Umdeild íbúakosning í Árborg í dag Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2018 12:12 Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna. Sex kjördeildir í Árborg voru opnaðar klukkan níu í morgun. Aðdragandi íbúakosninganna hefur verið þó nokkur en kosið er um samþykki bæjaryfirvalda á breyttu deili- og aðalskipulagi. Lóðir á miðbæjarsvæðinu hafa staðið nær óhreyfðar í mörg ár og höfðu tilraunir bæjaryfirvalda til að koma lóðunum út reynst árangurslausar þangað til Sigtún þróunarfélag óskaði eftir þeim til uppbyggingar. Þegar þróunarfélagið kynnti fyrst hugmyndir sínar um miðbæinn, í mars 2015, voru allir flokkar í bæjarstjórn sammála um að veita félaginu vilyrði fyrir úthlutun. Einróma stuðningur allra bæjarfulltrúa varð til þess að félagið fékk allar lóðirnar án útboðs. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var hafin undirskriftar til að knýja fram íbúakosningu um samþykkt bæjaryfirvalda en ólga er meðal íbúa um ráðstöfun svæðisins.Í kynningarblaði sem sveitarfélagið gaf út fyrir kosningarnar kom fram að kjörseðill í kosningunum yrði ógildur ef kjósandi myndi ekki taka afstöðu með eða á móti tillögum bæjarstjórnarinnar. Þessu var breytt, fyrir tveimur dögum, með leiðréttingu sem send var út á heimasíðu sveitarfélagsins vegna spurninga sem höfðu vaknað, meðal annars innan úr bæjarstjórn, hvort gengið væri á lýðræðislegan rétt kjósandans með því að gefa ekki kost á því að skila auðu atkvæði og þannig þvinga fram afstöðu. Við framkvæmd íbúakosningunnar nú er stuðst við sömu venjur og lög og eru í sveitarstjórnarkosningum. Ingimundur Sigurmundsson formaður yfirkjörstjórnar í Árborg segir villuna í kynningarblaði sveitarfélagsins meinlega en hafi ekki áhrif á framkvæmd kosninganna.„Villan sneri að því að þú yrðir að merkja við báðar spurningarnar annars væri kjörseðillinn ógildur. Það var sem sagt ekki rétt. Það er það sem við erum að leiðrétta og við erum með auglýsingar á kjörstaðnum það sem þessi villa er sérstaklega leiðrétt. Þú getur sem sagt merkt við eina spurningu og ákveðið að skila hinni auðri,“ segir Ingimundur. Hefur yfirkjörstjórn ekki áhyggjur af því að þessi skilaboð komist ekki til skila til allra þar sem kynningarbæklingurinn var borinn í hvert hús en leiðréttingin einungis auglýst á heimasvæði Árborgar á netinu? „Jú verulegar. Þetta er mjög bagalegt að þessi villa hafi komið upp hjá sveitarfélaginu, vissulega. Mjög bagalegt,“ segir Ingimundur. Heldur þú að þetta komi til með að hafa áhrif á kjörsókn eða niðurstöðu kosninganna? „Nei, það held ég ekki. Þetta er alls ekki með þeim hætti að þetta sé eitthvað úrslitamál í kosningunum,“ segir Ingimundur. Tengdar fréttir Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Laun nýs bæjarstjóra í Árborg lækkuð Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt ráðningarsamning við nýjan bæjarstjóra í sveitarfélaginu, Gísla Halldór Halldórsson. 3. ágúst 2018 11:19 Vangaveltur um lögmæti íbúakosninga í Árborg Óvíst er hvort að íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Áborgar sé lögleg. 16. ágúst 2018 20:24 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna. Sex kjördeildir í Árborg voru opnaðar klukkan níu í morgun. Aðdragandi íbúakosninganna hefur verið þó nokkur en kosið er um samþykki bæjaryfirvalda á breyttu deili- og aðalskipulagi. Lóðir á miðbæjarsvæðinu hafa staðið nær óhreyfðar í mörg ár og höfðu tilraunir bæjaryfirvalda til að koma lóðunum út reynst árangurslausar þangað til Sigtún þróunarfélag óskaði eftir þeim til uppbyggingar. Þegar þróunarfélagið kynnti fyrst hugmyndir sínar um miðbæinn, í mars 2015, voru allir flokkar í bæjarstjórn sammála um að veita félaginu vilyrði fyrir úthlutun. Einróma stuðningur allra bæjarfulltrúa varð til þess að félagið fékk allar lóðirnar án útboðs. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var hafin undirskriftar til að knýja fram íbúakosningu um samþykkt bæjaryfirvalda en ólga er meðal íbúa um ráðstöfun svæðisins.Í kynningarblaði sem sveitarfélagið gaf út fyrir kosningarnar kom fram að kjörseðill í kosningunum yrði ógildur ef kjósandi myndi ekki taka afstöðu með eða á móti tillögum bæjarstjórnarinnar. Þessu var breytt, fyrir tveimur dögum, með leiðréttingu sem send var út á heimasíðu sveitarfélagsins vegna spurninga sem höfðu vaknað, meðal annars innan úr bæjarstjórn, hvort gengið væri á lýðræðislegan rétt kjósandans með því að gefa ekki kost á því að skila auðu atkvæði og þannig þvinga fram afstöðu. Við framkvæmd íbúakosningunnar nú er stuðst við sömu venjur og lög og eru í sveitarstjórnarkosningum. Ingimundur Sigurmundsson formaður yfirkjörstjórnar í Árborg segir villuna í kynningarblaði sveitarfélagsins meinlega en hafi ekki áhrif á framkvæmd kosninganna.„Villan sneri að því að þú yrðir að merkja við báðar spurningarnar annars væri kjörseðillinn ógildur. Það var sem sagt ekki rétt. Það er það sem við erum að leiðrétta og við erum með auglýsingar á kjörstaðnum það sem þessi villa er sérstaklega leiðrétt. Þú getur sem sagt merkt við eina spurningu og ákveðið að skila hinni auðri,“ segir Ingimundur. Hefur yfirkjörstjórn ekki áhyggjur af því að þessi skilaboð komist ekki til skila til allra þar sem kynningarbæklingurinn var borinn í hvert hús en leiðréttingin einungis auglýst á heimasvæði Árborgar á netinu? „Jú verulegar. Þetta er mjög bagalegt að þessi villa hafi komið upp hjá sveitarfélaginu, vissulega. Mjög bagalegt,“ segir Ingimundur. Heldur þú að þetta komi til með að hafa áhrif á kjörsókn eða niðurstöðu kosninganna? „Nei, það held ég ekki. Þetta er alls ekki með þeim hætti að þetta sé eitthvað úrslitamál í kosningunum,“ segir Ingimundur.
Tengdar fréttir Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Laun nýs bæjarstjóra í Árborg lækkuð Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt ráðningarsamning við nýjan bæjarstjóra í sveitarfélaginu, Gísla Halldór Halldórsson. 3. ágúst 2018 11:19 Vangaveltur um lögmæti íbúakosninga í Árborg Óvíst er hvort að íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Áborgar sé lögleg. 16. ágúst 2018 20:24 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32
Laun nýs bæjarstjóra í Árborg lækkuð Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt ráðningarsamning við nýjan bæjarstjóra í sveitarfélaginu, Gísla Halldór Halldórsson. 3. ágúst 2018 11:19
Vangaveltur um lögmæti íbúakosninga í Árborg Óvíst er hvort að íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Áborgar sé lögleg. 16. ágúst 2018 20:24