Erlent

104 tyrkneskir liðsforingjar í lífstíðarfangelsi fyrir valdarán

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Erdogan hefur styrkt sig mjög í sessi eftir valdaránið misheppnaða og hefur verið sakaður um að sviðsetja allt saman
Erdogan hefur styrkt sig mjög í sessi eftir valdaránið misheppnaða og hefur verið sakaður um að sviðsetja allt saman
Hundrað og fjórir fyrrverandi liðsforingjar tyrkneska hersins hafa verið dæmdir í lífstíðar fangelsi fyrir aðild að dularfullri valdaránstilraun árið 2016.

Að minnsta kosti 260 létu lífið og á þriðja þúsund særðust í valdaráninu misheppnaða. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, barði niður allt andóf í kjölfarið og lét handtaka þúsundir hermanna, dómara, lögreglumanna, háskólakennara og fréttamanna. Alls voru meira en fimmtíu þúsund handteknir og hundrað og fimmtíu þúsund reknir úr opinberum störfum.

Sagðist Erdogan jafnvel reiðubúinn að innleiða dauðarefsinguna á ný í Tyrklandi til að refsa þeim sem stæðu að baki samsærinu gegn sér.


Tengdar fréttir

Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks

Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans.

Umdeild réttarhöld hafin í Tyrklandi

Handtaka prestsins Andrew Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×