Primera Air efst á svörtum lista í Svíþjóð Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. september 2018 11:28 Primera Air þykir ekki standa sig vel í að vinna úr kvörtunum viðskipta vina sinna í Svíþjóð. Vísir/getty Af þeim 23 flugfélögum sem rötuðu á „svartan lista“ sænsku neytendasamtakanna Råd & Rön og tímaritsins Vagabond trónir Primera Air á toppnum. Ástæðan er tregða flugfélagsins við að greiða viðskiptavinum sínum bætur, til að mynda vegna seinkunar á flugi, en í frétt SVT segir að Primera Air hafi alls neitað að greiða viðskiptavinum rúmlega 1,3 milljónir íslenskra króna í fyrra. Meðal annarra flugfélaga sem rata ofarlega á svarta listann eru Wizz Air, Turkish Airlines, Lufthansa og Air China. Í samtali við SVT segir ritstjóri Vagabond að flestar kvartanir flugfarþega tengist seinkunum. Það skýrist að miklu leyti af harðri samkeppni í flugbransanum, til að mynda með tilkomu nýrra flugfélaga, sem stytti tímann sem flugfélög hafa til að athafna sig á flugvöllum. Því megi ekki mikið út af bregða ætli flugfélög að halda áætlun og um leið sleppa við bótakröfur frá viðskiptavinum sínum. Ritstjórinn undirstrikar að svarti listinn heldur aðeins utan um þau flugfélög sem þykja standa sig verst í að vinna úr kvörtunum viðskiptvina sinn. Ekki sé um að ræða úttekt á lélegri þjónustu um borð, almennri stundvísi eða ánægju viðskiptavina. Vélar á vegum Primera Air-samstæðunnar fljúga frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem skráð er í Lettlandi. Félagið flýgur fyrir íslenskar ferðaskrifstofur og flugfreyju- og þjónar um borð í vélum félagsins eru flest frá Lettlandi. Fréttir af flugi Lettland Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Af þeim 23 flugfélögum sem rötuðu á „svartan lista“ sænsku neytendasamtakanna Råd & Rön og tímaritsins Vagabond trónir Primera Air á toppnum. Ástæðan er tregða flugfélagsins við að greiða viðskiptavinum sínum bætur, til að mynda vegna seinkunar á flugi, en í frétt SVT segir að Primera Air hafi alls neitað að greiða viðskiptavinum rúmlega 1,3 milljónir íslenskra króna í fyrra. Meðal annarra flugfélaga sem rata ofarlega á svarta listann eru Wizz Air, Turkish Airlines, Lufthansa og Air China. Í samtali við SVT segir ritstjóri Vagabond að flestar kvartanir flugfarþega tengist seinkunum. Það skýrist að miklu leyti af harðri samkeppni í flugbransanum, til að mynda með tilkomu nýrra flugfélaga, sem stytti tímann sem flugfélög hafa til að athafna sig á flugvöllum. Því megi ekki mikið út af bregða ætli flugfélög að halda áætlun og um leið sleppa við bótakröfur frá viðskiptavinum sínum. Ritstjórinn undirstrikar að svarti listinn heldur aðeins utan um þau flugfélög sem þykja standa sig verst í að vinna úr kvörtunum viðskiptvina sinn. Ekki sé um að ræða úttekt á lélegri þjónustu um borð, almennri stundvísi eða ánægju viðskiptavina. Vélar á vegum Primera Air-samstæðunnar fljúga frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem skráð er í Lettlandi. Félagið flýgur fyrir íslenskar ferðaskrifstofur og flugfreyju- og þjónar um borð í vélum félagsins eru flest frá Lettlandi.
Fréttir af flugi Lettland Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28