Heiðarleiki – nauðsynlegt innihald stjórnmála Soumia Georgsdóttir skrifar 22. maí 2018 08:00 Ég heiti Soumia Georgsdóttir, alltaf kölluð Mía. Ég er fædd í lok árs 1975 í Marrakech í Marokkó. Ég flutti til Íslands árið 2000. Mér var vel tekið frá fyrsta degi og ég er stolt af því að geta kallað mig Íslending í dag. Ég er fyrst til að viðurkenna að ég hef ekki alltaf skilið íslensk stjórnmál. Samt hef ég alltaf haft sterkar skoðanir á því hvernig hlutirnir eiga að ganga fyrir sig og hvernig stjórnmálamenn eigi að takast á við viðfangsefni samfélagsins. Mig langar til að taka þátt í að byggja upp samfélagið sem tók mér opnum örmum fyrir 18 árum og hefur veitt mér réttindi sem ég þráði í æsku, eins og frelsi, öryggi og mannréttindi. Það er alltaf hægt að gera betur en við Íslendingar þurfum fyrst og fremst að gæta þess að halda í þessi miklu forréttindi. Ég hef alltaf passað upp á að nýta kosningaréttinn og hef reynt að kjósa „rétt“ eins og flestir reyna að gera. Ég hef líka alltaf viljað styðja stjórnmálaflokk sem virðir alla og helst þann flokk sem tekur fjölbreytileikanum fagnandi. Fjölbreytni er styrkleiki í mínum huga, sérstaklega ef henni er fagnað og hún fær að blómstra á réttan hátt. BF Viðreisn er fjölbreyttur flokkur, í honum eru kennarar, ljósmæður, innflytjendur, fólk á öllum aldri, lögfræðingar, aðstandendur fatlaðra barna og sjálfstætt starfandi einstaklingar. Hópurinn var settur saman af kostgæfni og innan hans getur hver og einn rætt og haft áhrif á málefni sem hann þekkir vel til. Að mínu áliti endurspeglar hópurinn, eins vel og hægt er, samfélagið okkar í Kópavogi. Hjá okkur er ólíkum hópum gefin rödd og tækifæri til að hafa áhrif á mál og málefni útfrá eigin þekkingu og reynslu. Ein af ástæðunum fyrir því að ég gekk til liðs við BF Viðreisn eru störf og áræðni Theódóru Þorsteinsdóttur, oddvita listans. Theódóra hefur sýnt í störfum sínum sem formaður bæjarráðs Kópavogs að þar er á ferðinni öflug og heiðarleg stjórnmálakona. Theódóra er bæði með yfirgripsmikla sýn á það sem hún vill gera og kemur hlutum í framkvæmd. Í störfum sínum hefur hún lagt áherslu á samráð og samtal við bæjarbúa og hún stendur við orð sín. Heiðarleiki er eiginleiki sem ég kann best að meta.Mía situr í 11 sæti á lista BF Viðreisnar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Soumia Georgsdóttir, alltaf kölluð Mía. Ég er fædd í lok árs 1975 í Marrakech í Marokkó. Ég flutti til Íslands árið 2000. Mér var vel tekið frá fyrsta degi og ég er stolt af því að geta kallað mig Íslending í dag. Ég er fyrst til að viðurkenna að ég hef ekki alltaf skilið íslensk stjórnmál. Samt hef ég alltaf haft sterkar skoðanir á því hvernig hlutirnir eiga að ganga fyrir sig og hvernig stjórnmálamenn eigi að takast á við viðfangsefni samfélagsins. Mig langar til að taka þátt í að byggja upp samfélagið sem tók mér opnum örmum fyrir 18 árum og hefur veitt mér réttindi sem ég þráði í æsku, eins og frelsi, öryggi og mannréttindi. Það er alltaf hægt að gera betur en við Íslendingar þurfum fyrst og fremst að gæta þess að halda í þessi miklu forréttindi. Ég hef alltaf passað upp á að nýta kosningaréttinn og hef reynt að kjósa „rétt“ eins og flestir reyna að gera. Ég hef líka alltaf viljað styðja stjórnmálaflokk sem virðir alla og helst þann flokk sem tekur fjölbreytileikanum fagnandi. Fjölbreytni er styrkleiki í mínum huga, sérstaklega ef henni er fagnað og hún fær að blómstra á réttan hátt. BF Viðreisn er fjölbreyttur flokkur, í honum eru kennarar, ljósmæður, innflytjendur, fólk á öllum aldri, lögfræðingar, aðstandendur fatlaðra barna og sjálfstætt starfandi einstaklingar. Hópurinn var settur saman af kostgæfni og innan hans getur hver og einn rætt og haft áhrif á málefni sem hann þekkir vel til. Að mínu áliti endurspeglar hópurinn, eins vel og hægt er, samfélagið okkar í Kópavogi. Hjá okkur er ólíkum hópum gefin rödd og tækifæri til að hafa áhrif á mál og málefni útfrá eigin þekkingu og reynslu. Ein af ástæðunum fyrir því að ég gekk til liðs við BF Viðreisn eru störf og áræðni Theódóru Þorsteinsdóttur, oddvita listans. Theódóra hefur sýnt í störfum sínum sem formaður bæjarráðs Kópavogs að þar er á ferðinni öflug og heiðarleg stjórnmálakona. Theódóra er bæði með yfirgripsmikla sýn á það sem hún vill gera og kemur hlutum í framkvæmd. Í störfum sínum hefur hún lagt áherslu á samráð og samtal við bæjarbúa og hún stendur við orð sín. Heiðarleiki er eiginleiki sem ég kann best að meta.Mía situr í 11 sæti á lista BF Viðreisnar í Kópavogi
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar