Segir brýnt að sameina FME og Seðlabankann Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. ágúst 2018 21:15 Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands Vísir/ÞÞ Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að sú staðreynd að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands séu enn tvær aðgreindar, sjálfstæðar stofnanir sé vísbending um að Íslendingar hafi ekki dregið rétta lærdóma af banka- og gjaldeyrishruninu 2008. Í fjórum skýrslum sérfræðinga, sem hafa komið út á síðustu árum, er mælt með sameiningu þessara stofnana. Eftir bankahrunið 2008 var hávær umræða um að sameina þyrfti að nýju Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, FME. Þetta var þó ekki gert heldur var samstarf þessara stofnana aukið í staðinn. Í ársbyrjun 2011 var undirritaður nýr samstarfssamningur milli Seðlabankans og FME. Í maí 2014 samþykkti Alþingi svo lög um fjármálastöðugleikaráð, sérstakan samstarfsvettvang þessara stofnana og tók ráðið til starfa sama ár. Ráðið hefur fundað nokkrum sinnum á ári í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Það sem af er þessu ári hefur ráðið fundað þrisvar. Siðast hinn 26. júní síðastliðinn.Á síðustu árum hafa komið út fjórar skýrslur sérfræðinga þar sem mælt er með sameiningu FME og Seðlabankans. Megintillaga finnska bankasérfræðingsins Kaarlo Jännari í skýrslu frá mars 2009 var var að sameina Seðlabanka Íslands og FME eða setja þessar tvær stofnanir undir sömu yfirstjórn. Svíinn Mats Josefsson lagði til í annarri skýrslu frá nóvember 2011 að það myndi styrkja fókus og skilvirkni FME ef að bæði þjóðhags- og eindarvarúð yrði flutt til Seðlabankans en Fjármálaeftirlitið sinnti eingöngu eftirlitshlutverki. Breski bankamaðurinn Sir Andrew Large lagði til í skýrslu sem hann vann fyrir Seðlabankann í maí 2012 að Fjármálaeftirlitið yrði fært inn í Seðlabankann. Kaarlo Jännari vann svo aðra skýrslu í október 2012 ásamt Gavin Bingham og Jóni Sigurðssyni en þremenningarnir lögðu til, orðrétt að: „Samþætta ætti í tveimur áföngum Seðlabanka og Fjármálaeftirlit í einni stofnun sem fari með yfirstjórn peninga- og fjármála á Íslandi.“ Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði segir blasa við að sameina þurfi þessar stofnanir á ný.„Hvað höfum við í rauninni lært af hruninu? Ein helsta gagnrýnin var sú að það væru margir aðilar sem bæru ábyrgð á bönkunum og fjármálastöðugleika. Það er enn þannig. Það eru tveir aðilar sem bera ábyrgð á fjármálastöðugleika. Allir erlendir ráðgjafar segja að þetta fyrirkomulag gangi ekki upp. Seðlabankinn eigi að taka einn ábyrgð á fjármálastöðugleika, enda er hann lánveitandi til þrautavara. Miðað við hvað það er fátt fólk á Íslandi er í raun fáránlegt að vera með tvær greiningardeildir, í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu, til að greina sama hlutinn,“ segir Ásgeir. Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að sú staðreynd að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands séu enn tvær aðgreindar, sjálfstæðar stofnanir sé vísbending um að Íslendingar hafi ekki dregið rétta lærdóma af banka- og gjaldeyrishruninu 2008. Í fjórum skýrslum sérfræðinga, sem hafa komið út á síðustu árum, er mælt með sameiningu þessara stofnana. Eftir bankahrunið 2008 var hávær umræða um að sameina þyrfti að nýju Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, FME. Þetta var þó ekki gert heldur var samstarf þessara stofnana aukið í staðinn. Í ársbyrjun 2011 var undirritaður nýr samstarfssamningur milli Seðlabankans og FME. Í maí 2014 samþykkti Alþingi svo lög um fjármálastöðugleikaráð, sérstakan samstarfsvettvang þessara stofnana og tók ráðið til starfa sama ár. Ráðið hefur fundað nokkrum sinnum á ári í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Það sem af er þessu ári hefur ráðið fundað þrisvar. Siðast hinn 26. júní síðastliðinn.Á síðustu árum hafa komið út fjórar skýrslur sérfræðinga þar sem mælt er með sameiningu FME og Seðlabankans. Megintillaga finnska bankasérfræðingsins Kaarlo Jännari í skýrslu frá mars 2009 var var að sameina Seðlabanka Íslands og FME eða setja þessar tvær stofnanir undir sömu yfirstjórn. Svíinn Mats Josefsson lagði til í annarri skýrslu frá nóvember 2011 að það myndi styrkja fókus og skilvirkni FME ef að bæði þjóðhags- og eindarvarúð yrði flutt til Seðlabankans en Fjármálaeftirlitið sinnti eingöngu eftirlitshlutverki. Breski bankamaðurinn Sir Andrew Large lagði til í skýrslu sem hann vann fyrir Seðlabankann í maí 2012 að Fjármálaeftirlitið yrði fært inn í Seðlabankann. Kaarlo Jännari vann svo aðra skýrslu í október 2012 ásamt Gavin Bingham og Jóni Sigurðssyni en þremenningarnir lögðu til, orðrétt að: „Samþætta ætti í tveimur áföngum Seðlabanka og Fjármálaeftirlit í einni stofnun sem fari með yfirstjórn peninga- og fjármála á Íslandi.“ Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði segir blasa við að sameina þurfi þessar stofnanir á ný.„Hvað höfum við í rauninni lært af hruninu? Ein helsta gagnrýnin var sú að það væru margir aðilar sem bæru ábyrgð á bönkunum og fjármálastöðugleika. Það er enn þannig. Það eru tveir aðilar sem bera ábyrgð á fjármálastöðugleika. Allir erlendir ráðgjafar segja að þetta fyrirkomulag gangi ekki upp. Seðlabankinn eigi að taka einn ábyrgð á fjármálastöðugleika, enda er hann lánveitandi til þrautavara. Miðað við hvað það er fátt fólk á Íslandi er í raun fáránlegt að vera með tvær greiningardeildir, í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu, til að greina sama hlutinn,“ segir Ásgeir.
Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira