Langreyðaveiðarnar kolólöglegar? Ole Anton Bieltvedt skrifar 7. ágúst 2018 12:44 Athugun á langreyðaveiðum Hvals hf. leiðir í ljós, að helzta valdaklíka landsins - sem býr yfir miklum fjármagni og þéttriðnu tengsla- og hagsmunaneti – virðist halda þeim gangandi, væntanlega af peningagræðgi og gróðavon, en Hvalur borgar sem nemur um 86 aurum í veiðigjald fyrir kíló dýranna, og ef sala tekst fyrir að meðaltali 1 Evru á kíló, þá er brúttóhagnaður 14.000%. Birtingarmynd þessarar valdaklíku sást nýlega vel í formi nýs stjórnarformanns í Hval hf. Eftir að við – félagasamtökin Jarðarvinir – höfðum án árangurs reynt að stöðva veiðarnar á grundvelli dýraverndarsjónarmiða, mannúðar og stöðu okkar Íslendinga og ímyndar í samfélagi þjóðanna, líka með tilliti til hagsmuna ferðaþjónustunnar, ákváðum við að láta kanna, hvort rétt væri að þessum veiðum staðið, hvað varðar lög og reglur, og, hvort eftirlit og aðhald yfirvalda væri fullnægjandi . Fengum við til þess einn virtasta og hæfasta lögmann landsins, Ragnar Aðalsteinsson, og starfsfélaga hans. Veiðiskip munu hafa verið byggð fyrir um 70 árum og eru skutulbyssur sennilega jafngamlar, en framleiðandi þeirra staðfestir, að hætt hafi verið að framleiða þær upp úr 1960. Viðhald verksmiðju hætti þá líka. Ef litið er til EES samningsins frá 1992 og þess regluverks og þeirra staðla, sem honum fylgja, eru þessar skutulbyssur því sennilega ólöglegar og notkun þeirra þá alvarlegt lögbrot. Við spurðum Lögreglustjórann á Vesturlandi, hvort Hval hafi verið veitt leyfi fyrir kaupum/innflutning á því sprengiefni, sem félagið notar. Svarið var: „Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur ekki haft slíka beiðni frá Hval ehf. til meðferðar“. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu var spurður sömu spurningar. Svar hans: „Embættinu hefur ekki borist slík umsókn“. Við spurðum sömu embætti, hvort skipverjar hvalveiðiskipanna hefðu gild leyfi til að fara með sprenigefni og annast sprengivinnu. Hvorugt embættið gat staðfest, að svo væri, en þau bentu á, að slík leyfi væru veitt einstaklingum, ekki félögum, og væri ekki vitað, hvar leyfisþegar störfuðu. Er hér beðið nánari ganga og upplýsinga skv. upplýsingalögum. Ef leyfi skipverja reynast ófullnægjandi, ber yfirvöldum að stöðva veiðar strax. Vinnueftirlitið var spurt um tilflutningsleyfi vegna sprengiefnis og hvernig stofnunin tryggi, að allur veiðibúnaður og sprengiefni samræmist reglum embættisins og/eða sé EES-vottaður. Svar: „Engin gögn finnast hjá Vinnueftirlitinu um að Hval hf. hafi verið veitt tilflutningsleyfi skv. 3. mgr. 11. gr. reglugerðar nr. 510/2018 um sprengiefni og forefni til sprengiefnagerðar, né að fyrirtækið hafi sótt um slíkt leyfi til stofnunarinnar“. Matvælastofnun ber ábyrgð á framkvæmd laga nr. 55/2013 um dýravelferð. Skv. 21. gr. laganna skal aflífa dýr „...með skjótum og sársaukalausum hætti...“. Í 27. gr., sem á sérstaklega við um veiðar, segir: „Við veiðar er óheimilt að beita aðferðum sem valda dýri óþarfa limlestingum eða kvölum“. Matvælastofnun var spurð, hvort hún teldi langreyðaveiðar Hvals samræmast þessum lagagreinum. Var m.a. vísað til þess, að skv. skýrslu dr. Egil Ole Öen, um langreyðaveiðar Hvals 2014, urðu 8 dýr, af 50, að ganga í gegnum heiftarlegt dauðastríð, þar sem dýrin börðust um með stálkló skutulsins, tætandi líffæri þeirra, innyfli og hold, í allt að 15 mínútur. Hér er um háþróuð spendýr að ræða, og geta menn ímyndað sé, hvers konar helvíti dýrin urðu að ganga í gegnum, þar til dauðinn loks líknaði. Við þetta bætist, að langreyðakýr bera síðla sumars og eru með nær fullgenginn kálf í kvíði. Er því líka verið að murka lífið úr þessari nær fullþroska lífveru. Í svari Matvælastofnunnar segir: „Matvælastofnun hefur metið það svo að aðferðin sem notuð er í dag við hvalveiðar sé ekki andstæð lögum um velferð dýra og að kröfur 27. greinar séu uppfylltar...“. Um drápin á fóstrunum segir stofnunin: „Fóstur í móðurkviði hlýtur sömu örlög og veidd móðir þess“. Lítið mál það. Hér má minna á markmið laganna: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur“. Fyrir okkur eru þetta fyrirtakslög, en framkvæmd þeirra og eftirlitið með þeim óásættanlegt. Hvernig má það vera, að 8 dýr séu kvalin til dauða með heiftarlegum hætti, þegar unnt reyndist að drepa 42 með „viðunandi hætti“; strax? Ástæðan fyrir kvalardrápi dýranna 8 var væntanlega, að veitt var við ófullnægjandi skilyrði; skytta kærulaus, óábyrg eða vanæf, skotvinkill skakkur, skyggni ófullnægjandi, öldugangur of mikill, færi of langt e.a.þ.h.. Ef að hefði verið að þessum veiðum af fullri fagmennsku og ábyrgð, hefði sennilega mátt fyrirbyggja ömurlegan og kvalarfullan dauðdaga þessara 8 dýra, auk kálfa í kviði sumra þeirra. Það er verkefni Matvælastofnunar að tryggja þessa fagmennsku og þetta aðhald skv. 13. gr. laganna. Í okkar huga hefur hún hér brugðizt hlutverki sínum og skyldum. Hvalur hf. hefur eingöngu veiðileyfi fyrir langreyði. Engum öðrum tegundum. Steypireyður er alfriðuð alls staðar, líka hér. Samt drap Hvalur afkvæmi steypureyðar, blending, sem hún hafði átt með öðrum hval. Steypireyðarkýr fæddi þennan blending, og var hann engan veginn langreyður. Með þessu drápi braut Hvalur í okkar augum lög með alvarlegum hætti. Hvalveiðiklíkan reynir auðvitað að réttlæta þetta, en við munum kæra það til Ríkissaksóknara. Ef að líkum lætur, mun draga til tíðinda í langreyðaveiðum Hvals á næstunni. Þetta gæti orðið „heitt haust“ fyrir stjórnarformanninn nýja. Kannske hitnar líka eitthvað undir einhverjum þægum embættismanninum.Höfundur er kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Tengdar fréttir Merkið Ísland dregið niður í svaðið Ísland, nafn landsins okkar, ímynd þess og orðspor, er meðal þess dýrmætasta, sem við eigum. 4. ágúst 2018 20:27 Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Sjá meira
Athugun á langreyðaveiðum Hvals hf. leiðir í ljós, að helzta valdaklíka landsins - sem býr yfir miklum fjármagni og þéttriðnu tengsla- og hagsmunaneti – virðist halda þeim gangandi, væntanlega af peningagræðgi og gróðavon, en Hvalur borgar sem nemur um 86 aurum í veiðigjald fyrir kíló dýranna, og ef sala tekst fyrir að meðaltali 1 Evru á kíló, þá er brúttóhagnaður 14.000%. Birtingarmynd þessarar valdaklíku sást nýlega vel í formi nýs stjórnarformanns í Hval hf. Eftir að við – félagasamtökin Jarðarvinir – höfðum án árangurs reynt að stöðva veiðarnar á grundvelli dýraverndarsjónarmiða, mannúðar og stöðu okkar Íslendinga og ímyndar í samfélagi þjóðanna, líka með tilliti til hagsmuna ferðaþjónustunnar, ákváðum við að láta kanna, hvort rétt væri að þessum veiðum staðið, hvað varðar lög og reglur, og, hvort eftirlit og aðhald yfirvalda væri fullnægjandi . Fengum við til þess einn virtasta og hæfasta lögmann landsins, Ragnar Aðalsteinsson, og starfsfélaga hans. Veiðiskip munu hafa verið byggð fyrir um 70 árum og eru skutulbyssur sennilega jafngamlar, en framleiðandi þeirra staðfestir, að hætt hafi verið að framleiða þær upp úr 1960. Viðhald verksmiðju hætti þá líka. Ef litið er til EES samningsins frá 1992 og þess regluverks og þeirra staðla, sem honum fylgja, eru þessar skutulbyssur því sennilega ólöglegar og notkun þeirra þá alvarlegt lögbrot. Við spurðum Lögreglustjórann á Vesturlandi, hvort Hval hafi verið veitt leyfi fyrir kaupum/innflutning á því sprengiefni, sem félagið notar. Svarið var: „Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur ekki haft slíka beiðni frá Hval ehf. til meðferðar“. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu var spurður sömu spurningar. Svar hans: „Embættinu hefur ekki borist slík umsókn“. Við spurðum sömu embætti, hvort skipverjar hvalveiðiskipanna hefðu gild leyfi til að fara með sprenigefni og annast sprengivinnu. Hvorugt embættið gat staðfest, að svo væri, en þau bentu á, að slík leyfi væru veitt einstaklingum, ekki félögum, og væri ekki vitað, hvar leyfisþegar störfuðu. Er hér beðið nánari ganga og upplýsinga skv. upplýsingalögum. Ef leyfi skipverja reynast ófullnægjandi, ber yfirvöldum að stöðva veiðar strax. Vinnueftirlitið var spurt um tilflutningsleyfi vegna sprengiefnis og hvernig stofnunin tryggi, að allur veiðibúnaður og sprengiefni samræmist reglum embættisins og/eða sé EES-vottaður. Svar: „Engin gögn finnast hjá Vinnueftirlitinu um að Hval hf. hafi verið veitt tilflutningsleyfi skv. 3. mgr. 11. gr. reglugerðar nr. 510/2018 um sprengiefni og forefni til sprengiefnagerðar, né að fyrirtækið hafi sótt um slíkt leyfi til stofnunarinnar“. Matvælastofnun ber ábyrgð á framkvæmd laga nr. 55/2013 um dýravelferð. Skv. 21. gr. laganna skal aflífa dýr „...með skjótum og sársaukalausum hætti...“. Í 27. gr., sem á sérstaklega við um veiðar, segir: „Við veiðar er óheimilt að beita aðferðum sem valda dýri óþarfa limlestingum eða kvölum“. Matvælastofnun var spurð, hvort hún teldi langreyðaveiðar Hvals samræmast þessum lagagreinum. Var m.a. vísað til þess, að skv. skýrslu dr. Egil Ole Öen, um langreyðaveiðar Hvals 2014, urðu 8 dýr, af 50, að ganga í gegnum heiftarlegt dauðastríð, þar sem dýrin börðust um með stálkló skutulsins, tætandi líffæri þeirra, innyfli og hold, í allt að 15 mínútur. Hér er um háþróuð spendýr að ræða, og geta menn ímyndað sé, hvers konar helvíti dýrin urðu að ganga í gegnum, þar til dauðinn loks líknaði. Við þetta bætist, að langreyðakýr bera síðla sumars og eru með nær fullgenginn kálf í kvíði. Er því líka verið að murka lífið úr þessari nær fullþroska lífveru. Í svari Matvælastofnunnar segir: „Matvælastofnun hefur metið það svo að aðferðin sem notuð er í dag við hvalveiðar sé ekki andstæð lögum um velferð dýra og að kröfur 27. greinar séu uppfylltar...“. Um drápin á fóstrunum segir stofnunin: „Fóstur í móðurkviði hlýtur sömu örlög og veidd móðir þess“. Lítið mál það. Hér má minna á markmið laganna: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur“. Fyrir okkur eru þetta fyrirtakslög, en framkvæmd þeirra og eftirlitið með þeim óásættanlegt. Hvernig má það vera, að 8 dýr séu kvalin til dauða með heiftarlegum hætti, þegar unnt reyndist að drepa 42 með „viðunandi hætti“; strax? Ástæðan fyrir kvalardrápi dýranna 8 var væntanlega, að veitt var við ófullnægjandi skilyrði; skytta kærulaus, óábyrg eða vanæf, skotvinkill skakkur, skyggni ófullnægjandi, öldugangur of mikill, færi of langt e.a.þ.h.. Ef að hefði verið að þessum veiðum af fullri fagmennsku og ábyrgð, hefði sennilega mátt fyrirbyggja ömurlegan og kvalarfullan dauðdaga þessara 8 dýra, auk kálfa í kviði sumra þeirra. Það er verkefni Matvælastofnunar að tryggja þessa fagmennsku og þetta aðhald skv. 13. gr. laganna. Í okkar huga hefur hún hér brugðizt hlutverki sínum og skyldum. Hvalur hf. hefur eingöngu veiðileyfi fyrir langreyði. Engum öðrum tegundum. Steypireyður er alfriðuð alls staðar, líka hér. Samt drap Hvalur afkvæmi steypureyðar, blending, sem hún hafði átt með öðrum hval. Steypireyðarkýr fæddi þennan blending, og var hann engan veginn langreyður. Með þessu drápi braut Hvalur í okkar augum lög með alvarlegum hætti. Hvalveiðiklíkan reynir auðvitað að réttlæta þetta, en við munum kæra það til Ríkissaksóknara. Ef að líkum lætur, mun draga til tíðinda í langreyðaveiðum Hvals á næstunni. Þetta gæti orðið „heitt haust“ fyrir stjórnarformanninn nýja. Kannske hitnar líka eitthvað undir einhverjum þægum embættismanninum.Höfundur er kaupsýslumaður.
Merkið Ísland dregið niður í svaðið Ísland, nafn landsins okkar, ímynd þess og orðspor, er meðal þess dýrmætasta, sem við eigum. 4. ágúst 2018 20:27
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun