Að velja stríð Hörður Ægisson skrifar 29. nóvember 2018 09:05 Þetta ætlar að reynast erfiðari vetur en jafnvel svartsýnustu menn höfðu óttast. Óþarfi er að fjölyrða um þá alvarlegu stöðu sem flugfélagið WOW air stendur frammi fyrir. Viðræður um kaup Icelandair á öllu hlutafé WOW air hanga á bláþræði og ljóst er að allt þarf að ganga upp á næstu dögum svo samruni félaganna gangi eftir. Verði niðurstaðan á annan veg þarf þarf ekki að spyrja að leikslokum. Við þær aðstæður hljóta íslensk stjórnvöld að skoða allar mögulegar leiðir sem þeim eru færar til að lágmarka áfallið fyrir íslenskt efnahagslíf stöðvist rekstur WOW air. Sviðsmyndagreiningar stjórnvalda hafa sýnt að afleiðingarnar gætu meðal annars orðið allt að þriggja prósenta samdráttur í landsframleiðslu og þrettán prósenta gengisveiking krónunnar. Hætt er hins vegar við því að þær spár séu helst til of bjartsýnar og að höggið verði umtalsvert meira. Eftir fordæmalaust góðæri síðustu ára, þar sem kaupmáttur jókst um meira en fjórðung frá 2014, er þetta sá efnahagslegi veruleiki sem við blasir. Hratt versnandi gengi flugfélaganna, mikilvægustu fyrirtækja ferðaþjónustunnar sem er orðin burðarás hagkerfisins, er um margt birtingarmynd þverrandi samkeppnishæfni Íslands. Gríðarmiklar nafnlaunahækkanir og hátt raungengi krónunnar hefur valdið því að launakostnaður fyrirtækja hefur hækkað margfalt meira en þekkist í nágrannaríkjum okkar. Sökum þessa hefur Seðlabankinn bent á að „samningsstaða launafólks kann því að hafa veikst á sama tíma og svigrúm fyrirtækja til að taka á sig launahækkanir hefur minnkað“. Með öðum orðum þá er minna til skiptanna nú þegar gengið er til kjarasamninga á vinnumarkaði en oft áður. Þetta vita auðvitað flestir. Ný forysta verkalýðshreyfingarinnar skeytir hins vegar lítið um þær staðreyndir sem aðrar. Sjaldan hefur það komið eins skýrt í ljós og þegar fulltrúar ASÍ, VR og Eflingar mættu í fréttaskýringarþáttinn Kveik í vikunni þar sem þeir boðuðu, svo fátt eitt sé nefnt, stríð – stéttastríð, réttara sagt – og áform um að ásælast lögbundinn lífeyrissparnað landsmanna til að nota sem vopn í verkfallsbaráttu sem er drifin áfram af marxisma og lýðskrumi. Formaður VR, sem setur það ekki fyrir sig að brjóta reglur um óhæði stjórnarmanna, vill í því skyni að verkalýðshreyfingin þrýsti á fulltrúa sína í stjórnum lífeyrissjóðanna til að „skrúfa“ fyrir fjárfestingar sjóðanna. FME sá í kjölfarið ástæðu til að vekja athygli á því að þær hugmyndir samræmdust ekki lögum um lífeyrissjóði. Þá eru að mati formanns Eflingar hér „efnahagslegir forréttindahópar“ sem borga ekki eðlilega til samneyslunnar enda þótt staðreyndin sé sú að tvær efstu tekjutíundirnar standa undir um 60 prósentum af allri skattbyrði einstaklinga og þá er hlutur þeirra tíu prósent tekjuhæstu af heildarráðstöfunartekjum nokkuð lægri en á hinum Norðurlöndunum. Slíkar hagtölur eru hins vegar einfaldlega afgreiddar sem blekkingar. Allt er þetta með miklum ólíkindum og boðar ekki gott í þeim kjaraviðræðum sem nú eru hafnar. Leiðtogar stéttarfélaganna virðast ekki endilega hafa það markmið að leiðarljósi að ná fram kjarasamningum, sem myndu tryggja launafólki raunverulegar kjarabætur, heldur fremur að sækjast eftir átökum og verkföllum í einhverjum óskilgreindum pólitískum tilgangi. Ef það er rétt sem verkalýðshreyfingin heldur fram, að hún eigi í stríði, þá er að minnsta kosti ljóst hverjir hafa kosið að vera hinir efnahagslegu hryðjuverkamenn í því stríði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Þetta ætlar að reynast erfiðari vetur en jafnvel svartsýnustu menn höfðu óttast. Óþarfi er að fjölyrða um þá alvarlegu stöðu sem flugfélagið WOW air stendur frammi fyrir. Viðræður um kaup Icelandair á öllu hlutafé WOW air hanga á bláþræði og ljóst er að allt þarf að ganga upp á næstu dögum svo samruni félaganna gangi eftir. Verði niðurstaðan á annan veg þarf þarf ekki að spyrja að leikslokum. Við þær aðstæður hljóta íslensk stjórnvöld að skoða allar mögulegar leiðir sem þeim eru færar til að lágmarka áfallið fyrir íslenskt efnahagslíf stöðvist rekstur WOW air. Sviðsmyndagreiningar stjórnvalda hafa sýnt að afleiðingarnar gætu meðal annars orðið allt að þriggja prósenta samdráttur í landsframleiðslu og þrettán prósenta gengisveiking krónunnar. Hætt er hins vegar við því að þær spár séu helst til of bjartsýnar og að höggið verði umtalsvert meira. Eftir fordæmalaust góðæri síðustu ára, þar sem kaupmáttur jókst um meira en fjórðung frá 2014, er þetta sá efnahagslegi veruleiki sem við blasir. Hratt versnandi gengi flugfélaganna, mikilvægustu fyrirtækja ferðaþjónustunnar sem er orðin burðarás hagkerfisins, er um margt birtingarmynd þverrandi samkeppnishæfni Íslands. Gríðarmiklar nafnlaunahækkanir og hátt raungengi krónunnar hefur valdið því að launakostnaður fyrirtækja hefur hækkað margfalt meira en þekkist í nágrannaríkjum okkar. Sökum þessa hefur Seðlabankinn bent á að „samningsstaða launafólks kann því að hafa veikst á sama tíma og svigrúm fyrirtækja til að taka á sig launahækkanir hefur minnkað“. Með öðum orðum þá er minna til skiptanna nú þegar gengið er til kjarasamninga á vinnumarkaði en oft áður. Þetta vita auðvitað flestir. Ný forysta verkalýðshreyfingarinnar skeytir hins vegar lítið um þær staðreyndir sem aðrar. Sjaldan hefur það komið eins skýrt í ljós og þegar fulltrúar ASÍ, VR og Eflingar mættu í fréttaskýringarþáttinn Kveik í vikunni þar sem þeir boðuðu, svo fátt eitt sé nefnt, stríð – stéttastríð, réttara sagt – og áform um að ásælast lögbundinn lífeyrissparnað landsmanna til að nota sem vopn í verkfallsbaráttu sem er drifin áfram af marxisma og lýðskrumi. Formaður VR, sem setur það ekki fyrir sig að brjóta reglur um óhæði stjórnarmanna, vill í því skyni að verkalýðshreyfingin þrýsti á fulltrúa sína í stjórnum lífeyrissjóðanna til að „skrúfa“ fyrir fjárfestingar sjóðanna. FME sá í kjölfarið ástæðu til að vekja athygli á því að þær hugmyndir samræmdust ekki lögum um lífeyrissjóði. Þá eru að mati formanns Eflingar hér „efnahagslegir forréttindahópar“ sem borga ekki eðlilega til samneyslunnar enda þótt staðreyndin sé sú að tvær efstu tekjutíundirnar standa undir um 60 prósentum af allri skattbyrði einstaklinga og þá er hlutur þeirra tíu prósent tekjuhæstu af heildarráðstöfunartekjum nokkuð lægri en á hinum Norðurlöndunum. Slíkar hagtölur eru hins vegar einfaldlega afgreiddar sem blekkingar. Allt er þetta með miklum ólíkindum og boðar ekki gott í þeim kjaraviðræðum sem nú eru hafnar. Leiðtogar stéttarfélaganna virðast ekki endilega hafa það markmið að leiðarljósi að ná fram kjarasamningum, sem myndu tryggja launafólki raunverulegar kjarabætur, heldur fremur að sækjast eftir átökum og verkföllum í einhverjum óskilgreindum pólitískum tilgangi. Ef það er rétt sem verkalýðshreyfingin heldur fram, að hún eigi í stríði, þá er að minnsta kosti ljóst hverjir hafa kosið að vera hinir efnahagslegu hryðjuverkamenn í því stríði.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar