Að koma kísilverinu í Helguvík í viðunandi horf mun kosta þrjá milljarða til viðbótar Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. ágúst 2018 12:00 Kísilverið í Helguvík sem er í dag í eigu Arion banka. Engin starfsemi er í verksmiðjunni í dag en níu starfsmenn vinna hjá Stakksbergi til að fyrirbyggja rýrnun verðmæta. Vísir/Anton Brink Fjárfesta þarf í kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík, sem í dag er í eigu Arion banka, fyrir að minnsta kosti 2,5 - 3 milljarða króna til viðbótar þannig að verksmiðjan komist í viðunandi horf. Arion banki hefur þegar afskrifað rúmlega sjö milljarða króna vegna verksmiðjunnar og freistar þess nú að selja hana. Arion banki leysti til sín kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík eftir að félagið var lýst gjaldþrota 22. janúar á þessu ári. Bankinn kom verksmiðjunni fyrir í eignarhaldsfélaginu Stakksbergi en í sex mánaða uppgjöri Arion banka sem birt var á fimmtudag kom fram að Stakksberg fari í söluferli síðar á þessu ári. Í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2017 kemur fram að bankinn hafi afskrifað lán til United Silicon sem námu 6,2 millörðum króna. Til viðbótar setti bankinn rúmlega 900 milljónir króna inn í reksturinn til að halda kísilmálmverksmiðjunni gangandi meðan United Silicon var í greiðslustöðvun en engin starfsemi er í verksmiðjunni í dag. Samtals eru þetta um 7,1 milljarður króna en bókfært virði kísilmálmverksmiðjunnar var 5,2 milljarðar króna í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2017. Niðurfærsla og önnur útgjöld Arion banka vegna verksmiðjunnar eru því 1,9 milljörðum króna yfir bókfærðu virði hennar.Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka.Arion bankiHöskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn hafi ráðið ráðgjafa sem hafi þekkingu á kísilmálmi. „Við erum bæði með innlenda og erlenda ráðgjafa. Við höfum haft norska ráðgjafa, tæknilega ráðgjafa, sem hafa farið ítarlega í gegnum hvað þarf að gera við þessa verksmiðju þannig að hún sé starfhæf. Við höfum góða mynd af því. Það þarf að fjárfesta frekar í verksmiðjunni, hún var bara ekki fullkláruð áður en hún var sett í gang. Núna þarf að gera það. Bankinn hefur síður áhuga á að gera það en vill frekar draga einhverja aðra að borðinu sem gera það en það er ekkert útilokað að bankinn fylgi þessu lengra eftir. Núna munum við hins vegar láta reyna á sölu á þessu. Við munum þá freista þess að selja verksmiðju sem er ekki fullbúin,“ segir Höskuldur. Til að koma kísilmálmverksmiðjunni í það horf að hún sé sambærileg kísilmálmverksmiðjum erlendis þarf líklega að fjárfesta í verksmiðjunni fyrir um tvo og hálfan til þrjá milljarða króna til viðbótar. „Það kostar talsvert minna að koma henni í það horf að hún fúnkeri. Að fullklára þetta, eins og þarf að gera, með því að byggja verkstæði, skrifstofur og fleira þá er þetta fremur nærri þremur milljörðum króna. Tveir og hálfur til þrír milljarðar,“ segir Höskuldur. Eins og að framan er rakið ætlar bankinn að freista þess að selja verksmiðjuna ókláraða fremur en að setja frekara fé í hana að svo stöddu. Það er því óljóst hvert tjón bankans vegna kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík verður þegar uppi er staðið en það veltur annars vegar á því hvað fæst fyrir verksmiðjuna ef það tekst að selja hana og hins vegar á því hvort bankinn þurfi í millitíðinni að leggja henni til enn frekara fjármagn. Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Fjárfesta þarf í kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík, sem í dag er í eigu Arion banka, fyrir að minnsta kosti 2,5 - 3 milljarða króna til viðbótar þannig að verksmiðjan komist í viðunandi horf. Arion banki hefur þegar afskrifað rúmlega sjö milljarða króna vegna verksmiðjunnar og freistar þess nú að selja hana. Arion banki leysti til sín kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík eftir að félagið var lýst gjaldþrota 22. janúar á þessu ári. Bankinn kom verksmiðjunni fyrir í eignarhaldsfélaginu Stakksbergi en í sex mánaða uppgjöri Arion banka sem birt var á fimmtudag kom fram að Stakksberg fari í söluferli síðar á þessu ári. Í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2017 kemur fram að bankinn hafi afskrifað lán til United Silicon sem námu 6,2 millörðum króna. Til viðbótar setti bankinn rúmlega 900 milljónir króna inn í reksturinn til að halda kísilmálmverksmiðjunni gangandi meðan United Silicon var í greiðslustöðvun en engin starfsemi er í verksmiðjunni í dag. Samtals eru þetta um 7,1 milljarður króna en bókfært virði kísilmálmverksmiðjunnar var 5,2 milljarðar króna í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2017. Niðurfærsla og önnur útgjöld Arion banka vegna verksmiðjunnar eru því 1,9 milljörðum króna yfir bókfærðu virði hennar.Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka.Arion bankiHöskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn hafi ráðið ráðgjafa sem hafi þekkingu á kísilmálmi. „Við erum bæði með innlenda og erlenda ráðgjafa. Við höfum haft norska ráðgjafa, tæknilega ráðgjafa, sem hafa farið ítarlega í gegnum hvað þarf að gera við þessa verksmiðju þannig að hún sé starfhæf. Við höfum góða mynd af því. Það þarf að fjárfesta frekar í verksmiðjunni, hún var bara ekki fullkláruð áður en hún var sett í gang. Núna þarf að gera það. Bankinn hefur síður áhuga á að gera það en vill frekar draga einhverja aðra að borðinu sem gera það en það er ekkert útilokað að bankinn fylgi þessu lengra eftir. Núna munum við hins vegar láta reyna á sölu á þessu. Við munum þá freista þess að selja verksmiðju sem er ekki fullbúin,“ segir Höskuldur. Til að koma kísilmálmverksmiðjunni í það horf að hún sé sambærileg kísilmálmverksmiðjum erlendis þarf líklega að fjárfesta í verksmiðjunni fyrir um tvo og hálfan til þrjá milljarða króna til viðbótar. „Það kostar talsvert minna að koma henni í það horf að hún fúnkeri. Að fullklára þetta, eins og þarf að gera, með því að byggja verkstæði, skrifstofur og fleira þá er þetta fremur nærri þremur milljörðum króna. Tveir og hálfur til þrír milljarðar,“ segir Höskuldur. Eins og að framan er rakið ætlar bankinn að freista þess að selja verksmiðjuna ókláraða fremur en að setja frekara fé í hana að svo stöddu. Það er því óljóst hvert tjón bankans vegna kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík verður þegar uppi er staðið en það veltur annars vegar á því hvað fæst fyrir verksmiðjuna ef það tekst að selja hana og hins vegar á því hvort bankinn þurfi í millitíðinni að leggja henni til enn frekara fjármagn.
Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira