Að koma kísilverinu í Helguvík í viðunandi horf mun kosta þrjá milljarða til viðbótar Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. ágúst 2018 12:00 Kísilverið í Helguvík sem er í dag í eigu Arion banka. Engin starfsemi er í verksmiðjunni í dag en níu starfsmenn vinna hjá Stakksbergi til að fyrirbyggja rýrnun verðmæta. Vísir/Anton Brink Fjárfesta þarf í kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík, sem í dag er í eigu Arion banka, fyrir að minnsta kosti 2,5 - 3 milljarða króna til viðbótar þannig að verksmiðjan komist í viðunandi horf. Arion banki hefur þegar afskrifað rúmlega sjö milljarða króna vegna verksmiðjunnar og freistar þess nú að selja hana. Arion banki leysti til sín kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík eftir að félagið var lýst gjaldþrota 22. janúar á þessu ári. Bankinn kom verksmiðjunni fyrir í eignarhaldsfélaginu Stakksbergi en í sex mánaða uppgjöri Arion banka sem birt var á fimmtudag kom fram að Stakksberg fari í söluferli síðar á þessu ári. Í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2017 kemur fram að bankinn hafi afskrifað lán til United Silicon sem námu 6,2 millörðum króna. Til viðbótar setti bankinn rúmlega 900 milljónir króna inn í reksturinn til að halda kísilmálmverksmiðjunni gangandi meðan United Silicon var í greiðslustöðvun en engin starfsemi er í verksmiðjunni í dag. Samtals eru þetta um 7,1 milljarður króna en bókfært virði kísilmálmverksmiðjunnar var 5,2 milljarðar króna í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2017. Niðurfærsla og önnur útgjöld Arion banka vegna verksmiðjunnar eru því 1,9 milljörðum króna yfir bókfærðu virði hennar.Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka.Arion bankiHöskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn hafi ráðið ráðgjafa sem hafi þekkingu á kísilmálmi. „Við erum bæði með innlenda og erlenda ráðgjafa. Við höfum haft norska ráðgjafa, tæknilega ráðgjafa, sem hafa farið ítarlega í gegnum hvað þarf að gera við þessa verksmiðju þannig að hún sé starfhæf. Við höfum góða mynd af því. Það þarf að fjárfesta frekar í verksmiðjunni, hún var bara ekki fullkláruð áður en hún var sett í gang. Núna þarf að gera það. Bankinn hefur síður áhuga á að gera það en vill frekar draga einhverja aðra að borðinu sem gera það en það er ekkert útilokað að bankinn fylgi þessu lengra eftir. Núna munum við hins vegar láta reyna á sölu á þessu. Við munum þá freista þess að selja verksmiðju sem er ekki fullbúin,“ segir Höskuldur. Til að koma kísilmálmverksmiðjunni í það horf að hún sé sambærileg kísilmálmverksmiðjum erlendis þarf líklega að fjárfesta í verksmiðjunni fyrir um tvo og hálfan til þrjá milljarða króna til viðbótar. „Það kostar talsvert minna að koma henni í það horf að hún fúnkeri. Að fullklára þetta, eins og þarf að gera, með því að byggja verkstæði, skrifstofur og fleira þá er þetta fremur nærri þremur milljörðum króna. Tveir og hálfur til þrír milljarðar,“ segir Höskuldur. Eins og að framan er rakið ætlar bankinn að freista þess að selja verksmiðjuna ókláraða fremur en að setja frekara fé í hana að svo stöddu. Það er því óljóst hvert tjón bankans vegna kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík verður þegar uppi er staðið en það veltur annars vegar á því hvað fæst fyrir verksmiðjuna ef það tekst að selja hana og hins vegar á því hvort bankinn þurfi í millitíðinni að leggja henni til enn frekara fjármagn. Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Fjárfesta þarf í kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík, sem í dag er í eigu Arion banka, fyrir að minnsta kosti 2,5 - 3 milljarða króna til viðbótar þannig að verksmiðjan komist í viðunandi horf. Arion banki hefur þegar afskrifað rúmlega sjö milljarða króna vegna verksmiðjunnar og freistar þess nú að selja hana. Arion banki leysti til sín kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík eftir að félagið var lýst gjaldþrota 22. janúar á þessu ári. Bankinn kom verksmiðjunni fyrir í eignarhaldsfélaginu Stakksbergi en í sex mánaða uppgjöri Arion banka sem birt var á fimmtudag kom fram að Stakksberg fari í söluferli síðar á þessu ári. Í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2017 kemur fram að bankinn hafi afskrifað lán til United Silicon sem námu 6,2 millörðum króna. Til viðbótar setti bankinn rúmlega 900 milljónir króna inn í reksturinn til að halda kísilmálmverksmiðjunni gangandi meðan United Silicon var í greiðslustöðvun en engin starfsemi er í verksmiðjunni í dag. Samtals eru þetta um 7,1 milljarður króna en bókfært virði kísilmálmverksmiðjunnar var 5,2 milljarðar króna í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2017. Niðurfærsla og önnur útgjöld Arion banka vegna verksmiðjunnar eru því 1,9 milljörðum króna yfir bókfærðu virði hennar.Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka.Arion bankiHöskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn hafi ráðið ráðgjafa sem hafi þekkingu á kísilmálmi. „Við erum bæði með innlenda og erlenda ráðgjafa. Við höfum haft norska ráðgjafa, tæknilega ráðgjafa, sem hafa farið ítarlega í gegnum hvað þarf að gera við þessa verksmiðju þannig að hún sé starfhæf. Við höfum góða mynd af því. Það þarf að fjárfesta frekar í verksmiðjunni, hún var bara ekki fullkláruð áður en hún var sett í gang. Núna þarf að gera það. Bankinn hefur síður áhuga á að gera það en vill frekar draga einhverja aðra að borðinu sem gera það en það er ekkert útilokað að bankinn fylgi þessu lengra eftir. Núna munum við hins vegar láta reyna á sölu á þessu. Við munum þá freista þess að selja verksmiðju sem er ekki fullbúin,“ segir Höskuldur. Til að koma kísilmálmverksmiðjunni í það horf að hún sé sambærileg kísilmálmverksmiðjum erlendis þarf líklega að fjárfesta í verksmiðjunni fyrir um tvo og hálfan til þrjá milljarða króna til viðbótar. „Það kostar talsvert minna að koma henni í það horf að hún fúnkeri. Að fullklára þetta, eins og þarf að gera, með því að byggja verkstæði, skrifstofur og fleira þá er þetta fremur nærri þremur milljörðum króna. Tveir og hálfur til þrír milljarðar,“ segir Höskuldur. Eins og að framan er rakið ætlar bankinn að freista þess að selja verksmiðjuna ókláraða fremur en að setja frekara fé í hana að svo stöddu. Það er því óljóst hvert tjón bankans vegna kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík verður þegar uppi er staðið en það veltur annars vegar á því hvað fæst fyrir verksmiðjuna ef það tekst að selja hana og hins vegar á því hvort bankinn þurfi í millitíðinni að leggja henni til enn frekara fjármagn.
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira