Enski boltinn

Arsenal fær líklega enga refsingu vegna flöskukastsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dele Alli fær orð í eyra frá Granit Xhaka.
Dele Alli fær orð í eyra frá Granit Xhaka. Vísir/Getty
Arsenal segist vera búið að finna út hvaða stuðningsmaður henti plastflöskunni í Dele Alli í deildabikarleik Arsenal og Tottenham í gærkvöldi.

Dele Alli fékk plastflösku í hausinn við hliðarlínuna en hann hafði þá áður komið Tottenham í 2-0 sem urðu síðan lokatölur leiksins.

Arsenal nýtti sér upptökur úr öryggismyndavélum á vellinum til að finna út hvaða vitleysingur henti flöskunni en félagið segist skamma sín vegna málsins.

„Við skömmumst okkar öll vegna einstaklingsins sem kastaði flöskunni í Dele Alli,“ segir í tilkynningu frá Arsenal.





Viðkomandi stuðningsmaður er örugglega á leiðinni í langt bann en það lítur út fyrir að uppátæki hans kosti félagið ekkert.

„Við berum ekki ábyrgð á hegðun og athæfi eins stuðningsmanns en viljum senda afsökunarbeiðni til Dele Alli og Tottenham vegna þessa atviks,“ segir ennfremur í fréttatilkynningunni frá Arsneal.





Sky Sports hefur heimildir fyrir því að enska knattspyrnusambandið muni ekki refsa Arsenal vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×