Yfirlýsing vegna aðgerða Icelandair Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson skrifa 24. september 2018 17:07 Við undirrituð mótmælum harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu. Í ljósi þess að stjórn félagsins hefur á síðastliðnum tveimur árum greitt hluthöfum rúman 1,3 milljarð í arð vekur það furðu að ráðast eigi að atvinnuöryggi þeirra sem gert hafa rekstur fyrirtækisins mögulegan; þeim sem unnið hafa vinnuna, með því að banna hlutastörf. Hvernig væri að stjórnendur félagsins byrjuðu á því að axla ábyrgð á stöðu þeirri sem komin er upp hjá Icelandair með því að afsala sér ofurlaunum og kaupaukagreiðslum, upphæðum sem eru margföld laun vinnuaflsins á íslenskum vinnumarkaði? Á meðan það er ekki gert er allt tal um háan launakostnað Icelandair algjörlega ómarktækt. Eins og svo oft áður í íslensku samfélagi beinast aðgerðirnar að stórri kvennastétt sem ætlast er til að beri byrðar „hagræðingar“ og sparnaðar. Enn á ný sjáum við hversu kerfisbundin kvenfyrirlitningin er í þjóðfélaginu og hvernig hagsmunir efnahagslegra forréttindahópa vega ávallt þyngra en virðing fyrir kvennastörfum. Kapítalísk græðgisvæðing býr til efnahagslegan óstöðugleika, ekki kröfur vinnuaflsins um sanngirni, það hefur sagan kennt okkur og því fordæmum við að ráðist skuli með þessum hætti að hagsmunum starfsfólks Icelandair. Við lýsum yfir samstöðu með flugfreyjum og flugþjónum í baráttu þeirra fyrir virðingu og réttlæti. Við hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama. Með baráttukveðju, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar – stéttarfélags Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Kjaramál Ragnar Þór Ingólfsson Sólveig Anna Jónsdóttir Vilhjálmur Birgisson Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við undirrituð mótmælum harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu. Í ljósi þess að stjórn félagsins hefur á síðastliðnum tveimur árum greitt hluthöfum rúman 1,3 milljarð í arð vekur það furðu að ráðast eigi að atvinnuöryggi þeirra sem gert hafa rekstur fyrirtækisins mögulegan; þeim sem unnið hafa vinnuna, með því að banna hlutastörf. Hvernig væri að stjórnendur félagsins byrjuðu á því að axla ábyrgð á stöðu þeirri sem komin er upp hjá Icelandair með því að afsala sér ofurlaunum og kaupaukagreiðslum, upphæðum sem eru margföld laun vinnuaflsins á íslenskum vinnumarkaði? Á meðan það er ekki gert er allt tal um háan launakostnað Icelandair algjörlega ómarktækt. Eins og svo oft áður í íslensku samfélagi beinast aðgerðirnar að stórri kvennastétt sem ætlast er til að beri byrðar „hagræðingar“ og sparnaðar. Enn á ný sjáum við hversu kerfisbundin kvenfyrirlitningin er í þjóðfélaginu og hvernig hagsmunir efnahagslegra forréttindahópa vega ávallt þyngra en virðing fyrir kvennastörfum. Kapítalísk græðgisvæðing býr til efnahagslegan óstöðugleika, ekki kröfur vinnuaflsins um sanngirni, það hefur sagan kennt okkur og því fordæmum við að ráðist skuli með þessum hætti að hagsmunum starfsfólks Icelandair. Við lýsum yfir samstöðu með flugfreyjum og flugþjónum í baráttu þeirra fyrir virðingu og réttlæti. Við hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama. Með baráttukveðju, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar – stéttarfélags Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar