Kane átti frábært tímabil með Tottenham í vetur þar sem hann var í harðri samkeppni við Mohamed Salah um gullskóinn áður en meiðsli settu strik í reikninginn hjá Kane snemma árs.
England hefur verið án fastráðins fyrirliða síðan Wayne Rooney lagði landsliðsskóna á hilluna á síðasta ári. Í þeim leikjum sem England hefur spilað frá brotthvarfi Rooney hafa Eric Dier og Jordan Hendersson borið fyrirliðabandið.
„Harry hefur einstaka eiginleika í persónuleika sínum. Hann er fagmaður fram í fingurgóma og eitt það mikilvægasta sem fyrirliðinn gerir er að setja fordæmi fyrir aðra liðsmenn,“ sagði Southgate á fundi í höfuðstöðvum enska landsliðsins í morgun.
„Hann trúir á liðið og það er frábært fyrir liðsfélagana að vera með fyrirliða sem hefur sýnt okkur öllum að það er hægt að vera meðal þeirra bestu í heimi í langan tíma.“
Captain Kane!
@HKane will lead @England at the @FIFAWorldCup this summer! #OneOfOurOwnpic.twitter.com/hcTssEKiFG
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) May 22, 2018