Framkvæmdastjóri SA segir fjölda við samningaborðið ekki breyta því sem er til skiptanna Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2018 21:44 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fjölgun viðmælenda við samningaborðið ekki breyta því hvað sé til skiptanna í komandi kjarasamningum. Tvö fjölmennustu stéttarfélög landsins, Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness munu að öllum líkindum vísa kjaradeilu félaganna og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á morgun. Samninganefnd Eflingar ákvað í gærkvöldi að kalla inn samningsumboð sitt hjá Starfsgreinasambandinu og fara í samflot með VR og í morgun tilkynnti formaður Verkalýðsfélags Akraness að félagið myndi fylgja Eflingu. Félögin munu vísa deilu sinni við atvinnurekendur formlega til ríkissáttasemjara á morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tímann verða að leiða í ljós hvaða áhrif þessar hræringar hafi á samningaviðræðurnar. „Aðgerðir eiga aldrei að vera markmið eins eða neins. Nú erum við að fara inn í jólahátíðina og ég held að við eigum að einsetja okkur að ná kjarasamningum án rósturs og aðgerða á vinnumarkaði. Það er atburðarás sem enginn vill hrinda af stað,“ segir Halldór Benjamín. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir það vonbrigði að leiðir skilji. En aðildarfélögin nítján sameinuðust í fyrsta sinn í sögu sinni öll við samningaborðið í haust.Verður þetta keppni á milli hópa um hver nær betri samningi við Samtök atvinnulífsins? „Nei, nei. Það er engin keppni þarna á milli. Vegna þess að báðir aðilar og allir sem standa í samningagerð hafa bara eitt markmið. Það er að ná kjarasamningi til að bæta stöðu síns félagsfólks,“ segir Björn. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir annan hópinn ekki geta vænst þess að fá betri samning en hinn. „Hvernig sem verkalýðshreyfingin kýs að skipuleggja sig, hverja hún kýs að kalla að borðinu, breytir því ekki hvað er til skiptanna. Breytir því ekki hvernig gangurinn er í hagkerfinu,“ segir framkvæmdastjóri SA. Verkalýðshreyfingin er einnig með kröfur á stjórnvöld í skatta- og húsnæðismálum. En átakshópur á vegum stjórnvalda skilar tillögum í húsnæðismálum hinn 20. janúar. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir hvað stjórnvöld eru seint á ferðinni með sín svör sem geti hamlað samningum. „Þannig að mér finnst að stjórnvöld þurfi að fara að hressast í að koma með eitthvað inn í þessar samningaviðræður. Þannig að það kannski strandar á þeim að lokum? Það gæti alveg gert það og þá er það mikill ábyrgðarhluti,“ segir Björn Snæbjörnsson. Kjaramál Tengdar fréttir Verðbólguvæntingar að aukast hjá stjórnendum stórfyrirtækja Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins búast við aukinni verðbólgu næstu tólf mánuði. Hafa verðbólguvæntingar þeirra ekki verið meiri frá því í aðdraganda síðustu kjarasamninga. 19. desember 2018 08:00 Spá fækkun starfa í fyrsta sinn frá 2009 Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins eru svartsýnir á stöðuna í atvinnulífinu samkvæmt nýrri könnun Gallup sem unnin er fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann. 19. desember 2018 06:15 Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 Útlit fyrir að nokkur félög vísi deilu til ríkissáttasemjara fyrir helgi Efling og VR og jafnvel fleiri verkalýðsfélög munu vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara fyrir jól, jafnvel í dag. 20. desember 2018 13:30 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fjölgun viðmælenda við samningaborðið ekki breyta því hvað sé til skiptanna í komandi kjarasamningum. Tvö fjölmennustu stéttarfélög landsins, Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness munu að öllum líkindum vísa kjaradeilu félaganna og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á morgun. Samninganefnd Eflingar ákvað í gærkvöldi að kalla inn samningsumboð sitt hjá Starfsgreinasambandinu og fara í samflot með VR og í morgun tilkynnti formaður Verkalýðsfélags Akraness að félagið myndi fylgja Eflingu. Félögin munu vísa deilu sinni við atvinnurekendur formlega til ríkissáttasemjara á morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tímann verða að leiða í ljós hvaða áhrif þessar hræringar hafi á samningaviðræðurnar. „Aðgerðir eiga aldrei að vera markmið eins eða neins. Nú erum við að fara inn í jólahátíðina og ég held að við eigum að einsetja okkur að ná kjarasamningum án rósturs og aðgerða á vinnumarkaði. Það er atburðarás sem enginn vill hrinda af stað,“ segir Halldór Benjamín. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir það vonbrigði að leiðir skilji. En aðildarfélögin nítján sameinuðust í fyrsta sinn í sögu sinni öll við samningaborðið í haust.Verður þetta keppni á milli hópa um hver nær betri samningi við Samtök atvinnulífsins? „Nei, nei. Það er engin keppni þarna á milli. Vegna þess að báðir aðilar og allir sem standa í samningagerð hafa bara eitt markmið. Það er að ná kjarasamningi til að bæta stöðu síns félagsfólks,“ segir Björn. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir annan hópinn ekki geta vænst þess að fá betri samning en hinn. „Hvernig sem verkalýðshreyfingin kýs að skipuleggja sig, hverja hún kýs að kalla að borðinu, breytir því ekki hvað er til skiptanna. Breytir því ekki hvernig gangurinn er í hagkerfinu,“ segir framkvæmdastjóri SA. Verkalýðshreyfingin er einnig með kröfur á stjórnvöld í skatta- og húsnæðismálum. En átakshópur á vegum stjórnvalda skilar tillögum í húsnæðismálum hinn 20. janúar. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir hvað stjórnvöld eru seint á ferðinni með sín svör sem geti hamlað samningum. „Þannig að mér finnst að stjórnvöld þurfi að fara að hressast í að koma með eitthvað inn í þessar samningaviðræður. Þannig að það kannski strandar á þeim að lokum? Það gæti alveg gert það og þá er það mikill ábyrgðarhluti,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Verðbólguvæntingar að aukast hjá stjórnendum stórfyrirtækja Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins búast við aukinni verðbólgu næstu tólf mánuði. Hafa verðbólguvæntingar þeirra ekki verið meiri frá því í aðdraganda síðustu kjarasamninga. 19. desember 2018 08:00 Spá fækkun starfa í fyrsta sinn frá 2009 Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins eru svartsýnir á stöðuna í atvinnulífinu samkvæmt nýrri könnun Gallup sem unnin er fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann. 19. desember 2018 06:15 Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 Útlit fyrir að nokkur félög vísi deilu til ríkissáttasemjara fyrir helgi Efling og VR og jafnvel fleiri verkalýðsfélög munu vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara fyrir jól, jafnvel í dag. 20. desember 2018 13:30 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Verðbólguvæntingar að aukast hjá stjórnendum stórfyrirtækja Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins búast við aukinni verðbólgu næstu tólf mánuði. Hafa verðbólguvæntingar þeirra ekki verið meiri frá því í aðdraganda síðustu kjarasamninga. 19. desember 2018 08:00
Spá fækkun starfa í fyrsta sinn frá 2009 Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins eru svartsýnir á stöðuna í atvinnulífinu samkvæmt nýrri könnun Gallup sem unnin er fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann. 19. desember 2018 06:15
Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09
Útlit fyrir að nokkur félög vísi deilu til ríkissáttasemjara fyrir helgi Efling og VR og jafnvel fleiri verkalýðsfélög munu vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara fyrir jól, jafnvel í dag. 20. desember 2018 13:30