Forsetinn segir of „óhentugt“ að fylgja öryggisreglum Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2018 12:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. Það er þvert á öryggisreglur Hvíta hússins og starfshætti forvera hans og gerir hann mögulega berskjaldaðan gagnvart árásum. Þetta hefur Politico eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins en Trump er sagður notast við tvo síma. Einn þeirra er eingöngu gerður til símtala og hinn inniheldur eingöngu Twitter og aðgang að nokkrum fréttasíðum. Aðstoðarmenn Trump hafa hvatt hann til að fá öryggissérfræðinga Hvíta hússins til að yfirfara Twitter-símann á mánaðarfresti, eins og hann á að gera, en forsetinn segir það vera „of óhentugt“. Allt að fimm mánuðir hafa liði á milli þess að sími forsetans hefur verið yfirfarinn, þar sem sérfræðingar kanna meðal annars hvort að tölvuþrjótar hafi öðlast aðgang að honum. Talsmenn Hvíta hússins neituðu að tjá sig um frétt Politico en einn heimildarmaður miðilsins sagði símunum sem Trump notaði til að hringja væri reglulega skipt út og að ekki væri nauðsynlegt að skipta út Twitter-símanum vegna innbyggðs öryggiskerfis símans og öryggiskerfis Twitter. Vert er að taka fram að Trump getur sem forseti hunsað öryggisreglur Hvíta hússins og ráð starfsmanna sinna. Starfsmönnum Hvíta hússins var hins vegar meinað að notast við eigin síma í störfum sínum í janúar og í tilkynningu frá Hvíta húsinu sagði að öryggi tæknikerfa Hvíta hússins væri í hávegum hjá ríkisstjórn Trump. Þá hefur forsetinn einnig ítrekað kallað eftir því að Hillary Clinton verði fangelsuð vegna persónulegs vefþjóns sem hún notaðist við fyrir tölvupósta sína þegar hún var utanríkisráðherra. Sömuleiðis hefur Trump haldið því, ranglega, fram að tölvuþrjótar hafi brotið sér leið inn á vefþjóna hennar. Clinton sagði á sínum tíma að hún hefði einungis gert það vegna hentugleika, en forverar hennar notuðust einnig við persónulega vefþjóna. Þá er vitað til þess að minnst sex starfsmenn ríkisstjórnar Trump hafi sömuleiðis notast við slíka vefþjóna við opinber störf. Þar á meðal eru Jared Kushner, Ivanka Trump, Stephen Miller, Reince Priebus og Steve Bannon. Donald Trump Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. Það er þvert á öryggisreglur Hvíta hússins og starfshætti forvera hans og gerir hann mögulega berskjaldaðan gagnvart árásum. Þetta hefur Politico eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins en Trump er sagður notast við tvo síma. Einn þeirra er eingöngu gerður til símtala og hinn inniheldur eingöngu Twitter og aðgang að nokkrum fréttasíðum. Aðstoðarmenn Trump hafa hvatt hann til að fá öryggissérfræðinga Hvíta hússins til að yfirfara Twitter-símann á mánaðarfresti, eins og hann á að gera, en forsetinn segir það vera „of óhentugt“. Allt að fimm mánuðir hafa liði á milli þess að sími forsetans hefur verið yfirfarinn, þar sem sérfræðingar kanna meðal annars hvort að tölvuþrjótar hafi öðlast aðgang að honum. Talsmenn Hvíta hússins neituðu að tjá sig um frétt Politico en einn heimildarmaður miðilsins sagði símunum sem Trump notaði til að hringja væri reglulega skipt út og að ekki væri nauðsynlegt að skipta út Twitter-símanum vegna innbyggðs öryggiskerfis símans og öryggiskerfis Twitter. Vert er að taka fram að Trump getur sem forseti hunsað öryggisreglur Hvíta hússins og ráð starfsmanna sinna. Starfsmönnum Hvíta hússins var hins vegar meinað að notast við eigin síma í störfum sínum í janúar og í tilkynningu frá Hvíta húsinu sagði að öryggi tæknikerfa Hvíta hússins væri í hávegum hjá ríkisstjórn Trump. Þá hefur forsetinn einnig ítrekað kallað eftir því að Hillary Clinton verði fangelsuð vegna persónulegs vefþjóns sem hún notaðist við fyrir tölvupósta sína þegar hún var utanríkisráðherra. Sömuleiðis hefur Trump haldið því, ranglega, fram að tölvuþrjótar hafi brotið sér leið inn á vefþjóna hennar. Clinton sagði á sínum tíma að hún hefði einungis gert það vegna hentugleika, en forverar hennar notuðust einnig við persónulega vefþjóna. Þá er vitað til þess að minnst sex starfsmenn ríkisstjórnar Trump hafi sömuleiðis notast við slíka vefþjóna við opinber störf. Þar á meðal eru Jared Kushner, Ivanka Trump, Stephen Miller, Reince Priebus og Steve Bannon.
Donald Trump Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira