Framtíðin er björt fyrir krabbameinslækningar Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. desember 2018 08:00 Breytir miklu að þurfa ekki að senda sjúklinga utan, segir Örvar Gunnarsson um jáeindaskannann. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Framtíðin í krabbameinslækningum er björt og ný rannsóknartæki og lyf munu halda áfram að koma fram sem mun skila sér í auðveldari og árangursríkari meðferðarmöguleikum fyrir sjúklinga,“ segir Örvar Gunnarsson, krabbameinslæknir á Landspítalanum. Hann segir umræðuna oft þannig að Ísland standi samanburðarlöndum að baki hvað varðar árangur og fjármögnun. „Það eru oft stök atvik sem ekki hafa gengið vel sem vekja neikvæða athygli en sem betur fer ganga hlutirnir langoftast mjög vel. Við erum líka oft á undan með vissa hluti. Það er til dæmis oft lengri bið í Skandinavíu eftir að hitta lækni.“ Þá nefnir hann sérstaklega lyfjamálin en töluvert sé spurt um aðgang að því sem hefur verið kallað nýju krabbameinslyfin og áhyggjum lýst yfir því að sjúklingar hér á landi hafi ekki aðgang að bestu mögulegu meðferð. Þessi nýju lyf má rekja til uppgötvana hinna nýbökuðu Nóbelsverðlaunahafa Japanans Tasuku Honjo og Bandaríkjamannsins James P. Allison á því hvernig hægt sé að virkja ónæmiskerfið til að ráðast gegn krabbameinsfrumum. Þessar uppgötvanir áttu sér stað fyrir um 30 árum en lyfjatilraunir hófust fyrir um 10 árum á meðferð við sortuæxli. Síðan hefur komið í ljós að hægt er að nota þessi lyf við sífellt fleiri tegundum krabbameins. „Lyfjamálin voru erfið fyrir stuttu síðan en það hefur verið mikil sókn í þessum málum undanfarin tvö ár. Við erum að nota þessi nýju lyf og finnum merkjanlegan mun hjá þeim sjúklingum sem fá þau. Það eru samt alltaf einhverjir sjúklingar þar sem nýju lyfin eiga ekki við.“ Það verði áhugavert að sjá raunverulegan árangur nýju lyfjanna þegar meiri reynsla verði komin á notkun þeirra. Bjartsýni ríki um að það verði augsýnilegur munur á árangri. Örvar segist finna að það gangi til dæmis heilt yfir mun betur að fást við lungnakrabbamein. „Það eru miklu fleiri sjúklingar sem eru með betri lífsgæði og lengra líf.“ Þó svo að Ísland verði aldrei fyrst til að byrja að nota ný lyf stöndum við jafnfætis flestum Evrópuþjóðum. „Raunveruleikinn er líka þannig að þegar við höfum þurft að fá ákveðin lyf þá höfum við í langflestum tilfellum fengið það.“ Þá sé reynt að nýta fjármuni sem best með því að velja ódýrari samheitalyf þar sem það sé mögulegt. „Við viljum meina að við stöndum mjög framarlega þegar kemur að stöðu krabbameinslækninga. Við erum á mjög góðum stað með tilliti til árangurs og erum að fá mikið fyrir það sem er lagt í kerfið.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
„Framtíðin í krabbameinslækningum er björt og ný rannsóknartæki og lyf munu halda áfram að koma fram sem mun skila sér í auðveldari og árangursríkari meðferðarmöguleikum fyrir sjúklinga,“ segir Örvar Gunnarsson, krabbameinslæknir á Landspítalanum. Hann segir umræðuna oft þannig að Ísland standi samanburðarlöndum að baki hvað varðar árangur og fjármögnun. „Það eru oft stök atvik sem ekki hafa gengið vel sem vekja neikvæða athygli en sem betur fer ganga hlutirnir langoftast mjög vel. Við erum líka oft á undan með vissa hluti. Það er til dæmis oft lengri bið í Skandinavíu eftir að hitta lækni.“ Þá nefnir hann sérstaklega lyfjamálin en töluvert sé spurt um aðgang að því sem hefur verið kallað nýju krabbameinslyfin og áhyggjum lýst yfir því að sjúklingar hér á landi hafi ekki aðgang að bestu mögulegu meðferð. Þessi nýju lyf má rekja til uppgötvana hinna nýbökuðu Nóbelsverðlaunahafa Japanans Tasuku Honjo og Bandaríkjamannsins James P. Allison á því hvernig hægt sé að virkja ónæmiskerfið til að ráðast gegn krabbameinsfrumum. Þessar uppgötvanir áttu sér stað fyrir um 30 árum en lyfjatilraunir hófust fyrir um 10 árum á meðferð við sortuæxli. Síðan hefur komið í ljós að hægt er að nota þessi lyf við sífellt fleiri tegundum krabbameins. „Lyfjamálin voru erfið fyrir stuttu síðan en það hefur verið mikil sókn í þessum málum undanfarin tvö ár. Við erum að nota þessi nýju lyf og finnum merkjanlegan mun hjá þeim sjúklingum sem fá þau. Það eru samt alltaf einhverjir sjúklingar þar sem nýju lyfin eiga ekki við.“ Það verði áhugavert að sjá raunverulegan árangur nýju lyfjanna þegar meiri reynsla verði komin á notkun þeirra. Bjartsýni ríki um að það verði augsýnilegur munur á árangri. Örvar segist finna að það gangi til dæmis heilt yfir mun betur að fást við lungnakrabbamein. „Það eru miklu fleiri sjúklingar sem eru með betri lífsgæði og lengra líf.“ Þó svo að Ísland verði aldrei fyrst til að byrja að nota ný lyf stöndum við jafnfætis flestum Evrópuþjóðum. „Raunveruleikinn er líka þannig að þegar við höfum þurft að fá ákveðin lyf þá höfum við í langflestum tilfellum fengið það.“ Þá sé reynt að nýta fjármuni sem best með því að velja ódýrari samheitalyf þar sem það sé mögulegt. „Við viljum meina að við stöndum mjög framarlega þegar kemur að stöðu krabbameinslækninga. Við erum á mjög góðum stað með tilliti til árangurs og erum að fá mikið fyrir það sem er lagt í kerfið.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira