Skutluþjónusta í boði á Menningarnótt Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. ágúst 2018 07:30 Frítt verður í Strætó á Menningarnótt og er fólk hvatt til að nýta sér það. Fréttablaðið/Stefán Strætó hvetur ökumenn til að nýta sér skutluþjónustu sem verður í boði á Menningarnótt. Þannig munu strætisvagnar aka frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. Ferðir verða í boði frá klukkan hálf átta um morguninn til klukkan eitt um nóttina. Frítt verður í þessar ferðir sem og aðrar strætisvagnaferðir á Menningarnótt. Aðeins þarf að greiða fyrir næturakstur. Almennu leiðarkerfi Strætó verður skipt í þrjá fasa. Hefðbundin laugardagsáætlun verður í gildi til klukkan hálf ellefu um kvöldið. Þó verður stór hluti miðbæjarins lokaður fyrir bílaumferð og munu margar leiðir þurfa að aka hjáleiðir. Búast má við töfum fyrri hluta dags vegna Reykjavíkurmaraþons. Annar fasinn felst í svokölluðu tæmingarkerfi sem verður í gildi frá klukkan ellefu um kvöldið til klukkan eitt um nóttina. Miðar kerfið að því að koma gestum Menningarnætur heim eins fljótt og kostur er. Munu strætisvagnar keyra frá Hlemmi og BSÍ á mismunandi áfangastaði á höfuðborgarsvæðinu. Þriðji fasinn felst svo í næturakstri en eftir klukkan eitt um nóttina tekur hefðbundinn næturakstur við. Frekari upplýsingar um þjónustuna og þær leiðir sem eknar verða má finna á heimasíðu Strætó, straeto.is. Reykjavíkurborg hvetur fólk sérstaklega til að ganga í bæinn, hjóla eða nýta sér fríar ferðir með strætó. Stærstur hluti miðborgarinnar verður lokaður fyrir bílaumferð frá klukkan sjö um morguninn til klukkan eitt um nóttina. Nær lokunin yfir svæðið vestan Snorrabrautar, norðan Vatnsmýrarvegar og Hringbrautar, allt vestur að Ægisgötu, og Ljósvallagötu.Garðastræti norðan Túngötu er lokað. – sar Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Strætó Tengdar fréttir Opið hús á Bessastöðum Bessastaðir verða opnir almenningi á Menningarnótt. 15. ágúst 2018 16:23 Ráðherra skenkir súpu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun skenkja súpu í súputjaldi Nettó á Menningarnótt. Alls verða notuð rúmlega hundrað kíló af hráefni sem ekki þykir uppfylla útlitsstaða, eða er nærri síðasta söludegi. 18. ágúst 2018 11:00 Sérstakar strætóskutlur starfræktar Strætó er ókeypis frá 07:00-01:00 á morgun vegna Menningarnætur. Sérstakar strætóskutlur verða starfræktar sem munu aka án sérstakrar tímatöflu. 17. ágúst 2018 17:50 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Strætó hvetur ökumenn til að nýta sér skutluþjónustu sem verður í boði á Menningarnótt. Þannig munu strætisvagnar aka frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. Ferðir verða í boði frá klukkan hálf átta um morguninn til klukkan eitt um nóttina. Frítt verður í þessar ferðir sem og aðrar strætisvagnaferðir á Menningarnótt. Aðeins þarf að greiða fyrir næturakstur. Almennu leiðarkerfi Strætó verður skipt í þrjá fasa. Hefðbundin laugardagsáætlun verður í gildi til klukkan hálf ellefu um kvöldið. Þó verður stór hluti miðbæjarins lokaður fyrir bílaumferð og munu margar leiðir þurfa að aka hjáleiðir. Búast má við töfum fyrri hluta dags vegna Reykjavíkurmaraþons. Annar fasinn felst í svokölluðu tæmingarkerfi sem verður í gildi frá klukkan ellefu um kvöldið til klukkan eitt um nóttina. Miðar kerfið að því að koma gestum Menningarnætur heim eins fljótt og kostur er. Munu strætisvagnar keyra frá Hlemmi og BSÍ á mismunandi áfangastaði á höfuðborgarsvæðinu. Þriðji fasinn felst svo í næturakstri en eftir klukkan eitt um nóttina tekur hefðbundinn næturakstur við. Frekari upplýsingar um þjónustuna og þær leiðir sem eknar verða má finna á heimasíðu Strætó, straeto.is. Reykjavíkurborg hvetur fólk sérstaklega til að ganga í bæinn, hjóla eða nýta sér fríar ferðir með strætó. Stærstur hluti miðborgarinnar verður lokaður fyrir bílaumferð frá klukkan sjö um morguninn til klukkan eitt um nóttina. Nær lokunin yfir svæðið vestan Snorrabrautar, norðan Vatnsmýrarvegar og Hringbrautar, allt vestur að Ægisgötu, og Ljósvallagötu.Garðastræti norðan Túngötu er lokað. – sar
Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Strætó Tengdar fréttir Opið hús á Bessastöðum Bessastaðir verða opnir almenningi á Menningarnótt. 15. ágúst 2018 16:23 Ráðherra skenkir súpu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun skenkja súpu í súputjaldi Nettó á Menningarnótt. Alls verða notuð rúmlega hundrað kíló af hráefni sem ekki þykir uppfylla útlitsstaða, eða er nærri síðasta söludegi. 18. ágúst 2018 11:00 Sérstakar strætóskutlur starfræktar Strætó er ókeypis frá 07:00-01:00 á morgun vegna Menningarnætur. Sérstakar strætóskutlur verða starfræktar sem munu aka án sérstakrar tímatöflu. 17. ágúst 2018 17:50 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Ráðherra skenkir súpu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun skenkja súpu í súputjaldi Nettó á Menningarnótt. Alls verða notuð rúmlega hundrað kíló af hráefni sem ekki þykir uppfylla útlitsstaða, eða er nærri síðasta söludegi. 18. ágúst 2018 11:00
Sérstakar strætóskutlur starfræktar Strætó er ókeypis frá 07:00-01:00 á morgun vegna Menningarnætur. Sérstakar strætóskutlur verða starfræktar sem munu aka án sérstakrar tímatöflu. 17. ágúst 2018 17:50