Gulu vestin hennar Kolbrúnar Helga Ingólfsdóttir skrifar 20. desember 2018 15:47 Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar leiðara Fréttablaðsins síðasta mánudag og fjallar um gul vesti og kröfur VR vegna komandi kjarasamninga. Ekki ríkir mikill skilningur í grein Kolbrúnar á því mikilvæga verkefni sem hvílir á samningsaðilum að stuðla að því að lágmarkslaun dugi fyrir framfærslu þannig að velferðasamfélagið Ísland standi undir nafni sem samfélag þar einstaklingar með ólíkan bakgrunn og mismunandi getu til þess að framfleyta sér eigi möguleika á því að vera þáttakendur í samfélaginu á sínum forsendum. Það vilja allir lifa með reisn í íslensku samfélagi sem státar af einu af toppsætunum í þjóðartekjum. Nú þegar eru margir hópar vel settir, sérstaklega þeir hópar sem náð hafa að semja um sín kjör á liðnum misserum í samræmi við úrskurð kjararáðs. Eftir sitja stórir hópar launþega með launakjör sem annað hvort duga alls ekki fyrir lágmarksframfærslu eða rétt duga til þokkalegra lífskjara. Helmingur alls launafólks er í þessum hópi og síðan má leggja til viðbótar að eldri borgarar sem ekki hafa lífeyrir úr lífeyrisjóði sem dugar til framfærslu búa margir við afar þröngan kost og öryrkjar hafa algjörlega setið á hakanum með kjarabætur vegna kerfisbreytinga sem þeir eru ósáttir við af skiljanlegum ástæðum. Miðað við trakteringarnar sem verkalýðshreyfingin á Íslandi fær frá SA og stjórnvöldum er ekki skrýtið að umræða vakni um hvort gul vesti þurfi til þess að ná eyrum ráðamanna en síðustu mánuði hafa dunið yfir hrafallaspár um minnkandi hagvöxt og aðra óáran og sérstaklega er tekið til þess að það sé alls ekki innistæða fyrir neinum launahækkunum. Það er ekkert aðdáunarvert við ofbeldisfull mótmæli en því verður ekki mótmælt að íbúar Parísar hafa þannig náð eyrum forseta landsins og leitt fram breytingar sem eru til hins betra fyrir borgarana. Gulu vestin eru þannig orðin tákn um aðferð til að ná eyrum stjórnvalda sem skilar árangri.Sama krónutala fyrir alla er krafa VR Íslenska þjóðin og þar með talið félagsmenn VR er ekki í byltingarhugleiðingum enda er það ekki hennar stíll. Hún hefur hinsvegar fengið nóg af yfirlýsingum um að svart sé hvítt og að hér muni allt fara á hvolf ef laun verði hækkuð í krónutölum um 120 þúsund á þremur árum! Sama krónutala fyrir alla er krafa VR og þannig næst að nýta það svigrúm sem er til staðar í hagkerfinu með skilvirkum hætti og allir fá sömu hækkun. Þetta er ein af meginkröfum verkalýðshreyfingarinnar og það væri gott ef miðill eins og Fréttablaðið myndi taka undir og styðja við góð markmið um betri lífskjör til handa þeim hópum sem verst eru settir í samfélaginu. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu og ættu að taka sér stöðu með íbúum og leggja verkalýðshreyfingunni lið með faglegri umræðu um sanngjarnar kröfur í komandi kjarasamningum. Helga Ingólfsdóttir Varaformaður VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Tengdar fréttir Gulu vestin Það eru ýmsir sem vilja gerast alvöru mótmælendur og fara um brjótandi og bramlandi, eins og stundað hefur verið í Frakklandi síðustu vikur. 17. desember 2018 07:00 Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar leiðara Fréttablaðsins síðasta mánudag og fjallar um gul vesti og kröfur VR vegna komandi kjarasamninga. Ekki ríkir mikill skilningur í grein Kolbrúnar á því mikilvæga verkefni sem hvílir á samningsaðilum að stuðla að því að lágmarkslaun dugi fyrir framfærslu þannig að velferðasamfélagið Ísland standi undir nafni sem samfélag þar einstaklingar með ólíkan bakgrunn og mismunandi getu til þess að framfleyta sér eigi möguleika á því að vera þáttakendur í samfélaginu á sínum forsendum. Það vilja allir lifa með reisn í íslensku samfélagi sem státar af einu af toppsætunum í þjóðartekjum. Nú þegar eru margir hópar vel settir, sérstaklega þeir hópar sem náð hafa að semja um sín kjör á liðnum misserum í samræmi við úrskurð kjararáðs. Eftir sitja stórir hópar launþega með launakjör sem annað hvort duga alls ekki fyrir lágmarksframfærslu eða rétt duga til þokkalegra lífskjara. Helmingur alls launafólks er í þessum hópi og síðan má leggja til viðbótar að eldri borgarar sem ekki hafa lífeyrir úr lífeyrisjóði sem dugar til framfærslu búa margir við afar þröngan kost og öryrkjar hafa algjörlega setið á hakanum með kjarabætur vegna kerfisbreytinga sem þeir eru ósáttir við af skiljanlegum ástæðum. Miðað við trakteringarnar sem verkalýðshreyfingin á Íslandi fær frá SA og stjórnvöldum er ekki skrýtið að umræða vakni um hvort gul vesti þurfi til þess að ná eyrum ráðamanna en síðustu mánuði hafa dunið yfir hrafallaspár um minnkandi hagvöxt og aðra óáran og sérstaklega er tekið til þess að það sé alls ekki innistæða fyrir neinum launahækkunum. Það er ekkert aðdáunarvert við ofbeldisfull mótmæli en því verður ekki mótmælt að íbúar Parísar hafa þannig náð eyrum forseta landsins og leitt fram breytingar sem eru til hins betra fyrir borgarana. Gulu vestin eru þannig orðin tákn um aðferð til að ná eyrum stjórnvalda sem skilar árangri.Sama krónutala fyrir alla er krafa VR Íslenska þjóðin og þar með talið félagsmenn VR er ekki í byltingarhugleiðingum enda er það ekki hennar stíll. Hún hefur hinsvegar fengið nóg af yfirlýsingum um að svart sé hvítt og að hér muni allt fara á hvolf ef laun verði hækkuð í krónutölum um 120 þúsund á þremur árum! Sama krónutala fyrir alla er krafa VR og þannig næst að nýta það svigrúm sem er til staðar í hagkerfinu með skilvirkum hætti og allir fá sömu hækkun. Þetta er ein af meginkröfum verkalýðshreyfingarinnar og það væri gott ef miðill eins og Fréttablaðið myndi taka undir og styðja við góð markmið um betri lífskjör til handa þeim hópum sem verst eru settir í samfélaginu. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu og ættu að taka sér stöðu með íbúum og leggja verkalýðshreyfingunni lið með faglegri umræðu um sanngjarnar kröfur í komandi kjarasamningum. Helga Ingólfsdóttir Varaformaður VR
Gulu vestin Það eru ýmsir sem vilja gerast alvöru mótmælendur og fara um brjótandi og bramlandi, eins og stundað hefur verið í Frakklandi síðustu vikur. 17. desember 2018 07:00
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun