Innlent

Réðust á og hótuðu starfs­mönnum verslunar

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla hafði einnig afskipti af nokkrum fjölda ökumanna.
Lögregla hafði einnig afskipti af nokkrum fjölda ökumanna. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um tvo menn að stela í verslun í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Þegar starfsmenn verslunarinnar hafi haft afskipti af þeim réðust mennirnir á starfsmennina og höfðu í hótunum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar. Segir að annar mannanna hafi enn verið á vettvangi þegar lögreglu bar að garði og hafi hann verið handtekinn og fluttur á lögreglustöð.

Í tilkynningunni segir ennfremur að tilkynnt hafi verið um ofurölvi mann sem hafi verið að áreita fólk við verslun á svæði lögreglustöðvar 3 sem vær yfir Breiðholt og Kópavog. Þar kemur fram að ekki hafi verið unnt að ræða við manninn eða koma honum heim sökum ástands og hafi hann því verið handtekinn. Við handtökuna fundust á manninum meint fíkniefni og var hann vistaður í fangaklefa vegna ástands.

Lögregla hafi einnig afskipti af nokkrum fjölda ökumanna sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna og voru sumir þeirra einnig án ökuréttinda.

Einnig segir að lögregla hafi stöðvað nokkurn fjölda ökumanna fyrir of hraðan akstur. Einn þeirra ók á rúmlega tvöföldum hámarkshraða, 121 kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn er 60.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×