Gunnari Braga sé ekki illa við mig persónulega, ég held þetta snúist ekkert um það. En allt svona finnst mér leiðinlegt fyrir ungt fólk sem ætlar að stíga skrefið og koma út úr skápnum.“ Söngvarinn góðkunni segist vera orðinn ýmsu vanur sem opinber persóna. „En svona er þetta greinilega og ég hugsaði líka með mér að maður hefur nú sagt ýmislegt og talað um fólk og sagt eitthvað við fólk beint og þurft að biðjast afsökunar. Þetta náttúrulega er frekar dapurt líka að það sé verið að taka upp samskipti, sérstakt,“ segir hann. „Eins og ég segi, ég ber engan kala til Gunnars Braga Sveinssonar. Þetta er bara dapurt.“Ætlar að hafa gaman af þessu Hann segir þó að hann dáist að hugmyndaflugi þingmannsins. „Hann gerir bara ráð fyrir því að ég noti smokka væntanlega. Það er styttra síðan ég notaði smjör, ég gerði steiktan fisk í raspi í fyrrakvöld og setti á Instagram. Kannski er hann að fylgjast með mér á Instagram,“ sagði Friðrik Ómar og hló.Sjá einnig:Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Hann segist jafnframt hafa tekið upp á því í gærkvöldi að bræða smjör í potti og stekja smokk upp úr smjöri. „Hann var svolítið fljótur að verða skrítinn. Þetta var það síðasta sem ég gerði áður en ég fór að sofa í gær. Ég einhvern veginn bara eyddi þessu máli.“ „Ég ætla bara að hafa gaman af þessu. Mér finnst þetta fyndið, svona persónulega gagnvart mér. En leiðinlegt fyrir orðræðuna.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sigga Dögg segir smjör afleitt sleipiefni Kynfræðingurinn Sigga Dögg er með áríðandi tilkynningu á Facebook-síðu sinni en þar segir hún að smjör sé ekki gott sleipiefni. 29. nóvember 2018 13:30 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram. 29. nóvember 2018 09:44 Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Í gærkvöldi birtu dagblöðin DV og Stundin fréttir upp úr samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar. 29. nóvember 2018 09:30 Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Fleiri fréttir Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Sjá meira
Sigga Dögg segir smjör afleitt sleipiefni Kynfræðingurinn Sigga Dögg er með áríðandi tilkynningu á Facebook-síðu sinni en þar segir hún að smjör sé ekki gott sleipiefni. 29. nóvember 2018 13:30
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram. 29. nóvember 2018 09:44
Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Í gærkvöldi birtu dagblöðin DV og Stundin fréttir upp úr samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar. 29. nóvember 2018 09:30