Alþjóðabankinn hvetur til aukinnar fjárfestingar í menntun og heilsu Heimsljós kynnir 15. október 2018 09:30 Mikilvægi mannauðs, nýsköpunar og tækniframfara voru meginstef á nýafstöðnum ársfundi Alþjóðabankans sem fram fór á Balí, Indónesíu. Kynnti forseti bankans nýja vísitölu sem ætlað er að mæla framtíðarhorfur mannauðs í einstökum löndum. Vísitalan er liður í nýjum áherslum bankans sem ætlað er að hvetja til aukinna fjárfestinga á sviði heilbrigðismála og menntunar í þágu aukins jöfnuðar og hagvaxtar. Vísitalan nær til 157 ríkja og mælir þætti sem varða menntun, heilsu og næringu barna. Hverju ríki er gefið gildi sem fellur milli 0 og 1. Singapúr trónir á toppi listans með gildið 0,88 en Ísland er í 33. sæti með gildi upp á 0,74. Tvíhliða samstarfslönd Íslands í þróunarsamvinnu, Malaví og Úganda, eru í 125. og 137. sæti listans. Er vísitölunni ætlað að segja til um framtíðarhorfur ríkja með því að horfa til framtíðarvinnuaflsins, barnanna. Fullt hús, þ.e. gildið 1, mundi þýða að barn sem fæddist í dag gæti búist við að verða heilbrigður einstaklingur og lifa að lágmarki til sextugs, og fengi fjórtán ára gæðamenntun. Samkvæmt bankanum þýðir vísitalan að í ríki sem fær gildið 0,7 í mannauðsvísitölunni, eru framtíðarmöguleikar barns sem fæðist í dag um 30% minni en ef að það fengi notið fullra tækifæra hvað varðar menntun og heilsu. Til að mæla þetta er m.a. horft til niðurstöðu PISA-kannana til að mæla gæði náms, meðallengdar skólagöngu og tíðni vaxtarhömlunar fyrir fimm ára aldur. Vaxtarhömlun háir næstum fjórðungi barna í heiminum í dag og er tíðnin notuð sem mælikvarði á heilsu barna, hversu vel þau verða í stakk búin til að leggja sitt af mörkum á vinnumarkaði, og hvort þau hafi grunn til að læra lífið á enda. Frekar má kynna sér mannauðsvísitöluna hér.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent
Mikilvægi mannauðs, nýsköpunar og tækniframfara voru meginstef á nýafstöðnum ársfundi Alþjóðabankans sem fram fór á Balí, Indónesíu. Kynnti forseti bankans nýja vísitölu sem ætlað er að mæla framtíðarhorfur mannauðs í einstökum löndum. Vísitalan er liður í nýjum áherslum bankans sem ætlað er að hvetja til aukinna fjárfestinga á sviði heilbrigðismála og menntunar í þágu aukins jöfnuðar og hagvaxtar. Vísitalan nær til 157 ríkja og mælir þætti sem varða menntun, heilsu og næringu barna. Hverju ríki er gefið gildi sem fellur milli 0 og 1. Singapúr trónir á toppi listans með gildið 0,88 en Ísland er í 33. sæti með gildi upp á 0,74. Tvíhliða samstarfslönd Íslands í þróunarsamvinnu, Malaví og Úganda, eru í 125. og 137. sæti listans. Er vísitölunni ætlað að segja til um framtíðarhorfur ríkja með því að horfa til framtíðarvinnuaflsins, barnanna. Fullt hús, þ.e. gildið 1, mundi þýða að barn sem fæddist í dag gæti búist við að verða heilbrigður einstaklingur og lifa að lágmarki til sextugs, og fengi fjórtán ára gæðamenntun. Samkvæmt bankanum þýðir vísitalan að í ríki sem fær gildið 0,7 í mannauðsvísitölunni, eru framtíðarmöguleikar barns sem fæðist í dag um 30% minni en ef að það fengi notið fullra tækifæra hvað varðar menntun og heilsu. Til að mæla þetta er m.a. horft til niðurstöðu PISA-kannana til að mæla gæði náms, meðallengdar skólagöngu og tíðni vaxtarhömlunar fyrir fimm ára aldur. Vaxtarhömlun háir næstum fjórðungi barna í heiminum í dag og er tíðnin notuð sem mælikvarði á heilsu barna, hversu vel þau verða í stakk búin til að leggja sitt af mörkum á vinnumarkaði, og hvort þau hafi grunn til að læra lífið á enda. Frekar má kynna sér mannauðsvísitöluna hér.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent