Þorskstofninn í hættu vegna hærri hita og súrnunar sjávar Sveinn Arnarsson skrifar 29. nóvember 2018 06:15 Súrnun sjávar gæti haft gríðarleg áhrif á mikilvægasta nytjastofn Íslendinga, þorskinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Súrnun sjávar samfara hækkandi hitastigi í Norður-Atlantshafi mun hafa gríðarleg áhrif á mikilvægasta nytjastofn okkar Íslendinga, þorskinn. Færri fiskar ná að vaxa upp og hrygningarsvæði hans færast norður fyrir heimskautsbaug. Þetta sýnir ný rannsókn norskra vísindamanna sem birtist í gær í hinu virta tímariti Science Advance. Loftslagsbreytingar í Norður-Atlantshafi og á norðurslóðum valda nýjum ógnum fyrir sjávarútvegsþjóðir á svæðinu. Vísindamennirnir sýna fram á að súrnun veldur erfiðleikum í hrygningu þorsksins. Hækkun hitastigs og súrnun sjávar mun því hafa miklar afleiðingar. Hreiðar Þór Valtýsson, lektor við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri og sérfræðingur í sjávarlíffræði og sjávarútvegsfræðum, segir þessa rannsókn áhugaverða fyrir þær sakir að nú sé reynt að greina áhrif súrnunar á þorskinn.„Oftast hefur verið talað um að súrnunin hefði ekki áhrif á fiska, aðallega á þá sem væru með ytri kalkstoðgrind, skeldýr og annað slíkt. Svo eru Norðmennirnir með sínar gríðarlega öflugu rannsóknir að sýna fram á að það sé ekkert svoleiðis,“ segir Hreiðar Þór og bendir á að nytjastofninn gæti minnkað. „Súrnunin hefur kannski ekki áhrif á fullorðna fiska en getur haft áhrif á seiðin. Rétt eftir klak eru þau ofsalega viðkvæm og þar hefur súrnunin áhrif á frumstigi. Ef þú eykur dánartíðnina þá færðu færri fullorðna fiska og því fækkar í stofninum sem því nemur.“ Vísindamennirnir benda á að súrnunin geti gert það að verkum að hrygningarstöðvar þorsksins færist norður fyrir heimskautsbaug. Hreiðar Þór segir að þær niðurstöður gætu átt aðeins við hrygningarstöðvar við Noreg. „Þetta er pínulítið flókið samband og því er ekki hægt að segja með vissu hvort þær spár eigi alveg fullkomlega við um íslenskan veruleika. Hins vegar er hægt að gera sér í hugarlund að þorskurinn hrygni frekar norðan við Ísland og hætti að hrygna fyrir sunnan land.“ Verðmætin sem felast í veiðum á þorski skipta sköpum fyrir þjóðarbúið. Um helmingur verðmæta sem dregin eru upp úr sjó við Íslandsstrendur kemur frá þorskveiðum. „Súrnunin getur mögulega haft bein neikvæð áhrif á okkar nytjastofna. Þorskurinn er langsamlegast mikilvægasti nytjastofn okkar og súrnun gæti kostað okkur milljarða í krónum á hverju ári,“ segir Hreiðar Þór. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Sjá meira
Súrnun sjávar samfara hækkandi hitastigi í Norður-Atlantshafi mun hafa gríðarleg áhrif á mikilvægasta nytjastofn okkar Íslendinga, þorskinn. Færri fiskar ná að vaxa upp og hrygningarsvæði hans færast norður fyrir heimskautsbaug. Þetta sýnir ný rannsókn norskra vísindamanna sem birtist í gær í hinu virta tímariti Science Advance. Loftslagsbreytingar í Norður-Atlantshafi og á norðurslóðum valda nýjum ógnum fyrir sjávarútvegsþjóðir á svæðinu. Vísindamennirnir sýna fram á að súrnun veldur erfiðleikum í hrygningu þorsksins. Hækkun hitastigs og súrnun sjávar mun því hafa miklar afleiðingar. Hreiðar Þór Valtýsson, lektor við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri og sérfræðingur í sjávarlíffræði og sjávarútvegsfræðum, segir þessa rannsókn áhugaverða fyrir þær sakir að nú sé reynt að greina áhrif súrnunar á þorskinn.„Oftast hefur verið talað um að súrnunin hefði ekki áhrif á fiska, aðallega á þá sem væru með ytri kalkstoðgrind, skeldýr og annað slíkt. Svo eru Norðmennirnir með sínar gríðarlega öflugu rannsóknir að sýna fram á að það sé ekkert svoleiðis,“ segir Hreiðar Þór og bendir á að nytjastofninn gæti minnkað. „Súrnunin hefur kannski ekki áhrif á fullorðna fiska en getur haft áhrif á seiðin. Rétt eftir klak eru þau ofsalega viðkvæm og þar hefur súrnunin áhrif á frumstigi. Ef þú eykur dánartíðnina þá færðu færri fullorðna fiska og því fækkar í stofninum sem því nemur.“ Vísindamennirnir benda á að súrnunin geti gert það að verkum að hrygningarstöðvar þorsksins færist norður fyrir heimskautsbaug. Hreiðar Þór segir að þær niðurstöður gætu átt aðeins við hrygningarstöðvar við Noreg. „Þetta er pínulítið flókið samband og því er ekki hægt að segja með vissu hvort þær spár eigi alveg fullkomlega við um íslenskan veruleika. Hins vegar er hægt að gera sér í hugarlund að þorskurinn hrygni frekar norðan við Ísland og hætti að hrygna fyrir sunnan land.“ Verðmætin sem felast í veiðum á þorski skipta sköpum fyrir þjóðarbúið. Um helmingur verðmæta sem dregin eru upp úr sjó við Íslandsstrendur kemur frá þorskveiðum. „Súrnunin getur mögulega haft bein neikvæð áhrif á okkar nytjastofna. Þorskurinn er langsamlegast mikilvægasti nytjastofn okkar og súrnun gæti kostað okkur milljarða í krónum á hverju ári,“ segir Hreiðar Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent