Musk íhugar að taka Tesla af markaði Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2018 20:30 Elon Musk. Elon Musk, stofnandi Tesla, tilkynnti á Twitter í dag að hann væri að íhuga að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. Hann sagðist enn fremur þegar hafa tryggt sér fjármagnið sem til þarf. Bílaframleiðandinn hefur verið á markaði frá 2010. Í áðurnefndu tísti sagði Musk að hann væri að íhuga að kaupa fyrirtækið fyrir 420 dali á hlut. Það er um fimmtungi hærra en verðmæti hlutabréfanna er nú og myndi í heildina kosta um 72 milljarða dala. Verðmæti hlutabréfanna hækkaði í dag og er fyrirtækið nú metið á um 58 milljarða. Musk á tæp 20 prósent í Tesla. Fyrr í dag höfðu borist fréttir af því að opinber sjóður Sádi-Arabíu hefði eignast þrjú til fimm prósent í Tesla.Þegar hann var spurður, á Twitter, hvort hann væri í alvörunni að íhuga þetta sagði hann; „Já...Það myndi spara mér marga höfuðverki.“Am considering taking Tesla private at $420. Funding secured. — Elon Musk (@elonmusk) August 7, 2018 Hann fylgdi þessu tísti eftir og sagði fjárfesta geta annað hvort selt fyrir 420 dali á hlut eða átt áfram í fyrirtækinu. Sömuleiðis sagðist hann vonast til þess að allir fjárfestar í Tesla yrðu áfram með fyrirtækinu ef af áætlun hans yrði. Til þess myndi hann stofna sérstakan sjóð og sagðist Musk hafa stofnað svipaðan sjóð í kringum fyrirtæki sitt SpaceX. Musk hefur verið undir mikilli pressu undanfarna mánuði til að tryggja að Tesla geti skilað hagnaði og framleitt sífellt fleiri bíla. Þá hefur hann orðið reiður yfir umfjöllun gagnvart fyrirtækinu og vegna fjárfesta og greiningaraðila. Þar að auki hefur hann kvartað yfir því að hafa fyrirtækið á markaði og sagt að kröfur fjárfesta leiði til skammtímalausna. Í tölvupósti sem sendur var á starfsmenn Tesla í dag sagði Musk að engin ákvörðun hefði verið tekin. Hann vildi hins vegar skapa umhverfi þar sem starfsmenn gætu gert sitt besta. Hann sagði einnig að þar sem fyrirtækið væri á markaði högnuðust ýmsir aðilar á því að ráðast á það og gagnrýna. Þá vísaði hann til SpaceX og sagði að þar sem það hefði aldrei verið á markaði hefði verið auðveldara að taka ákvarðanir til langs tíma sem hefðu reynst fyrirtækinu vel.Tölvupóstinn má lesa í tístinu hér að neðan.Taking Tesla Privatehttps://t.co/kw4eHOJfBh— Tesla (@Tesla) August 7, 2018 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Elon Musk, stofnandi Tesla, tilkynnti á Twitter í dag að hann væri að íhuga að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. Hann sagðist enn fremur þegar hafa tryggt sér fjármagnið sem til þarf. Bílaframleiðandinn hefur verið á markaði frá 2010. Í áðurnefndu tísti sagði Musk að hann væri að íhuga að kaupa fyrirtækið fyrir 420 dali á hlut. Það er um fimmtungi hærra en verðmæti hlutabréfanna er nú og myndi í heildina kosta um 72 milljarða dala. Verðmæti hlutabréfanna hækkaði í dag og er fyrirtækið nú metið á um 58 milljarða. Musk á tæp 20 prósent í Tesla. Fyrr í dag höfðu borist fréttir af því að opinber sjóður Sádi-Arabíu hefði eignast þrjú til fimm prósent í Tesla.Þegar hann var spurður, á Twitter, hvort hann væri í alvörunni að íhuga þetta sagði hann; „Já...Það myndi spara mér marga höfuðverki.“Am considering taking Tesla private at $420. Funding secured. — Elon Musk (@elonmusk) August 7, 2018 Hann fylgdi þessu tísti eftir og sagði fjárfesta geta annað hvort selt fyrir 420 dali á hlut eða átt áfram í fyrirtækinu. Sömuleiðis sagðist hann vonast til þess að allir fjárfestar í Tesla yrðu áfram með fyrirtækinu ef af áætlun hans yrði. Til þess myndi hann stofna sérstakan sjóð og sagðist Musk hafa stofnað svipaðan sjóð í kringum fyrirtæki sitt SpaceX. Musk hefur verið undir mikilli pressu undanfarna mánuði til að tryggja að Tesla geti skilað hagnaði og framleitt sífellt fleiri bíla. Þá hefur hann orðið reiður yfir umfjöllun gagnvart fyrirtækinu og vegna fjárfesta og greiningaraðila. Þar að auki hefur hann kvartað yfir því að hafa fyrirtækið á markaði og sagt að kröfur fjárfesta leiði til skammtímalausna. Í tölvupósti sem sendur var á starfsmenn Tesla í dag sagði Musk að engin ákvörðun hefði verið tekin. Hann vildi hins vegar skapa umhverfi þar sem starfsmenn gætu gert sitt besta. Hann sagði einnig að þar sem fyrirtækið væri á markaði högnuðust ýmsir aðilar á því að ráðast á það og gagnrýna. Þá vísaði hann til SpaceX og sagði að þar sem það hefði aldrei verið á markaði hefði verið auðveldara að taka ákvarðanir til langs tíma sem hefðu reynst fyrirtækinu vel.Tölvupóstinn má lesa í tístinu hér að neðan.Taking Tesla Privatehttps://t.co/kw4eHOJfBh— Tesla (@Tesla) August 7, 2018
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira