Költ-klassík með baðvatninu Stefán Þór Hjartarson skrifar 24. september 2018 08:00 Það er stuð og stemming að kíkja í bíó og baða sig aðeins í leiðinni. Jean Paul Gaultier sá um búninga og er þessi múndering hennar Millu mörgum sérlega minnisstæð. Það er fyrir löngu orðinn siður að kvikmyndahátíðinni RIFF fylgi sundbíó þar sem fjörug ræma er sýnd í sundlaug og í ár verður engin breyting þar á. Költ-myndin The Fifth Element verður sýnd í Sundhöllinni með pompi og prakt. Myndin The Fifth Element frá 1997 verður sýnd, hún er eftir Luc Besson. Þetta er framtíðarsýn ársins 1997 – þannig að allt er mjög framtíðarlegt en samt í þeirri fagurfræði sem var í gangi árið 1997. Þetta er gríðarlega skítug framtíðarsýn – skítug vélmenni og allt svolítið skítugt. Fatahönnunin er samt rosalega flott. Sundhöllin verður í anda myndarinnar – þetta er ekki bara það að myndin sé sýnd heldur verður andrúmsloftið fullt af myndinni,“ segir Ólafur Ásgeirsson, leikari og umsjónarmaður og leikstjóri hins árlega sundbíós kvikmyndahátíðarinnar RIFF. Hann segir það mjög skemmtilegt að hafa tekið þetta verkefni að sér, enda sé hann stjórnsamur og fái þarna ákveðna útrás fyrir það en sömuleiðis finnst honum gaman að leikstýra svona yfirhöfuð. Ólafur segist aðspurður ekki tengja The Fifth Element neitt sérstaklega við sundlaugar eða baðferðir almennt – hann hefur aldrei horft á hana í baði – heldur hafi hann valið hana vegna þess hve auðvelt er að horfa á hana aftur og aftur. Það sé jú ástæðan fyrir því að hún hefur lifað í þessi 20 ár tæp og sé komin með költ-stimpilinn. „Maður getur alltaf horft á hana aftur og aftur. Ég hef örugglega séð þessa mynd svona 15 sinnum myndi ég halda – ég hef séð hana alls staðar nema í sundi. Það er auðvitað rosalega gaman að horfa á mynd í bíói í fyrsta sinn en ég held að fólk sé ekki endilega að fara að fókusa á myndina allan tímann þarna í lauginni, þannig að það er í lagi að það sé mynd sem flestir hafi séð áður.“ Sundhöllin verður færð í framtíðarbúning til að skapa stemmingu fyrir sýninguna. Ólafur notar nokkur brögð til að fá fram þessa Fifth Element stemmingu. „Þetta verður aðallega gert með ljósi og hljóði sem eru tveir mest stemmingarskapandi hlutir sem þú getur fundið. Svo verða þarna einhverjir leikrænir tilburðir – annað vil ég ekki gefa upp. Þarna verður líka boðið upp á hressingu, óáfenga að vísu.“ Sundbíóið fer fram í Sundhöll Reykjavíkur næstkomandi laugardag, þann 29. september, klukkan 19.30. Miða má kaupa á tix.is og vel að merkja kostar miðinn 1.997 krónur. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Sundlaugar Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Jean Paul Gaultier sá um búninga og er þessi múndering hennar Millu mörgum sérlega minnisstæð. Það er fyrir löngu orðinn siður að kvikmyndahátíðinni RIFF fylgi sundbíó þar sem fjörug ræma er sýnd í sundlaug og í ár verður engin breyting þar á. Költ-myndin The Fifth Element verður sýnd í Sundhöllinni með pompi og prakt. Myndin The Fifth Element frá 1997 verður sýnd, hún er eftir Luc Besson. Þetta er framtíðarsýn ársins 1997 – þannig að allt er mjög framtíðarlegt en samt í þeirri fagurfræði sem var í gangi árið 1997. Þetta er gríðarlega skítug framtíðarsýn – skítug vélmenni og allt svolítið skítugt. Fatahönnunin er samt rosalega flott. Sundhöllin verður í anda myndarinnar – þetta er ekki bara það að myndin sé sýnd heldur verður andrúmsloftið fullt af myndinni,“ segir Ólafur Ásgeirsson, leikari og umsjónarmaður og leikstjóri hins árlega sundbíós kvikmyndahátíðarinnar RIFF. Hann segir það mjög skemmtilegt að hafa tekið þetta verkefni að sér, enda sé hann stjórnsamur og fái þarna ákveðna útrás fyrir það en sömuleiðis finnst honum gaman að leikstýra svona yfirhöfuð. Ólafur segist aðspurður ekki tengja The Fifth Element neitt sérstaklega við sundlaugar eða baðferðir almennt – hann hefur aldrei horft á hana í baði – heldur hafi hann valið hana vegna þess hve auðvelt er að horfa á hana aftur og aftur. Það sé jú ástæðan fyrir því að hún hefur lifað í þessi 20 ár tæp og sé komin með költ-stimpilinn. „Maður getur alltaf horft á hana aftur og aftur. Ég hef örugglega séð þessa mynd svona 15 sinnum myndi ég halda – ég hef séð hana alls staðar nema í sundi. Það er auðvitað rosalega gaman að horfa á mynd í bíói í fyrsta sinn en ég held að fólk sé ekki endilega að fara að fókusa á myndina allan tímann þarna í lauginni, þannig að það er í lagi að það sé mynd sem flestir hafi séð áður.“ Sundhöllin verður færð í framtíðarbúning til að skapa stemmingu fyrir sýninguna. Ólafur notar nokkur brögð til að fá fram þessa Fifth Element stemmingu. „Þetta verður aðallega gert með ljósi og hljóði sem eru tveir mest stemmingarskapandi hlutir sem þú getur fundið. Svo verða þarna einhverjir leikrænir tilburðir – annað vil ég ekki gefa upp. Þarna verður líka boðið upp á hressingu, óáfenga að vísu.“ Sundbíóið fer fram í Sundhöll Reykjavíkur næstkomandi laugardag, þann 29. september, klukkan 19.30. Miða má kaupa á tix.is og vel að merkja kostar miðinn 1.997 krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Sundlaugar Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein