Russell Westbrook náði Kidd á þrennulistanum í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2018 07:30 Russell Westbrook. Vísir/Getty Russell Westbrook er kominn í þrennuformið og með sinni þriðju í síðustu fjórðum leikjum þá komst hann upp í þriðja sætið yfir flestar þrennur í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Þetta var líka þrennukvöld fyrir gamla liðsfélaga hans James Harden en líkt og 54 stig Harden dugðu ekki í fyrrakvöld þá dugði þrennan hans ekki í nótt. Houston Rockets tapaði með 20 stigum á heimavelli á móti Dallas Mavericks.Russell Westbrook var með 23 stig, 19 fráköst og 15 stoðsendingar í 100-83 sigri Oklahoma City Thunder á Cleveland Cavaliers. Þetta var 107. þrennan hans á ferlinum og er hann nú kominn upp við hlið Jason Kidd í þriðja sæti listans.Nú eru aðeins þeir Oscar Robertson (181) og Magic Johnson (138) fyrir ofan Russell Westbrook. Kidd þurfti 1247 leiki til að ná þessum 107 þrennum sínum en þetta var bara 760 leikur Westbrook. Russell Westbrook missti af fyrstu leikjum tímabilsins eftir að hann fór í hnéaðgerð á undirbúningstímabilinu. Liðið tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum en hefur nú unnið 13 af síðustu 16. Þrennan í nótt var þriðja þrenna Russell Westbrook í síðustu fjórum leikjum. Hann var líka með þrennu á móti meisturum Golden State Warriors (11 stig, 11 fráköst, 13 stoðsendingar) og Denver Nuggets (16 stig, 10 fráköst, 12 stoðsendingar) og er farinn að nálgast þrennumeðaltali sem hann hefur verið með undanfarin tvö tímabil.23 PTS. 19 REB. 15 AST. Russell Westbrook notches 107th career triple-double to tie Jason Kidd for the 3rd most triple-doubles in @NBAHistory! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/G3yuyzzOkT — NBA.com/Stats (@nbastats) November 29, 2018Nýliðinn Luka Doncic var með 20 stig á aðeins 24 mínútum þegar Dallas Mavericks vann laufléttan 128-108 útisigur á Houston Rockets. Það hefur bæði gengið illa á útivelli í vetur og á móti Houston undanfarin ár en slóvenska undrabarnið er að breyta miklu fyrir Dallas-liðið. James Harden var með 25 stig, 17 stoðsendingar og 11 fráköst fyrir Houston en það var langt frá því að duga alveg eins og 54 stiga leikur hans í fyrrinótt. Liðið saknar mikið Chris Paul sem er meiddur en þetta var fjórði tapleikurinn í röð.James Harden records his 1st triple-double of the season for the @HoustonRockets with 25 PTS, 11 REB, 17 AST at home. #Rocketspic.twitter.com/8Ktdf37pcd — NBA (@NBA) November 29, 2018 Hinn 19 ára gamli Doncic hefur nú skorað tuttugu stig eða meira í 10 af 18 leikjum tímabilsins og hann hefur farið fyrir betri leik Dallas-liðsins að undanförnu. Dallas tapaði 8 af fyrstu 11 leikjum sínum en þetta var þriðji sigurleikurinn í röð.Damian Lillard setti niður 10 þriggja stiga körfur og skoraði alls 41 stig í 115-112 sigri Portland Trail Blazers á Orlando Magic. Þetta er nýtt met hjá Portland í þristum í einum leik en Lillard hitti úr 10 af 15 þriggja stiga skotum í leiknum.Jrue Holiday (29 PTS, 7 REB, 5 AST) & Anthony Davis (28 PTS, 15 REB) combine for 57 PTS in the @PelicansNBA home victory! #DoitBigpic.twitter.com/R1O5dLpTQV — NBA (@NBA) November 29, 2018Giannis Antetokounmpo bætti við enn einum stórleiknum í 116-113 sigri Milwaukee Bucks á nágrönnunum í Chicago Bulls. Giannis var með 36 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar.Úrslitin í NBA-deildinni: Los Angeles Clippers - Phoenix Suns 115-99 Portland Trail Blazers - Orlando Magic 115-112 Houston Rockets - Dallas Mavericks 108-128 Milwaukee Bucks - Chicago Bulls 116-113 Minnesota Timberwolves - San Antonio Spurs 128-89 New Orleans Pelicans - Washington Wizards 125-104 Oklahoma City Thunder - Cleveland Cavaliers 100-83 Brooklyn Nets - Utah Jazz 91-101 Charlotte Hornets - Atlanta Hawks 108-94 Philadelphia 76ers - New York Knicks 117-91 NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Sjá meira
Russell Westbrook er kominn í þrennuformið og með sinni þriðju í síðustu fjórðum leikjum þá komst hann upp í þriðja sætið yfir flestar þrennur í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Þetta var líka þrennukvöld fyrir gamla liðsfélaga hans James Harden en líkt og 54 stig Harden dugðu ekki í fyrrakvöld þá dugði þrennan hans ekki í nótt. Houston Rockets tapaði með 20 stigum á heimavelli á móti Dallas Mavericks.Russell Westbrook var með 23 stig, 19 fráköst og 15 stoðsendingar í 100-83 sigri Oklahoma City Thunder á Cleveland Cavaliers. Þetta var 107. þrennan hans á ferlinum og er hann nú kominn upp við hlið Jason Kidd í þriðja sæti listans.Nú eru aðeins þeir Oscar Robertson (181) og Magic Johnson (138) fyrir ofan Russell Westbrook. Kidd þurfti 1247 leiki til að ná þessum 107 þrennum sínum en þetta var bara 760 leikur Westbrook. Russell Westbrook missti af fyrstu leikjum tímabilsins eftir að hann fór í hnéaðgerð á undirbúningstímabilinu. Liðið tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum en hefur nú unnið 13 af síðustu 16. Þrennan í nótt var þriðja þrenna Russell Westbrook í síðustu fjórum leikjum. Hann var líka með þrennu á móti meisturum Golden State Warriors (11 stig, 11 fráköst, 13 stoðsendingar) og Denver Nuggets (16 stig, 10 fráköst, 12 stoðsendingar) og er farinn að nálgast þrennumeðaltali sem hann hefur verið með undanfarin tvö tímabil.23 PTS. 19 REB. 15 AST. Russell Westbrook notches 107th career triple-double to tie Jason Kidd for the 3rd most triple-doubles in @NBAHistory! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/G3yuyzzOkT — NBA.com/Stats (@nbastats) November 29, 2018Nýliðinn Luka Doncic var með 20 stig á aðeins 24 mínútum þegar Dallas Mavericks vann laufléttan 128-108 útisigur á Houston Rockets. Það hefur bæði gengið illa á útivelli í vetur og á móti Houston undanfarin ár en slóvenska undrabarnið er að breyta miklu fyrir Dallas-liðið. James Harden var með 25 stig, 17 stoðsendingar og 11 fráköst fyrir Houston en það var langt frá því að duga alveg eins og 54 stiga leikur hans í fyrrinótt. Liðið saknar mikið Chris Paul sem er meiddur en þetta var fjórði tapleikurinn í röð.James Harden records his 1st triple-double of the season for the @HoustonRockets with 25 PTS, 11 REB, 17 AST at home. #Rocketspic.twitter.com/8Ktdf37pcd — NBA (@NBA) November 29, 2018 Hinn 19 ára gamli Doncic hefur nú skorað tuttugu stig eða meira í 10 af 18 leikjum tímabilsins og hann hefur farið fyrir betri leik Dallas-liðsins að undanförnu. Dallas tapaði 8 af fyrstu 11 leikjum sínum en þetta var þriðji sigurleikurinn í röð.Damian Lillard setti niður 10 þriggja stiga körfur og skoraði alls 41 stig í 115-112 sigri Portland Trail Blazers á Orlando Magic. Þetta er nýtt met hjá Portland í þristum í einum leik en Lillard hitti úr 10 af 15 þriggja stiga skotum í leiknum.Jrue Holiday (29 PTS, 7 REB, 5 AST) & Anthony Davis (28 PTS, 15 REB) combine for 57 PTS in the @PelicansNBA home victory! #DoitBigpic.twitter.com/R1O5dLpTQV — NBA (@NBA) November 29, 2018Giannis Antetokounmpo bætti við enn einum stórleiknum í 116-113 sigri Milwaukee Bucks á nágrönnunum í Chicago Bulls. Giannis var með 36 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar.Úrslitin í NBA-deildinni: Los Angeles Clippers - Phoenix Suns 115-99 Portland Trail Blazers - Orlando Magic 115-112 Houston Rockets - Dallas Mavericks 108-128 Milwaukee Bucks - Chicago Bulls 116-113 Minnesota Timberwolves - San Antonio Spurs 128-89 New Orleans Pelicans - Washington Wizards 125-104 Oklahoma City Thunder - Cleveland Cavaliers 100-83 Brooklyn Nets - Utah Jazz 91-101 Charlotte Hornets - Atlanta Hawks 108-94 Philadelphia 76ers - New York Knicks 117-91
NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Sjá meira