Uppbygging miðbæjar í Garðabæ; blómlegur miðbær – sterkt mannlíf Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 22. maí 2018 14:37 Aðlaðandi miðbær með þjónustu og verslun er mikilvægur hluti af bæjarbrag. Garðabær er þétt fjölskyldusamfélag þar sem bæjarbúar heilsast, spyrja frétta og láta sér annt hver um annan. Þetta er bæjarmenning sem við viljum standa vörð um og verður sífellt dýrmætari í hraða samfélagsins. Öflugur miðbær styður við sterkt mannlíf. Áfram uppbygging á Garðatorgi Mikil uppbygging hefur verið á Garðatorgi sem er sífellt að verða öflugra með bílakjallara, glæsilegum verslunum, margs konar þjónustu og fyrsta flokks veitingastöðum. Sterkur miðbær eykur möguleikana fyrir íbúa, það er stutt að skreppa eftir gjafavöru, hitta vini í hádeginu eða koma á fund yfir góðum kaffibolla. Frágangi við byggingaframkvæmdir Garðatorgs 6 er að ljúka þar sem nú eru komnar verslanir og nýr veitingastaður. Frekari uppbygging og fegrun á torginu er brýnt verkefni sem er fyrirhugað á þessu ári og þeim næstu. Ákveðið hefur verið að setja fjármunir í að bæta aðstöðuna á torginu svo sem göngugötuna, innitorg og merkingar. Landsleikur sýndur á torginu Fyrirhugað er að sýna fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramóti karla í fótbolta á breiðtjaldi á Garðatorgi þann 16. júní þegar Ísland mætir Argentínu. Þannig er torgið vettvangur fyrir ýmsa atburði og bæjarhátíðir þar sem bæjarbúar hittast og eiga góðar stundir saman. Miðbær til framtíðar Mikilvægt er að horfa til framtíðar við mótun miðbæjar og ljóst er að ákveðnar breytingar eru fram undan um leið og öðrum framkvæmdum lýkur. Þar má nefna að Arion banki er á förum af torginu og æskilegt er að í það húsnæði komi líflegur rekstur sem dregur að sér mannlíf. Tiltekt og þrif hafa staðið yfir á vordögum í bílakjallara. Snyrting og málningarvinna á bílaplani og torgi er hluti af vorverkunum auk þess sem bekkjum verður fjölgað og gróður settur á torgið. Höldum áfram að byggja upp öflugan miðbæ í samvinnu við rekstraraðila á torginu, miðbæ sem eykur lífsgæði og samheldni íbúa og er bænum til sóma. Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Skoðun Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Aðlaðandi miðbær með þjónustu og verslun er mikilvægur hluti af bæjarbrag. Garðabær er þétt fjölskyldusamfélag þar sem bæjarbúar heilsast, spyrja frétta og láta sér annt hver um annan. Þetta er bæjarmenning sem við viljum standa vörð um og verður sífellt dýrmætari í hraða samfélagsins. Öflugur miðbær styður við sterkt mannlíf. Áfram uppbygging á Garðatorgi Mikil uppbygging hefur verið á Garðatorgi sem er sífellt að verða öflugra með bílakjallara, glæsilegum verslunum, margs konar þjónustu og fyrsta flokks veitingastöðum. Sterkur miðbær eykur möguleikana fyrir íbúa, það er stutt að skreppa eftir gjafavöru, hitta vini í hádeginu eða koma á fund yfir góðum kaffibolla. Frágangi við byggingaframkvæmdir Garðatorgs 6 er að ljúka þar sem nú eru komnar verslanir og nýr veitingastaður. Frekari uppbygging og fegrun á torginu er brýnt verkefni sem er fyrirhugað á þessu ári og þeim næstu. Ákveðið hefur verið að setja fjármunir í að bæta aðstöðuna á torginu svo sem göngugötuna, innitorg og merkingar. Landsleikur sýndur á torginu Fyrirhugað er að sýna fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramóti karla í fótbolta á breiðtjaldi á Garðatorgi þann 16. júní þegar Ísland mætir Argentínu. Þannig er torgið vettvangur fyrir ýmsa atburði og bæjarhátíðir þar sem bæjarbúar hittast og eiga góðar stundir saman. Miðbær til framtíðar Mikilvægt er að horfa til framtíðar við mótun miðbæjar og ljóst er að ákveðnar breytingar eru fram undan um leið og öðrum framkvæmdum lýkur. Þar má nefna að Arion banki er á förum af torginu og æskilegt er að í það húsnæði komi líflegur rekstur sem dregur að sér mannlíf. Tiltekt og þrif hafa staðið yfir á vordögum í bílakjallara. Snyrting og málningarvinna á bílaplani og torgi er hluti af vorverkunum auk þess sem bekkjum verður fjölgað og gróður settur á torgið. Höldum áfram að byggja upp öflugan miðbæ í samvinnu við rekstraraðila á torginu, miðbæ sem eykur lífsgæði og samheldni íbúa og er bænum til sóma. Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar